Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar 1. desember 2024 11:03 Þar sem prófatíð byrjaði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag, 29. nóvember og Alþingiskosningar gengu í garð laugardaginn 30. nóvember. Það er ekki á hverju ári þar sem að við stúdentar stöndum frammi fyrir kosningum í miðri prófatíð. Þessi prófaundirbúningur einkenndist af lestri, glósum og kappræðum. Þrátt fyrir annasaman tíma hjá stúdentum landsins vona ég samt að stúdentar hafi skilað sér á kjörstað og nýtt kosningarétt sinn, hvort sem það hafi verið utan kjörfundar eða mætt í gær á sinn kjörstað og nýtt réttinn. Það er nefnilega þetta með lýðræðið, við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Í dag er nefnilega 1. desember sem þýðir ekki bara það að sé dagur stúdenta á Íslandi í dag og heldur ekki bara að við fáum að sjá hvað kom upp úr kjörkössunum heldur einnig að í dag er fullveldisdagur Íslands. Í dag eru 108 ár frá því að Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki með sambandslögunum. Hversu lánsöm erum við öll, að í dag búum við í lýðræðisríki þar sem rödd okkar allra skiptir máli. Þar sem við fáum að hafa eitthvað um það að segja hverjir stjórna landinu okkar. Um daginn héldum við pallborðsumræður hér í hátíðarsal skólans og þær gengu vonum framar. Með þeim langaði okkur að sýna að við stúdentar viljum svo sannarlega láta okkur málin varða. Flokkarnir tóku allir vel í þessa hugmynd okkar og við erum ennþá mjög þakklát fyrir þann tíma sem frambjóðendur gáfu okkur á þessum annasömu dögum sem hafa verið núna. Á pallborðinu umrædda voru nokkrar hraðaspurningar bornar til frambjóðenda þar sem þau höfðu eingöngu tækifæri á að svara með JÁ eða NEI spjöldum. Í þeim voru t.d. allir flokkar sammála um það að auka þyrfti fjárveitingar til háskóla og voru flokkarnir einnig sammála um það að Menntasjóðurinn í sinni núverandi mynd uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður. Það er staðreynd að stúdentar vinna of mikið með háskólanámi á Íslandi í dag. Og því ættu stúdentar að hafa þann kost að taka full námslán án þess að hafa áhyggjur af þeim út lífið. En því miður er staðan ekki svoleiðis í dag og því eru margir stúdentar sem vinna mikið með skóla. Því finnst mér mjög góðar fréttir að flokkarnir virtust allir sammála um það að Menntasjóðurinn uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður og verður því gaman að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þeirri nýju ríkisstjórn sem myndast. Einnig verður líka spennandi að sjá hvort að ný ríkisstjórn auki fjárveitingar til háskóla á Íslandi eins og allir flokkarnir virtust sammála um í fyrstu hraðaspurningu sem borin var upp. Það eru svo sannarlega bjartir og spennandi tímar fram undan en megum samt ekki gleyma að njóta hvers dags sem við fáum. Höfundur er forseti SHA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Þar sem prófatíð byrjaði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag, 29. nóvember og Alþingiskosningar gengu í garð laugardaginn 30. nóvember. Það er ekki á hverju ári þar sem að við stúdentar stöndum frammi fyrir kosningum í miðri prófatíð. Þessi prófaundirbúningur einkenndist af lestri, glósum og kappræðum. Þrátt fyrir annasaman tíma hjá stúdentum landsins vona ég samt að stúdentar hafi skilað sér á kjörstað og nýtt kosningarétt sinn, hvort sem það hafi verið utan kjörfundar eða mætt í gær á sinn kjörstað og nýtt réttinn. Það er nefnilega þetta með lýðræðið, við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Í dag er nefnilega 1. desember sem þýðir ekki bara það að sé dagur stúdenta á Íslandi í dag og heldur ekki bara að við fáum að sjá hvað kom upp úr kjörkössunum heldur einnig að í dag er fullveldisdagur Íslands. Í dag eru 108 ár frá því að Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki með sambandslögunum. Hversu lánsöm erum við öll, að í dag búum við í lýðræðisríki þar sem rödd okkar allra skiptir máli. Þar sem við fáum að hafa eitthvað um það að segja hverjir stjórna landinu okkar. Um daginn héldum við pallborðsumræður hér í hátíðarsal skólans og þær gengu vonum framar. Með þeim langaði okkur að sýna að við stúdentar viljum svo sannarlega láta okkur málin varða. Flokkarnir tóku allir vel í þessa hugmynd okkar og við erum ennþá mjög þakklát fyrir þann tíma sem frambjóðendur gáfu okkur á þessum annasömu dögum sem hafa verið núna. Á pallborðinu umrædda voru nokkrar hraðaspurningar bornar til frambjóðenda þar sem þau höfðu eingöngu tækifæri á að svara með JÁ eða NEI spjöldum. Í þeim voru t.d. allir flokkar sammála um það að auka þyrfti fjárveitingar til háskóla og voru flokkarnir einnig sammála um það að Menntasjóðurinn í sinni núverandi mynd uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður. Það er staðreynd að stúdentar vinna of mikið með háskólanámi á Íslandi í dag. Og því ættu stúdentar að hafa þann kost að taka full námslán án þess að hafa áhyggjur af þeim út lífið. En því miður er staðan ekki svoleiðis í dag og því eru margir stúdentar sem vinna mikið með skóla. Því finnst mér mjög góðar fréttir að flokkarnir virtust allir sammála um það að Menntasjóðurinn uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður og verður því gaman að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þeirri nýju ríkisstjórn sem myndast. Einnig verður líka spennandi að sjá hvort að ný ríkisstjórn auki fjárveitingar til háskóla á Íslandi eins og allir flokkarnir virtust sammála um í fyrstu hraðaspurningu sem borin var upp. Það eru svo sannarlega bjartir og spennandi tímar fram undan en megum samt ekki gleyma að njóta hvers dags sem við fáum. Höfundur er forseti SHA.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar