Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:51 Það hefur lítið farið fyrir umræðu um umhverfismál og loftslagsvandann í kosningabaráttunni sem nú er að ljúka. Með einni skýrri undantekningu virðast þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til þings ætla að leiða málið hjá sér. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, hefur spurt hvort réttlætanlegt sé að núlifandi kynslóðir gangi svo freklega á takmarkaðar auðlindir jarðar að æ minna verði til skiptanna fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. Undir spurninguna tekur formaður Ungra umhverfissinna, Finnur Ricart Andrason, og býður sig fram til þings fyrir hönd yngstu kynslóðarinnar. Ég kannast vel við málflutning þessa unga manns, því til hans hefur heyrst í ljósvakamiðlum á undangengnum árum, þegar náttúruvá, hlýnun jarðar og loftslagsvandinn hafa verið til umræðu. Hann er sérfræðingur á sviðinu og gerir framúrskarandi vel grein fyrir því hversu mikilsverð umhverfismálin eru af því „róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál.“ Með öðrum orðum: Gott samfélag manna byggist á því að jafnvægi náttúrunnar raskist ekki svo stórlega að maðurinn missi tökin á umhverfi sínu. Álit Loftslagsráðs Á dögunum birti Loftslagsráð álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Álitið hljómar sem neyðaróp. Í inngangi segir: „ Það stefnir í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu veldur hefur þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni. Hætturnar stigmagnast, áhrifin verða sífellt áþreifanlegri, fórnarlömbum fjölgar og vandinn verður erfiðari viðureignar með hverju árinu sem líður.“ Skemmst er að minnast flóðanna í kringum Valencia á Spáni, þar sem á þriðja hundrað manns týndi lífi og gríðarleg eyðilegging blasti við. Í Noregi hafa ár og fljót ítrekað flætt yfir bakka sín og valdið miklum usla. Strandbyggðir og eyjar víða um heim eru að sökkva í sæ vegna hækkandi sjávarmáls. Skógareldar æða yfir æ stærri landsvæði og ógna búsvæðum dýra og manna. Freðmýrar þiðna og losa háskalegar gróðurhúsaloftegundir. Hér á landi hafa ofsarigningar valdið aurskriðum úr fjöllum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum og stórskaðað blómleg byggðarlög, mannvirki og mikilvæga innviði. Þetta blasir við öllum sem ekki snúa sér undan. Loftslagsráð telur upp alvarlegustu gallana á Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda hve hún sé ómarkviss og vanfjármögnuð, henni sé ekki skipt í áfanga og aðeins lítill hluti þeirra fjölmörgu hugmynda sem eru í áætluninni hafa verið metinn með tilliti til loftslagsávinnings, kostnaðar og ábata. En því fyrr sem brugðist er við því meiri verður ábatinn. Hófstilling í ágangi á auðlindir tryggir fleirum gott eða bærilegt líf. Enginn Svartur fössari Loftslagsvandinn mun ekki hverfa þótt flestar stjórnmálahreyfingar og stór hluti kjósenda virðist ætla að leiða hann hjá sér í þessum kosningum. Hitinn verður óbærilegur mönnum á stækkandi svæðum jarðkringlunnar, þótt við hér á Íslandi gætum lent í kuldapolli, vegna breytinga á hafstraumum í sjónum umhverfis okkur. Veðrakerfin eru samtengd um alla jörð og það gildir enginn Svartur fössari og 70 % afsláttur á Íslandi frekar en annars staðar. Við erum ekki stikkfrí! Látum rödd ungra umhverfissina ná inn á alþingi. Tryggjum að Finnur Ricard Andrason ná kjöri fyrir VG. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það hefur lítið farið fyrir umræðu um umhverfismál og loftslagsvandann í kosningabaráttunni sem nú er að ljúka. Með einni skýrri undantekningu virðast þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til þings ætla að leiða málið hjá sér. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, hefur spurt hvort réttlætanlegt sé að núlifandi kynslóðir gangi svo freklega á takmarkaðar auðlindir jarðar að æ minna verði til skiptanna fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. Undir spurninguna tekur formaður Ungra umhverfissinna, Finnur Ricart Andrason, og býður sig fram til þings fyrir hönd yngstu kynslóðarinnar. Ég kannast vel við málflutning þessa unga manns, því til hans hefur heyrst í ljósvakamiðlum á undangengnum árum, þegar náttúruvá, hlýnun jarðar og loftslagsvandinn hafa verið til umræðu. Hann er sérfræðingur á sviðinu og gerir framúrskarandi vel grein fyrir því hversu mikilsverð umhverfismálin eru af því „róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál.“ Með öðrum orðum: Gott samfélag manna byggist á því að jafnvægi náttúrunnar raskist ekki svo stórlega að maðurinn missi tökin á umhverfi sínu. Álit Loftslagsráðs Á dögunum birti Loftslagsráð álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Álitið hljómar sem neyðaróp. Í inngangi segir: „ Það stefnir í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu veldur hefur þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni. Hætturnar stigmagnast, áhrifin verða sífellt áþreifanlegri, fórnarlömbum fjölgar og vandinn verður erfiðari viðureignar með hverju árinu sem líður.“ Skemmst er að minnast flóðanna í kringum Valencia á Spáni, þar sem á þriðja hundrað manns týndi lífi og gríðarleg eyðilegging blasti við. Í Noregi hafa ár og fljót ítrekað flætt yfir bakka sín og valdið miklum usla. Strandbyggðir og eyjar víða um heim eru að sökkva í sæ vegna hækkandi sjávarmáls. Skógareldar æða yfir æ stærri landsvæði og ógna búsvæðum dýra og manna. Freðmýrar þiðna og losa háskalegar gróðurhúsaloftegundir. Hér á landi hafa ofsarigningar valdið aurskriðum úr fjöllum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum og stórskaðað blómleg byggðarlög, mannvirki og mikilvæga innviði. Þetta blasir við öllum sem ekki snúa sér undan. Loftslagsráð telur upp alvarlegustu gallana á Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda hve hún sé ómarkviss og vanfjármögnuð, henni sé ekki skipt í áfanga og aðeins lítill hluti þeirra fjölmörgu hugmynda sem eru í áætluninni hafa verið metinn með tilliti til loftslagsávinnings, kostnaðar og ábata. En því fyrr sem brugðist er við því meiri verður ábatinn. Hófstilling í ágangi á auðlindir tryggir fleirum gott eða bærilegt líf. Enginn Svartur fössari Loftslagsvandinn mun ekki hverfa þótt flestar stjórnmálahreyfingar og stór hluti kjósenda virðist ætla að leiða hann hjá sér í þessum kosningum. Hitinn verður óbærilegur mönnum á stækkandi svæðum jarðkringlunnar, þótt við hér á Íslandi gætum lent í kuldapolli, vegna breytinga á hafstraumum í sjónum umhverfis okkur. Veðrakerfin eru samtengd um alla jörð og það gildir enginn Svartur fössari og 70 % afsláttur á Íslandi frekar en annars staðar. Við erum ekki stikkfrí! Látum rödd ungra umhverfissina ná inn á alþingi. Tryggjum að Finnur Ricard Andrason ná kjöri fyrir VG. Höfundur er rithöfundur.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun