Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 07:53 Mohammad Shouman ber hér dóttur sína, Masa, til grafar. Hún var drepin í loftárás Ísraela á borgina Rafah í suðurhluta Gaza fyrr á þessu ári. AP/Fatima Shbair Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International segja Ísraelsmenn hafa framið, og halda áfram að fremja, hópmorð gegn Palestínumönnum á Gaza. Hópmorð eru jafnan kölluð þjóðarmorð í daglegu tali. Samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna hafa ísraelsk stjórnvöld gengið fram í þeim tilgangi að útrýma Palestínubúum á Gaza. Stríð hófst á Gaza þann 7. október 2023, eftir að hryðjuverkasamtökin Hamas réðust inn í Ísrael og drápu um 1.200 manns og tóku á þriðja hundrað í gíslingu. Ísraelsmenn svöruðu með umfangsmiklum árásum á Gaza sem enn standa yfir. „Skýrsla Amnesty International sýnir að Ísrael hefur framið verknaði, sem eru bannaðir samkvæmt sáttmálanum um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð, í þeim tilgangi að útrýma Palestínubúum á Gaza. Þessir verknaðir fela meðal annars í sér að drepa Palestínubúa á Gaza, valda þeim alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða og þröngva þá til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu þeirra. Í marga mánuði hefur Ísrael komið fram við Palestínubúa eins og um ómennskan hóp sem á ekki skilið mannréttindi og virðingu og þar með sýnt ásetning um líkamlega eyðingu þeirra,“ segir í tilkynningu vegna skýrslunnar. Haft er eftir Agnés Callamard, aðalframkvæmdastjóra Amnesty International, að niðurstöður athugunar samtakanna verði að leiða til vakningar alþjóðasamfélagsins og stöðva verði hópmorðið strax. Þar er einnig tiltekið að samkvæmt alþjóðalögum sé ekki nauðsynlegt að gerendur nái að útrýma viðkomandi hópi, að hluta til eða öllu leyti, til að hópmorð teljist framið. Heilu borgirnar jafnaðar við jörðu Skýrsla Amnesty rannsakar brot Ísraels á Gaza yfir níu mánaða tímabil, frá 7. október 2023 fram í byrjun júlí 2024. „Tekin voru viðtöl við 212 einstaklinga, þeirra á meðal Palestínubúa sem eru þolendur og vitni, yfirvöld á Gaza og heilbrigðisstarfsfólk. Gerð var vettvangsrannsókn og greining á fjöldi rafrænna og sjónrænna sönnunargagna ásamt gervihnattamyndum. Einnig voru yfirlýsingar ísraelsks embættisfólks og heryfirvalda skoðaðar. Samtökin deildu niðurstöðum sínum margsinnis með ísraelskum yfirvöldum en fengu engin svör frá þeim áður en skýrslan var gefin út.“ Í skýrslunni kemur meðal annars fram að rúmlega 42 þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza, þar af rúmlega 13.300 börn. Þar að auki hafi 97 þúsund særst. „Margir þeirra létu lífið í beinum eða handahófskenndum árásum af ásettu ráði, þar sem jafnvel heilu stórfjölskyldurnar þurrkuðustu út. Eyðileggingin hefur aldrei verið meiri og sérfræðingar segja að umfang og hraði eyðileggingarinnar sé ekki sambærileg neinum öðrum átökum á 21. öldinni, þar sem heilu borgirnar hafi verið jafnaðar við jörðu og mikilvægir innviðir, landbúnaðarland og trúarsvæði hafi verið eyðilögð. Stór svæði Gaza hafa verið gerð óbyggileg.“ Ísrael hafi búið til aðstæður á Gaza þar sem Palestínumenn eigi á hættu að hljóta hægfara dauðdaga, vegna lífshættulegs samspils vannæringar, hungurs og sjúkdóma. Auk þess hafi þeir sætt varðhaldi án samskipta við umheiminn, pyndingum og annarri illri meðferð af hálfu Ísraela. „Ljóst er að um er að ræða ásetning um hópmorð þegar horft er á hernaðarlega sókn Ísraels og þær afleiðingar sem stefnur og aðgerðir Ísraels hafa haft í víðu samhengi.“ Ótrúverðugar skýringar Ísraela Amnesty hafi gert heildræna greiningu til að sýna fram á ásetning Ísraels um að útrýma Palestínumönnum á Gaza, rýnt í yfirlýsingar ísraelskra embættismanna og heryfirvalda, sérstaklega frá háttsettum aðilum, sem feli í sér afmennskun og hvatningu á hópmorði. „Amnesty International rannsakaði staðhæfingar Ísraels um að ísraelski herinn hefði með lögmætum hætti beint árásum sínum að Hamas og öðrum vopnuðum hópum á Gaza og að fordæmalausa eyðileggingin og synjun á mannúðaraðstoð væri afleiðing ólögmæts framferðis Hamas og annarra vopnaðra hópa á borð við að þeir hafi staðsett hermenn sína innan um óbreytta borgara og hindrað mannúðaraðstoð.“ Niðurstaðan hafi verið sú að staðhæfingar Ísraels séu ekki trúveðrugar. Þrátt fyrir að hermenn vopnaðra hópa séu staðsettir nálægt eða í þréttri byggð leysi það Ísrael ekki undan skyldu sinni að gæta fyllstu varúðar til verndar óbreyttum borgurum, og að forðast handahófskenndar árásir eða árásir sem valdið geti óhóflegum skaða. „Rannsóknin leiddi í ljós að Ísrael hefur ítrekað brugðist þessari skyldu sinni og brotið þar með fjölmörg alþjóðalög sem er ekki hægt að réttlæta út frá aðgerðum Hamas. Amnesty International fann enga sönnun þess að hindrun mannúðaraðstoðar af hálfu Hamas gæti gefið skýringu á gífurlegum takmörkunum Ísraels á lífsnauðsynlegri mannúðaraðstoð.“ Krefjast handtöku Netanjahús og að Hamas sæti ábyrgð Amnesty International gerir eftirfarandi kröfur, í kjölfar þess að niðurstöður skýrslunnar hafa verið birtar: Ríki þurfa að grípa til öflugra og langvarandi aðgerða, sama hversu óþægilegt það kann að vera fyrir bandamenn Ísraels. Framfylgja þarf handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra og Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð, sem voru gefnar út í síðasta mánuði. Ríki verða að virða niðurstöðu dómstólsins og almenna meginreglu þjóðaréttar með því að handtaka og framvísa þeim einstaklingum sem eftirlýstir eru af Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) verður tafarlaust að skoða að bæta hópmorði inn í rannsókn sína. Ríki heims verða að beita öllum löglegum leiðum til að draga gerendur til ábyrgðar. Hópmorð má ekki líðast án refsingar. Sleppa þarf öllum óbreyttum gíslum skilyrðislaust. Draga þarf Hamas og aðra palestínska vopnaða hópar sem bera ábyrgð á glæpunum sem framdir voru 7. október til ábyrgðar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þarf að beita markvissum refsiaðgerðum gegn ísraelskum embættismönnum og Hamas-liðum sem eru bendlaðir við brot á alþjóðalögum. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Stríð hófst á Gaza þann 7. október 2023, eftir að hryðjuverkasamtökin Hamas réðust inn í Ísrael og drápu um 1.200 manns og tóku á þriðja hundrað í gíslingu. Ísraelsmenn svöruðu með umfangsmiklum árásum á Gaza sem enn standa yfir. „Skýrsla Amnesty International sýnir að Ísrael hefur framið verknaði, sem eru bannaðir samkvæmt sáttmálanum um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð, í þeim tilgangi að útrýma Palestínubúum á Gaza. Þessir verknaðir fela meðal annars í sér að drepa Palestínubúa á Gaza, valda þeim alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða og þröngva þá til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu þeirra. Í marga mánuði hefur Ísrael komið fram við Palestínubúa eins og um ómennskan hóp sem á ekki skilið mannréttindi og virðingu og þar með sýnt ásetning um líkamlega eyðingu þeirra,“ segir í tilkynningu vegna skýrslunnar. Haft er eftir Agnés Callamard, aðalframkvæmdastjóra Amnesty International, að niðurstöður athugunar samtakanna verði að leiða til vakningar alþjóðasamfélagsins og stöðva verði hópmorðið strax. Þar er einnig tiltekið að samkvæmt alþjóðalögum sé ekki nauðsynlegt að gerendur nái að útrýma viðkomandi hópi, að hluta til eða öllu leyti, til að hópmorð teljist framið. Heilu borgirnar jafnaðar við jörðu Skýrsla Amnesty rannsakar brot Ísraels á Gaza yfir níu mánaða tímabil, frá 7. október 2023 fram í byrjun júlí 2024. „Tekin voru viðtöl við 212 einstaklinga, þeirra á meðal Palestínubúa sem eru þolendur og vitni, yfirvöld á Gaza og heilbrigðisstarfsfólk. Gerð var vettvangsrannsókn og greining á fjöldi rafrænna og sjónrænna sönnunargagna ásamt gervihnattamyndum. Einnig voru yfirlýsingar ísraelsks embættisfólks og heryfirvalda skoðaðar. Samtökin deildu niðurstöðum sínum margsinnis með ísraelskum yfirvöldum en fengu engin svör frá þeim áður en skýrslan var gefin út.“ Í skýrslunni kemur meðal annars fram að rúmlega 42 þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza, þar af rúmlega 13.300 börn. Þar að auki hafi 97 þúsund særst. „Margir þeirra létu lífið í beinum eða handahófskenndum árásum af ásettu ráði, þar sem jafnvel heilu stórfjölskyldurnar þurrkuðustu út. Eyðileggingin hefur aldrei verið meiri og sérfræðingar segja að umfang og hraði eyðileggingarinnar sé ekki sambærileg neinum öðrum átökum á 21. öldinni, þar sem heilu borgirnar hafi verið jafnaðar við jörðu og mikilvægir innviðir, landbúnaðarland og trúarsvæði hafi verið eyðilögð. Stór svæði Gaza hafa verið gerð óbyggileg.“ Ísrael hafi búið til aðstæður á Gaza þar sem Palestínumenn eigi á hættu að hljóta hægfara dauðdaga, vegna lífshættulegs samspils vannæringar, hungurs og sjúkdóma. Auk þess hafi þeir sætt varðhaldi án samskipta við umheiminn, pyndingum og annarri illri meðferð af hálfu Ísraela. „Ljóst er að um er að ræða ásetning um hópmorð þegar horft er á hernaðarlega sókn Ísraels og þær afleiðingar sem stefnur og aðgerðir Ísraels hafa haft í víðu samhengi.“ Ótrúverðugar skýringar Ísraela Amnesty hafi gert heildræna greiningu til að sýna fram á ásetning Ísraels um að útrýma Palestínumönnum á Gaza, rýnt í yfirlýsingar ísraelskra embættismanna og heryfirvalda, sérstaklega frá háttsettum aðilum, sem feli í sér afmennskun og hvatningu á hópmorði. „Amnesty International rannsakaði staðhæfingar Ísraels um að ísraelski herinn hefði með lögmætum hætti beint árásum sínum að Hamas og öðrum vopnuðum hópum á Gaza og að fordæmalausa eyðileggingin og synjun á mannúðaraðstoð væri afleiðing ólögmæts framferðis Hamas og annarra vopnaðra hópa á borð við að þeir hafi staðsett hermenn sína innan um óbreytta borgara og hindrað mannúðaraðstoð.“ Niðurstaðan hafi verið sú að staðhæfingar Ísraels séu ekki trúveðrugar. Þrátt fyrir að hermenn vopnaðra hópa séu staðsettir nálægt eða í þréttri byggð leysi það Ísrael ekki undan skyldu sinni að gæta fyllstu varúðar til verndar óbreyttum borgurum, og að forðast handahófskenndar árásir eða árásir sem valdið geti óhóflegum skaða. „Rannsóknin leiddi í ljós að Ísrael hefur ítrekað brugðist þessari skyldu sinni og brotið þar með fjölmörg alþjóðalög sem er ekki hægt að réttlæta út frá aðgerðum Hamas. Amnesty International fann enga sönnun þess að hindrun mannúðaraðstoðar af hálfu Hamas gæti gefið skýringu á gífurlegum takmörkunum Ísraels á lífsnauðsynlegri mannúðaraðstoð.“ Krefjast handtöku Netanjahús og að Hamas sæti ábyrgð Amnesty International gerir eftirfarandi kröfur, í kjölfar þess að niðurstöður skýrslunnar hafa verið birtar: Ríki þurfa að grípa til öflugra og langvarandi aðgerða, sama hversu óþægilegt það kann að vera fyrir bandamenn Ísraels. Framfylgja þarf handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra og Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð, sem voru gefnar út í síðasta mánuði. Ríki verða að virða niðurstöðu dómstólsins og almenna meginreglu þjóðaréttar með því að handtaka og framvísa þeim einstaklingum sem eftirlýstir eru af Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) verður tafarlaust að skoða að bæta hópmorði inn í rannsókn sína. Ríki heims verða að beita öllum löglegum leiðum til að draga gerendur til ábyrgðar. Hópmorð má ekki líðast án refsingar. Sleppa þarf öllum óbreyttum gíslum skilyrðislaust. Draga þarf Hamas og aðra palestínska vopnaða hópar sem bera ábyrgð á glæpunum sem framdir voru 7. október til ábyrgðar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þarf að beita markvissum refsiaðgerðum gegn ísraelskum embættismönnum og Hamas-liðum sem eru bendlaðir við brot á alþjóðalögum.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira