Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 2. desember 2024 10:02 Síðastliðna helgi mættu um 80% okkar sem höfum rétt til á kjörstað og greiddum því fólki atkvæði sem við óskum eftir að ráða til vinnu næstu fjögur árin við það að móta og stýra samfélagi okkar í sátt við okkur. Kosningarétturinn er mikilvægur, dýrmætur og ekki sjálfsagður eins og við sjáum skýrt á voveiflegum tímum. Réttur sem getur haft talsverð áhrif á okkar daglega líf. Við höfum frelsi til að velja út frá okkar sannfæringu og trú. En hvað um önnur atkvæði sem við greiðum í lífinu, jafnvel alla daga? Við greiðum atkvæði alla daga Alla daga getum við kosið því á hverju augnabliki höfum við val. Líklega eru þau atkvæði og það sem við veljum þrátt fyrir allt okkar mikilvægustu atkvæði. Það val hefur mun meira um okkar daglegu tilveru að segja en stóra atkvæðið sem við greiðum í kosningum. Hvað kaus ég? Í morgun kaus ég með betri líkamlegri og andlegri heilsu með því að mæta í líkamsrækt og fara í sund og gufu á eftir. Nýlega kaus ég forvarnir með því að fara í brjóstaskimun. Um helgina kaus ég samveru með fjölskyldunni í bústað og börnin mín með því að dást að stúlkunni minni leika listir sínar á langþráðu fimleikamóti. Ég kaus með umhverfinu og fjárhagnum með því að velja það að endurnýta fallegan fimleikabol frá frænku hennar í stað þess að kaupa nýjan bol. Ég kaus einnig að mæta á kjörstað og nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa fólkið sem ég treysti best núna. Mér þótti það val vandasamt því þrátt fyrir að stundum sé talað illa um stjórnmálin er algjör meirihluti þess fólks sem vinnur að og í stjórnmálum mikið hugsjónafólk sem virkilega vill bæta samfélag okkar með ólíkum hætti. Fólk sem leggur gríðarlega mikið á sig og færir miklar fórnir til þess. Takk fyrir það öll sem buðuð ykkur fram og starfið fyrir okkur hin. Kannski slæst ég einhvern tíma í för með ykkur á ný. Hvað kýst þú? Ég hvet þig til þess að íhuga hvað þú kýst alla daga og hvers vegna. Hvað skiptir þig mestu máli? Í hvað vilt þú verja tíma þínum? Hvað er það í þínu lífi sem þú getur breytt og hverju ekki og þarft að sættast við? Hversu líklegt er að það sem þú velur færi þig nær eða fjær því lífi sem þig langar að lifa? Ef þú ættir aðeins einn dag eftir, hvað myndir þú velja og með hverjum? Notaðu atkvæðisréttinn þinn til þín vel í dag og alla daga því það er uppspretta farsældar, velsældar og heilbrigðis. Því betur sem við veljum hvert og eitt því sterkari verður okkar heild. Atkvæði á aðventunni Aðventan er gengin í garð og hátíð ljóss og friðar handan við hornið. Munum að kjósa rétt næstu vikur fyrir okkur sjálf, samfélagið og veröldina. Munum að friður og öryggi eru ekki sjálfsögð og peningar kaupa ekki hamingju. Veljum að láta ekki hátíðarnar snúast upp í andhverfu sína. Veljum vel á hverju augnabliki, eins vel og við getum. Hlúum að okkur, heilsu okkar og verum breytingin sem við viljum sjá. Gleðilega aðventu. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og fyrrverandi varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Síðastliðna helgi mættu um 80% okkar sem höfum rétt til á kjörstað og greiddum því fólki atkvæði sem við óskum eftir að ráða til vinnu næstu fjögur árin við það að móta og stýra samfélagi okkar í sátt við okkur. Kosningarétturinn er mikilvægur, dýrmætur og ekki sjálfsagður eins og við sjáum skýrt á voveiflegum tímum. Réttur sem getur haft talsverð áhrif á okkar daglega líf. Við höfum frelsi til að velja út frá okkar sannfæringu og trú. En hvað um önnur atkvæði sem við greiðum í lífinu, jafnvel alla daga? Við greiðum atkvæði alla daga Alla daga getum við kosið því á hverju augnabliki höfum við val. Líklega eru þau atkvæði og það sem við veljum þrátt fyrir allt okkar mikilvægustu atkvæði. Það val hefur mun meira um okkar daglegu tilveru að segja en stóra atkvæðið sem við greiðum í kosningum. Hvað kaus ég? Í morgun kaus ég með betri líkamlegri og andlegri heilsu með því að mæta í líkamsrækt og fara í sund og gufu á eftir. Nýlega kaus ég forvarnir með því að fara í brjóstaskimun. Um helgina kaus ég samveru með fjölskyldunni í bústað og börnin mín með því að dást að stúlkunni minni leika listir sínar á langþráðu fimleikamóti. Ég kaus með umhverfinu og fjárhagnum með því að velja það að endurnýta fallegan fimleikabol frá frænku hennar í stað þess að kaupa nýjan bol. Ég kaus einnig að mæta á kjörstað og nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa fólkið sem ég treysti best núna. Mér þótti það val vandasamt því þrátt fyrir að stundum sé talað illa um stjórnmálin er algjör meirihluti þess fólks sem vinnur að og í stjórnmálum mikið hugsjónafólk sem virkilega vill bæta samfélag okkar með ólíkum hætti. Fólk sem leggur gríðarlega mikið á sig og færir miklar fórnir til þess. Takk fyrir það öll sem buðuð ykkur fram og starfið fyrir okkur hin. Kannski slæst ég einhvern tíma í för með ykkur á ný. Hvað kýst þú? Ég hvet þig til þess að íhuga hvað þú kýst alla daga og hvers vegna. Hvað skiptir þig mestu máli? Í hvað vilt þú verja tíma þínum? Hvað er það í þínu lífi sem þú getur breytt og hverju ekki og þarft að sættast við? Hversu líklegt er að það sem þú velur færi þig nær eða fjær því lífi sem þig langar að lifa? Ef þú ættir aðeins einn dag eftir, hvað myndir þú velja og með hverjum? Notaðu atkvæðisréttinn þinn til þín vel í dag og alla daga því það er uppspretta farsældar, velsældar og heilbrigðis. Því betur sem við veljum hvert og eitt því sterkari verður okkar heild. Atkvæði á aðventunni Aðventan er gengin í garð og hátíð ljóss og friðar handan við hornið. Munum að kjósa rétt næstu vikur fyrir okkur sjálf, samfélagið og veröldina. Munum að friður og öryggi eru ekki sjálfsögð og peningar kaupa ekki hamingju. Veljum að láta ekki hátíðarnar snúast upp í andhverfu sína. Veljum vel á hverju augnabliki, eins vel og við getum. Hlúum að okkur, heilsu okkar og verum breytingin sem við viljum sjá. Gleðilega aðventu. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og fyrrverandi varaþingmaður.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun