Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:42 Kæru kjósendur í Norðvesturkjördæmi Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum sem hafið tekið á móti okkur, boðið okkur spjall, nestað okkur með góðum hugmyndum og leyft okkur að heyra um áskoranir í daglegu lífi. Þessi samtöl gefa okkur kjark og orku að berjast fyrir hagsmunum kjördæmisins. Við þekkjum vel til, enda öll búsett hér og höfum fjölbreytta reynslu til að takast á við það sem er fram undan. Sjálf hef ég verið svo lánsöm að kynnast kjördæminu á margvíslegan hátt, í gegnum stjórnmál, leik og störf. Með þessa reynslu í farteskinu vona ég að kjósendur veiti mér stuðning til að tala máli þeirra á Alþingi og þar með umboð til að vinna að þeim fjölmörgum framfaraverkefnum sem nauðsynlegt er að fara í. Áskoranirnar sem við er að glíma í kjördæminu eru margvíslegar. Eftir fjölmörg samtöl við kjósendur eru nokkur mál sem standa upp úr hvar sem komið er. Samgöngur, heilbrigðismál og orkumál, að ógleymdum áskorunum í efnahagsmálum. Kallað er eftir alvöru byggðastefnu með blómlegum byggðum. Þessi mál verða ekki leyst með loforðum eða handabandi. Lausnin felst í skýrri framtíðarsýn, sterkri forystu og plani um hvernig eigi að hrinda úrbótum í framkvæmd. Samfylkingin hefur lagt fram áætlun sem snýst um að lækka vexti, draga úr verðbólgu og styðja fjölskyldur og fyrirtæki. Við viljum fjárfesta í grunnþjónustu, byggja upp öflugar samgöngur og tryggja að ungt fólk geti séð framtíð sína í kjördæminu. Til að koma á þessum breytingum sem kallað er eftir þarf sterka verkstjórn. Samfylkingin býður fram verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur. Konu sem kannanir sýna ítrekað að þjóðin treystir best til að standa í stafni þjóðarskútunnar næstu árin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum. Plan var unnið í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Ég vil hvetja ykkur til að mæta á kjörstað og kjósa með hjartanu. Samfylkingin býður upp á nýtt upphaf fyrir Ísland – komdu með! Með þakklæti fyrir málefnalega kosningabaráttu,Arna Lára Jónsdóttir Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Kæru kjósendur í Norðvesturkjördæmi Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum sem hafið tekið á móti okkur, boðið okkur spjall, nestað okkur með góðum hugmyndum og leyft okkur að heyra um áskoranir í daglegu lífi. Þessi samtöl gefa okkur kjark og orku að berjast fyrir hagsmunum kjördæmisins. Við þekkjum vel til, enda öll búsett hér og höfum fjölbreytta reynslu til að takast á við það sem er fram undan. Sjálf hef ég verið svo lánsöm að kynnast kjördæminu á margvíslegan hátt, í gegnum stjórnmál, leik og störf. Með þessa reynslu í farteskinu vona ég að kjósendur veiti mér stuðning til að tala máli þeirra á Alþingi og þar með umboð til að vinna að þeim fjölmörgum framfaraverkefnum sem nauðsynlegt er að fara í. Áskoranirnar sem við er að glíma í kjördæminu eru margvíslegar. Eftir fjölmörg samtöl við kjósendur eru nokkur mál sem standa upp úr hvar sem komið er. Samgöngur, heilbrigðismál og orkumál, að ógleymdum áskorunum í efnahagsmálum. Kallað er eftir alvöru byggðastefnu með blómlegum byggðum. Þessi mál verða ekki leyst með loforðum eða handabandi. Lausnin felst í skýrri framtíðarsýn, sterkri forystu og plani um hvernig eigi að hrinda úrbótum í framkvæmd. Samfylkingin hefur lagt fram áætlun sem snýst um að lækka vexti, draga úr verðbólgu og styðja fjölskyldur og fyrirtæki. Við viljum fjárfesta í grunnþjónustu, byggja upp öflugar samgöngur og tryggja að ungt fólk geti séð framtíð sína í kjördæminu. Til að koma á þessum breytingum sem kallað er eftir þarf sterka verkstjórn. Samfylkingin býður fram verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur. Konu sem kannanir sýna ítrekað að þjóðin treystir best til að standa í stafni þjóðarskútunnar næstu árin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum. Plan var unnið í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Ég vil hvetja ykkur til að mæta á kjörstað og kjósa með hjartanu. Samfylkingin býður upp á nýtt upphaf fyrir Ísland – komdu með! Með þakklæti fyrir málefnalega kosningabaráttu,Arna Lára Jónsdóttir Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun