Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2024 10:31 Alheimshreyfing Í dag, 10. desember 2024, fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í dag er jafnframt Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, sem og lokadagur 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Félagið hefur nú í heila öld aðstoðað fólk í neyð og aðstoðað íslenskt samfélag um land allt. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og hefur stutt mannúðaraðgerðir og þróunarsamvinnuverkefni með reglubundnum hætti víða um heim frá 1974 og eru dæmi um slíkan stuðning allt frá 1945. Í alþjóðlegu samstarfi okkar undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að stuðla að jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi. Ein af hverjum þremur Kynbundið ofbeldi, sérstaklega gegn konum og stúlkum, er allt of algengt um allan heim. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi maka, eða nauðgun af hendi annars en maka. Á tíu mínútna fresti er kona eða stúlka drepin af maka sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimi. Rannsóknir sýna að kynbundið ofbeldi er algengt alls staðar og í öllum aðstæðum, en þær sýna einnig að þegar neyðarástand skapast eykst hættan á kynbundnu ofbeldi svo um munar. Þetta á bæði við á átakasvæðum og við náttúruhamfarir. Áhersla Rauða kross hreyfingarinnar í 16 daga átakinu í ár miðar að því að minna á þessa staðreynd og hvetja alla viðbragðsaðila – þar á meðal ríkisstjórnir - til að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, áður en því er beitt. Neyðarástand eykur kynbundið ofbeldi Ein tegund kynbundins ofbeldis sem vitað er að eykst í neyð er ofbeldi maka, oftast ofbeldi karla gegn konum. Missir, afkomuótti og óstöðugleiki ýta undir aukið heimilisofbeldi. Tíðni nauðgana eykst sömuleiðis. Þegar átök brjótast út er kynferðislegt ofbeldi því miður oft notað sem vopn, gegn öllum kynjum. Þegar fjölskyldur missa heimili sín er öryggi oft ábótavant, sérstaklega fyrir konur og stúlkur í nýjum búsetuúrræðum, þar sem þær þurfa oft að deila svefnstað og salernisaðstöðu með ókunnugum. Aukin fátækt veldur því að fjölskyldur verða líklegri til að gifta ungar dætur sínar og mansal og vændi eykst. „Ef það er fyrirsjáanlegt, er hægt að koma í veg fyrir það“ Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru starfrækt í flestöllum löndum í heiminum, eða í 191 landi. Öll landsfélög Rauða krossins starfa eftir sömu hugsjón og sömu grunngildum. Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn hefur sérhæft sig í um allan heim er neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum. Nú vinnum við að því með samstarfsfélögum okkar víða um heim að tryggja að öll þjónusta hreyfingarinnar fyrir fólk í neyð sé hönnuð til að draga úr hættu á kynbundnu ofbeldi. Ýmsum aðgerðum er auðvelt að hrinda í framkvæmd. Flóttamannabúðir, móttökumiðstöðvar og önnur skýli fyrir fólk á vergangi, er hægt að hanna til að veita aukið öryggi, frekar en hið gangstæða. Til dæmis með því að hafa almenningssvæði og salerni upplýst og hafa lása á salernum og sturtum. Einnig með því að tryggja að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar sem veitaneyðarþjónustu hafi hlotið þjálfun um kynbundið ofbeldi, hvernig megi koma í veg fyrir það og hvernig eigi að bregðast við ef slík tilfelli koma upp. Það mikilvægasta er þó að hlusta á fólkið sem á að aðstoða, veita því tækifæri til að ákvarða hvaða aðstoð það kjósi og hvernig það vilji að sú aðstoð sé veitt. Gefa fólki tækifæri til að veita endurgjöf og bæta síðan aðstoðina samkvæmt því. Skjót viðbrögð, skjót endurreisn – fyrir öll Til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi er nauðsynlegt að aðhafast áður en ofbeldið á sér stað og sníða alla neyðaraðstoð út frá þessum áhættuþætti. Þess vegna biðlum við til stjórnvalda og allra viðbragðsaðila nær og fjær, að tryggja að neyðaraðstoð sé veitt með viðeigandi hætti, og að allt starfsfólk hljóti viðeigandi þjálfun. Endurreisn samfélaga snýst ekki einungis um að endurbyggja heimili, heldur einnig um að tryggja skjólstæðingum okkar örugga framtíð. Þetta á ekki bara við um neyðarviðbrögð, heldur alls kyns aðgerðir og þjónustu hér heima og erlendis. Það er nauðsynlegt að fjárfesta enn frekar í fyrirbyggjandi aðgerðum. Kynbundið ofbeldi er fyrirsjáanlegt - þess vegna getum við stöðvað það. Höfundur er verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Alheimshreyfing Í dag, 10. desember 2024, fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í dag er jafnframt Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, sem og lokadagur 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Félagið hefur nú í heila öld aðstoðað fólk í neyð og aðstoðað íslenskt samfélag um land allt. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og hefur stutt mannúðaraðgerðir og þróunarsamvinnuverkefni með reglubundnum hætti víða um heim frá 1974 og eru dæmi um slíkan stuðning allt frá 1945. Í alþjóðlegu samstarfi okkar undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að stuðla að jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi. Ein af hverjum þremur Kynbundið ofbeldi, sérstaklega gegn konum og stúlkum, er allt of algengt um allan heim. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi maka, eða nauðgun af hendi annars en maka. Á tíu mínútna fresti er kona eða stúlka drepin af maka sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimi. Rannsóknir sýna að kynbundið ofbeldi er algengt alls staðar og í öllum aðstæðum, en þær sýna einnig að þegar neyðarástand skapast eykst hættan á kynbundnu ofbeldi svo um munar. Þetta á bæði við á átakasvæðum og við náttúruhamfarir. Áhersla Rauða kross hreyfingarinnar í 16 daga átakinu í ár miðar að því að minna á þessa staðreynd og hvetja alla viðbragðsaðila – þar á meðal ríkisstjórnir - til að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, áður en því er beitt. Neyðarástand eykur kynbundið ofbeldi Ein tegund kynbundins ofbeldis sem vitað er að eykst í neyð er ofbeldi maka, oftast ofbeldi karla gegn konum. Missir, afkomuótti og óstöðugleiki ýta undir aukið heimilisofbeldi. Tíðni nauðgana eykst sömuleiðis. Þegar átök brjótast út er kynferðislegt ofbeldi því miður oft notað sem vopn, gegn öllum kynjum. Þegar fjölskyldur missa heimili sín er öryggi oft ábótavant, sérstaklega fyrir konur og stúlkur í nýjum búsetuúrræðum, þar sem þær þurfa oft að deila svefnstað og salernisaðstöðu með ókunnugum. Aukin fátækt veldur því að fjölskyldur verða líklegri til að gifta ungar dætur sínar og mansal og vændi eykst. „Ef það er fyrirsjáanlegt, er hægt að koma í veg fyrir það“ Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru starfrækt í flestöllum löndum í heiminum, eða í 191 landi. Öll landsfélög Rauða krossins starfa eftir sömu hugsjón og sömu grunngildum. Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn hefur sérhæft sig í um allan heim er neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum. Nú vinnum við að því með samstarfsfélögum okkar víða um heim að tryggja að öll þjónusta hreyfingarinnar fyrir fólk í neyð sé hönnuð til að draga úr hættu á kynbundnu ofbeldi. Ýmsum aðgerðum er auðvelt að hrinda í framkvæmd. Flóttamannabúðir, móttökumiðstöðvar og önnur skýli fyrir fólk á vergangi, er hægt að hanna til að veita aukið öryggi, frekar en hið gangstæða. Til dæmis með því að hafa almenningssvæði og salerni upplýst og hafa lása á salernum og sturtum. Einnig með því að tryggja að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar sem veitaneyðarþjónustu hafi hlotið þjálfun um kynbundið ofbeldi, hvernig megi koma í veg fyrir það og hvernig eigi að bregðast við ef slík tilfelli koma upp. Það mikilvægasta er þó að hlusta á fólkið sem á að aðstoða, veita því tækifæri til að ákvarða hvaða aðstoð það kjósi og hvernig það vilji að sú aðstoð sé veitt. Gefa fólki tækifæri til að veita endurgjöf og bæta síðan aðstoðina samkvæmt því. Skjót viðbrögð, skjót endurreisn – fyrir öll Til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi er nauðsynlegt að aðhafast áður en ofbeldið á sér stað og sníða alla neyðaraðstoð út frá þessum áhættuþætti. Þess vegna biðlum við til stjórnvalda og allra viðbragðsaðila nær og fjær, að tryggja að neyðaraðstoð sé veitt með viðeigandi hætti, og að allt starfsfólk hljóti viðeigandi þjálfun. Endurreisn samfélaga snýst ekki einungis um að endurbyggja heimili, heldur einnig um að tryggja skjólstæðingum okkar örugga framtíð. Þetta á ekki bara við um neyðarviðbrögð, heldur alls kyns aðgerðir og þjónustu hér heima og erlendis. Það er nauðsynlegt að fjárfesta enn frekar í fyrirbyggjandi aðgerðum. Kynbundið ofbeldi er fyrirsjáanlegt - þess vegna getum við stöðvað það. Höfundur er verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun