Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 07:02 Leikskólinn Lundur er í Kleppsgörðum og er sjálfstætt starfandi leikskóli. Tæplega þrjátíu börn eru á leikskólanum og langflest á milli eins og tveggja ára. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna á ungbarnaleikskólanum Lundi eru upp til hópa ánægðir með leikskólann og merkja vellíðan hjá börnum sínum. Þeir telja að farið hafi verið offari í lýsingum fyrrverandi starfsfólks á samfélagsmiðlum. Þetta segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, um viðbrögð foreldra á fundi með starfsfólki og fulltrúum skóla- og frístundasviðs á miðvikudag. Hann segir mikilvægt í allri umræðu að hafa í huga að um ungbarnaleikskóla sé að ræða og þarfir svo ungra barna ólíkar þeim sem þekkist á leikskólum fyrir tveggja ára börn og eldri. Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. Þá hafði leikskólinn verði til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips þar sem fyrrverandi starfsmaður sagði börnin aldrei fara út að leika, ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og flest börnin væru grátandi lungann úr deginum og að væflast um í herbergjum skólans. „Við höfum unnið að því með leikskólanum að fara í gegnum bæði áskoranir og tækifæri,“ segir Helgi. Farið hafi verið í nokkrar heimsóknir í skólann, rætt við starfsfólk og leikskólastjórann Valgerði H. Valgeirsdóttur. „Á fundinum fórum við yfir það sem við viljum leggja á borð fyrir skólann og fara fram á úrbætur,“ segir Helgi. Hann segist finna fyrir mikilli hlýju hjá starfsfólki sem sé mjög mikilsvert og mikið sé lagt upp úr öryggi barnanna í skólanum. „En við sjáum tækifæri, sérstaklega hjá eldri börnum,“ segir Helgi og bendir á að mikill munur sé á rúmlega eins árs barni og svo tveggja ára barni, hvað varðar tækifæri til að veita meira sjálfræði og sjálfseflingu þegar komi að matartímanum, leiktíma og víðar. „Þetta er eitthvað sem við erum að vinna með leikskólastjóra í að þróa og útfæra. Við notum næstu vikur til að fara í þessar útfærslur á starfinu.“ Fram kom í frétt Mbl.is að meðal krafna um breytinga á aðbúnaði væru ný húsgögn sem hentuðu betur svo ungum börnum. Þau hefðu hingað til setið í háum stólum og verið bundin í þá. „Foreldrar þekkja þetta úr eldhúsum og bílstólum að börn eru bundin því annars gætu þau farið sér að voða,“ segir Helgi. Þau þurfi eðlilega að vera bundin á meðan þau séu að matast, svo þau fari ekki sjálfum sér að voða. „Við teljum að skoða þurfi hve lengi börn sitji í stólunum, hvort þau séu að leika sér, að bíða eða annað. Við viljum auka sjálfstæði barnanna með því að hafa meiri skilgreiningu á því hvenær börn eru í þessum stólum og hvenær ekki.“ Vinnan sem unnin sé með Lundi sé gott veganesti í umræðu um uppbygginu leikskóla, ungbarnadeilda og ungbarnaleikskóla. Upplýsingagjöf mætti vera betri Hann segir foreldra á fundinum hafa talið að skóla- og frístundasvið hefði mátt standa betur að upplýsingagjöf til foreldra undanfarnar vikur. „Þetta eru foreldrar sem eru ánægðir með leikskólann og merkja vellíðan hjá börnum sínum.“ Þeim hafi fundist umræðan á samfélagsmiðlum bæði mjög óvægin og ósanngjörn. „Þess vegna erum við í þessari vegferð. Svo allir séu sáttir.“ Hann segir aldrei áður hafa komið fram ábendingar um að hlutir gætu verið í betri farvegi á leikskólanum Lundi. Þetta séu aðstæður sem lært verði að og tekið inn í breiðara samtal. Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Þetta segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, um viðbrögð foreldra á fundi með starfsfólki og fulltrúum skóla- og frístundasviðs á miðvikudag. Hann segir mikilvægt í allri umræðu að hafa í huga að um ungbarnaleikskóla sé að ræða og þarfir svo ungra barna ólíkar þeim sem þekkist á leikskólum fyrir tveggja ára börn og eldri. Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. Þá hafði leikskólinn verði til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips þar sem fyrrverandi starfsmaður sagði börnin aldrei fara út að leika, ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og flest börnin væru grátandi lungann úr deginum og að væflast um í herbergjum skólans. „Við höfum unnið að því með leikskólanum að fara í gegnum bæði áskoranir og tækifæri,“ segir Helgi. Farið hafi verið í nokkrar heimsóknir í skólann, rætt við starfsfólk og leikskólastjórann Valgerði H. Valgeirsdóttur. „Á fundinum fórum við yfir það sem við viljum leggja á borð fyrir skólann og fara fram á úrbætur,“ segir Helgi. Hann segist finna fyrir mikilli hlýju hjá starfsfólki sem sé mjög mikilsvert og mikið sé lagt upp úr öryggi barnanna í skólanum. „En við sjáum tækifæri, sérstaklega hjá eldri börnum,“ segir Helgi og bendir á að mikill munur sé á rúmlega eins árs barni og svo tveggja ára barni, hvað varðar tækifæri til að veita meira sjálfræði og sjálfseflingu þegar komi að matartímanum, leiktíma og víðar. „Þetta er eitthvað sem við erum að vinna með leikskólastjóra í að þróa og útfæra. Við notum næstu vikur til að fara í þessar útfærslur á starfinu.“ Fram kom í frétt Mbl.is að meðal krafna um breytinga á aðbúnaði væru ný húsgögn sem hentuðu betur svo ungum börnum. Þau hefðu hingað til setið í háum stólum og verið bundin í þá. „Foreldrar þekkja þetta úr eldhúsum og bílstólum að börn eru bundin því annars gætu þau farið sér að voða,“ segir Helgi. Þau þurfi eðlilega að vera bundin á meðan þau séu að matast, svo þau fari ekki sjálfum sér að voða. „Við teljum að skoða þurfi hve lengi börn sitji í stólunum, hvort þau séu að leika sér, að bíða eða annað. Við viljum auka sjálfstæði barnanna með því að hafa meiri skilgreiningu á því hvenær börn eru í þessum stólum og hvenær ekki.“ Vinnan sem unnin sé með Lundi sé gott veganesti í umræðu um uppbygginu leikskóla, ungbarnadeilda og ungbarnaleikskóla. Upplýsingagjöf mætti vera betri Hann segir foreldra á fundinum hafa talið að skóla- og frístundasvið hefði mátt standa betur að upplýsingagjöf til foreldra undanfarnar vikur. „Þetta eru foreldrar sem eru ánægðir með leikskólann og merkja vellíðan hjá börnum sínum.“ Þeim hafi fundist umræðan á samfélagsmiðlum bæði mjög óvægin og ósanngjörn. „Þess vegna erum við í þessari vegferð. Svo allir séu sáttir.“ Hann segir aldrei áður hafa komið fram ábendingar um að hlutir gætu verið í betri farvegi á leikskólanum Lundi. Þetta séu aðstæður sem lært verði að og tekið inn í breiðara samtal.
Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira