Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. desember 2024 19:35 Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla ræddi ákvörðun borgaryfirvalda í Kvöldfréttum. Vísir Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt aftur til að byggður verði safnskóli fyrir áttunda til tíund bekk í Laugarneshverfi og yngri bekkirnir skiptist niður á þá skóla sem fyrir eru. Foreldrar í Laugarneshverfi hafa lengi verið í viðræðum við borgaryfirvöld um skólabyggingar í hverfinu. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla er þeirra á meðal. „Í fyrsta lagi líst okkur náttúrlega bara mjög vel á að það sé búið að taka ákvörðun. Að það sé komin einhver ákvörðun í þessu máli. En að því sögðu þá var tekin ákvörðun fyrir tveimur árum síðan og sú ákvörðun hugnaðist okkur betur heldur en þessi nýja ákvörðun.“ Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti að falla frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi og byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru. Þess í stað verði byggður safnskóli í Laugardal fyrir unglingadeildir Laugalækjar- og Langholtsskóla. Sjá einnig: Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Fyrri áformin höfðu verið samþykkt hjá skóla- og frístundaráði og hjá borgarráði áður en ákveðið var að falla frá þeim. „Og þar með héldum við að málið væri komið í höfn. En svo var bara svo sannarlega ekki. Borgin ákvað annað og borgin hefur valdið,“ segir Eyrún. Af hverju líst ykkur ekki vel á safnskóla? „Þetta hefur ekkert endilega með safnskólann að gera sem slíkan. Hér er mjög rótgróið og farsælt skólahverfi. Þetta eru mjög farsælir skólar sem byggja þetta hverfi. Við vildum halda í þá skóla og þá skólagerð sem hér er, af því að hún er farsæl.“ Munið þið, þrátt fyrir þetta, una þessari ákvörðun borgaryfirvalda? „Við höfum barist mjög lengi við borgina, og ekki bara við foreldrar heldur allt skólasamfélagið,“ segir Eyrún. Skólastjórnendur, kennarar, annað starfsfólk og nemendur hafi barist fyrir því að skólarnir yrðu stækkaðir. „Við börðumst við borgina með viljann að vopni. Við ráðum ekki við þetta ægivald. Þannig að eins og staðan er núna verðum við bara að halda áfram.“ Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt aftur til að byggður verði safnskóli fyrir áttunda til tíund bekk í Laugarneshverfi og yngri bekkirnir skiptist niður á þá skóla sem fyrir eru. Foreldrar í Laugarneshverfi hafa lengi verið í viðræðum við borgaryfirvöld um skólabyggingar í hverfinu. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla er þeirra á meðal. „Í fyrsta lagi líst okkur náttúrlega bara mjög vel á að það sé búið að taka ákvörðun. Að það sé komin einhver ákvörðun í þessu máli. En að því sögðu þá var tekin ákvörðun fyrir tveimur árum síðan og sú ákvörðun hugnaðist okkur betur heldur en þessi nýja ákvörðun.“ Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti að falla frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi og byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru. Þess í stað verði byggður safnskóli í Laugardal fyrir unglingadeildir Laugalækjar- og Langholtsskóla. Sjá einnig: Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Fyrri áformin höfðu verið samþykkt hjá skóla- og frístundaráði og hjá borgarráði áður en ákveðið var að falla frá þeim. „Og þar með héldum við að málið væri komið í höfn. En svo var bara svo sannarlega ekki. Borgin ákvað annað og borgin hefur valdið,“ segir Eyrún. Af hverju líst ykkur ekki vel á safnskóla? „Þetta hefur ekkert endilega með safnskólann að gera sem slíkan. Hér er mjög rótgróið og farsælt skólahverfi. Þetta eru mjög farsælir skólar sem byggja þetta hverfi. Við vildum halda í þá skóla og þá skólagerð sem hér er, af því að hún er farsæl.“ Munið þið, þrátt fyrir þetta, una þessari ákvörðun borgaryfirvalda? „Við höfum barist mjög lengi við borgina, og ekki bara við foreldrar heldur allt skólasamfélagið,“ segir Eyrún. Skólastjórnendur, kennarar, annað starfsfólk og nemendur hafi barist fyrir því að skólarnir yrðu stækkaðir. „Við börðumst við borgina með viljann að vopni. Við ráðum ekki við þetta ægivald. Þannig að eins og staðan er núna verðum við bara að halda áfram.“
Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira