Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2024 09:31 Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er. Við sem stöndum í stafni fyrir hinn nýstofnaða Lýðræðisflokk gerðum okkur fyllilega grein fyrir því snúna og krefjandi verkefni sem framundan var fyrir okkur. Kosningarnar bar brátt að en okkur tókst á mettíma að kalla til hugrakkt og framsækið fólk í öllum kjördæmum, fólk sem elskar land og þjóð og vill standa vörð um farsæld þjóðarinnar og sjá jákvæðar breytingar í samfélaginu. Tíminn var of naumur en verkið er hafið og því verður haldið áfram. Brýnustu verkefni fyrir komandi ríkisstjórn er að vinna saman að farsælum lausnum þjóðinni til heilla. Hverjar eru þarfir þjóðarinnar? Hvað þarf til að bæta hag almennings? Hvernig líður fólkinu í landinu? Hvað þarf að gera til að fyrirtæki og einkaaðilar geti haldið áfram að byggja upp sína starfsemi? Hvernig ætla þingmenn að þjónusta almenning í landinu? Lausnir að þeim vanda sem nú steðjar að er að finna í samtölum, gagnrýnum spurningum og fjölbreyttum niðurstöðum. Þeir 63 þingmenn sem sitja munu á þingi á komandi kjörtímabili verða fyrst og fremst að þjóna þjóðinni með áherslur á þau gildi sem flokkur þeirra stendur fyrir. Nú reynir á hversu lausnamiðaðir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru og hvernig þeim mun ganga að efna þau fjölmörgu loforð sem sett voru fram í aðdraganda kosninganna. Við í Lýðræðisflokknum munum halda þingmönnum að verki og minna þau reglulega á fyrir hvern þau eru að vinna. Minnkuð samvera, vaxandi trúleysi Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á einbeitingu barna, þolinmæði og þrautseigju. Ekki er einfalt að finna hver orsökin er því eflaust er mörgu um að kenna. Það sem er að öllum líkindum mesta breytan er aukin viðvera í snjalltækjum og því minnkuð samvera fjölskyldna og vina. Við þurfum öll að setja skýrar línu og mörk þegar kemur að þessum tækjum og þeim ósið að eyða dýrmætum stundum í þeim. Við í Lýðræðisflokknum erum ekki hlynnt boðum og bönnum sem koma frá stofnunum eða ríkinu því við viljum umræðu og vangaveltur frá borgurum landsins. Hvaða leiðir viljum við sjá sem henta bæði börnum og fullorðnum? Hversu lengi viljum við sofa á verðinum? Hvað viljum við gera til að snúa þessari þróun við? Hvað viljum við gera til að börnum okkar, unglingum, öryrkjum og öðrum sem minna mega sín líði betur á Íslandi? Þau svör eru hjá hverju og einu okkar og því þurfum við að tala saman innan fjölskyldna okkar, í skólanum, í vinnunni og heitu pottunum. Lausnin er hjá okkur, lausnin er í hjarta okkar. Í draumaheimi ætti að ræða hvert einasta brýna þjóðmál innan veggja heimilanna og á vinnustöðum til að við myndum setja okkur öll betur inn í málin til að vega og meta hvað við viljum sjálf fyrir okkur og börnin okkar. Hinn raunverulegi valdhafi í landinu ert þú. Ekki foreldrar þínir, maki þinn, vinnuveitandi, félagi og allra síst þingmenn, ráðuneyti eða ríkistjórn Íslands. Í lýðræðislegu samfélagi mátt þú og átt að tjá þína skoðun, þér ber skylda að standa vörð um gildi þín, trú og sannfæringu. Þú ert með vald til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Talaðu út frá þinni sannfæringu. Hafðu jákvæð áhrif á samferðafólk þitt og nærumhverfi. Það sem er áberandi í þjóðfélagi okkar og fer því miður vaxandi er trúleysi, minni samkennd, meiri einmanaleiki og aukin vanlíðan. Þessu þarf að snúa við og það er gert með opnum spurningum, samtölum, fræðslu og aukinni samveru. Við þráum öll að vera séð, heyrð og elskuð. Gefum okkur því tíma til að sinna ástvinum okkar og þeim sem minna mega sín. Besta leiðin til þess er að efla tengingu okkar við Guð og guðsneistann innra með okkur. Að þjálfa okkur í að sjá ljósið í öðrum, sjá Guð að verki í öðrum. Við megum ekki gleyma okkur í að horfa bara á hylkið þ.e. líkamanna og persónuleikann. Leyfum ljósi okkar að skína skært. Höfundur er kennari og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er. Við sem stöndum í stafni fyrir hinn nýstofnaða Lýðræðisflokk gerðum okkur fyllilega grein fyrir því snúna og krefjandi verkefni sem framundan var fyrir okkur. Kosningarnar bar brátt að en okkur tókst á mettíma að kalla til hugrakkt og framsækið fólk í öllum kjördæmum, fólk sem elskar land og þjóð og vill standa vörð um farsæld þjóðarinnar og sjá jákvæðar breytingar í samfélaginu. Tíminn var of naumur en verkið er hafið og því verður haldið áfram. Brýnustu verkefni fyrir komandi ríkisstjórn er að vinna saman að farsælum lausnum þjóðinni til heilla. Hverjar eru þarfir þjóðarinnar? Hvað þarf til að bæta hag almennings? Hvernig líður fólkinu í landinu? Hvað þarf að gera til að fyrirtæki og einkaaðilar geti haldið áfram að byggja upp sína starfsemi? Hvernig ætla þingmenn að þjónusta almenning í landinu? Lausnir að þeim vanda sem nú steðjar að er að finna í samtölum, gagnrýnum spurningum og fjölbreyttum niðurstöðum. Þeir 63 þingmenn sem sitja munu á þingi á komandi kjörtímabili verða fyrst og fremst að þjóna þjóðinni með áherslur á þau gildi sem flokkur þeirra stendur fyrir. Nú reynir á hversu lausnamiðaðir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru og hvernig þeim mun ganga að efna þau fjölmörgu loforð sem sett voru fram í aðdraganda kosninganna. Við í Lýðræðisflokknum munum halda þingmönnum að verki og minna þau reglulega á fyrir hvern þau eru að vinna. Minnkuð samvera, vaxandi trúleysi Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á einbeitingu barna, þolinmæði og þrautseigju. Ekki er einfalt að finna hver orsökin er því eflaust er mörgu um að kenna. Það sem er að öllum líkindum mesta breytan er aukin viðvera í snjalltækjum og því minnkuð samvera fjölskyldna og vina. Við þurfum öll að setja skýrar línu og mörk þegar kemur að þessum tækjum og þeim ósið að eyða dýrmætum stundum í þeim. Við í Lýðræðisflokknum erum ekki hlynnt boðum og bönnum sem koma frá stofnunum eða ríkinu því við viljum umræðu og vangaveltur frá borgurum landsins. Hvaða leiðir viljum við sjá sem henta bæði börnum og fullorðnum? Hversu lengi viljum við sofa á verðinum? Hvað viljum við gera til að snúa þessari þróun við? Hvað viljum við gera til að börnum okkar, unglingum, öryrkjum og öðrum sem minna mega sín líði betur á Íslandi? Þau svör eru hjá hverju og einu okkar og því þurfum við að tala saman innan fjölskyldna okkar, í skólanum, í vinnunni og heitu pottunum. Lausnin er hjá okkur, lausnin er í hjarta okkar. Í draumaheimi ætti að ræða hvert einasta brýna þjóðmál innan veggja heimilanna og á vinnustöðum til að við myndum setja okkur öll betur inn í málin til að vega og meta hvað við viljum sjálf fyrir okkur og börnin okkar. Hinn raunverulegi valdhafi í landinu ert þú. Ekki foreldrar þínir, maki þinn, vinnuveitandi, félagi og allra síst þingmenn, ráðuneyti eða ríkistjórn Íslands. Í lýðræðislegu samfélagi mátt þú og átt að tjá þína skoðun, þér ber skylda að standa vörð um gildi þín, trú og sannfæringu. Þú ert með vald til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Talaðu út frá þinni sannfæringu. Hafðu jákvæð áhrif á samferðafólk þitt og nærumhverfi. Það sem er áberandi í þjóðfélagi okkar og fer því miður vaxandi er trúleysi, minni samkennd, meiri einmanaleiki og aukin vanlíðan. Þessu þarf að snúa við og það er gert með opnum spurningum, samtölum, fræðslu og aukinni samveru. Við þráum öll að vera séð, heyrð og elskuð. Gefum okkur því tíma til að sinna ástvinum okkar og þeim sem minna mega sín. Besta leiðin til þess er að efla tengingu okkar við Guð og guðsneistann innra með okkur. Að þjálfa okkur í að sjá ljósið í öðrum, sjá Guð að verki í öðrum. Við megum ekki gleyma okkur í að horfa bara á hylkið þ.e. líkamanna og persónuleikann. Leyfum ljósi okkar að skína skært. Höfundur er kennari og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun