Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 16:32 Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, segir Rússa undirbúa langvarandi átök við Vesturlönd. AP/Virginia Mayo Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf er á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og hækka þarf fjárútlát til varnarmála, því það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. Þetta sagði Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri NATO, í ræðu í Brussel í dag. Þar sagði hann að Rússar væru þegar byrjaðir að undirbúa langvarandi átök gegn Úkraínu og gegn NATO. „Við erum ekki tilbúin fyrir það sem við munum standa frammi fyrir eftir fjögur til fimm ár.“ Meðal annars ræddi hann um fjölgun tölvuárása frá Rússlandi, banatilræðum og svokölluðum blönduðum hernaði, sem ætlað væri að grafa undan samstöðu á Vesturlöndum. Rutte er ekki sá fyrsti sem varar við hættunni á blönduðum hernaði Rússa. Það gerði Bruno Kahl, yfirmaður einnar af leyniþjónustum Þýskalands, einnig nýverið. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Hann vísaði einnig til þess að ráðamenn í Kína virtust staðráðnir í því að byggja áfram upp hersveitir sínar og horfðu girndaraugum til Taívan, samkvæmt frétt Sky News. Rutte sagði tíma til kominn að auka fjárveitingar til varnarmála og auka hergagnaframleiðslu. Einnig þyrfti fólk að breyta hugarfari þeirra. Öryggisástand heimsins hefði ekki verið eins slæmt á hans lífstíð. Samhliða ræðu Rutte birti NATO meðfylgjandi myndband á samfélagsmiðlum Bandalagsins. Innan NATO hefur verið sett sú stefna að öll aðildarríki eigi að verja að minnsta kosti tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála á komandi árum. Búist er við því að 23 af 32 ríkjum NATO nái þessu markmiði á þessu ári. Rutte sagði það ekki duga til. Vísaði hann til þess að á tímum kalda stríðsins hafi þessi tala víðsvegar farið yfir þrjú prósent. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur einnig kallað eftir því að bandamenn Bandaríkjanna verji þremur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Sjá einnig: „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Samkvæmt Reuters kallaði Rutte eftir því að ríkisstjórn aðildarríkja hættu reisa tálma í vegi hvors annars þegar kæmi að hergagnaframleiðslu og á öðrum sviðum. Þá hvatti hann forsvarsmenn fyrirtækja í hergagnaframleiðslu að taka áhættu og sýna frumkvæði. NATO Hernaður Donald Trump Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi. 9. desember 2024 08:53 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02 Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur tilkynnt að Norðmenn ætli sér að auka fjárhagslegan stuðning við Úkraínumenn á næsta ári, eftir að hafa ákveðið að draga töluvert úr honum. Í heildina stendur til að veita Úkraínumönnum að minnsta kosti þrjátíu milljarða norskra króna á næsta ári, eftir viðræður við stjórnarandstöðuna. 27. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Þetta sagði Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri NATO, í ræðu í Brussel í dag. Þar sagði hann að Rússar væru þegar byrjaðir að undirbúa langvarandi átök gegn Úkraínu og gegn NATO. „Við erum ekki tilbúin fyrir það sem við munum standa frammi fyrir eftir fjögur til fimm ár.“ Meðal annars ræddi hann um fjölgun tölvuárása frá Rússlandi, banatilræðum og svokölluðum blönduðum hernaði, sem ætlað væri að grafa undan samstöðu á Vesturlöndum. Rutte er ekki sá fyrsti sem varar við hættunni á blönduðum hernaði Rússa. Það gerði Bruno Kahl, yfirmaður einnar af leyniþjónustum Þýskalands, einnig nýverið. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Hann vísaði einnig til þess að ráðamenn í Kína virtust staðráðnir í því að byggja áfram upp hersveitir sínar og horfðu girndaraugum til Taívan, samkvæmt frétt Sky News. Rutte sagði tíma til kominn að auka fjárveitingar til varnarmála og auka hergagnaframleiðslu. Einnig þyrfti fólk að breyta hugarfari þeirra. Öryggisástand heimsins hefði ekki verið eins slæmt á hans lífstíð. Samhliða ræðu Rutte birti NATO meðfylgjandi myndband á samfélagsmiðlum Bandalagsins. Innan NATO hefur verið sett sú stefna að öll aðildarríki eigi að verja að minnsta kosti tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála á komandi árum. Búist er við því að 23 af 32 ríkjum NATO nái þessu markmiði á þessu ári. Rutte sagði það ekki duga til. Vísaði hann til þess að á tímum kalda stríðsins hafi þessi tala víðsvegar farið yfir þrjú prósent. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur einnig kallað eftir því að bandamenn Bandaríkjanna verji þremur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Sjá einnig: „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Samkvæmt Reuters kallaði Rutte eftir því að ríkisstjórn aðildarríkja hættu reisa tálma í vegi hvors annars þegar kæmi að hergagnaframleiðslu og á öðrum sviðum. Þá hvatti hann forsvarsmenn fyrirtækja í hergagnaframleiðslu að taka áhættu og sýna frumkvæði.
NATO Hernaður Donald Trump Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi. 9. desember 2024 08:53 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02 Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur tilkynnt að Norðmenn ætli sér að auka fjárhagslegan stuðning við Úkraínumenn á næsta ári, eftir að hafa ákveðið að draga töluvert úr honum. Í heildina stendur til að veita Úkraínumönnum að minnsta kosti þrjátíu milljarða norskra króna á næsta ári, eftir viðræður við stjórnarandstöðuna. 27. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20
Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi. 9. desember 2024 08:53
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52
Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02
Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur tilkynnt að Norðmenn ætli sér að auka fjárhagslegan stuðning við Úkraínumenn á næsta ári, eftir að hafa ákveðið að draga töluvert úr honum. Í heildina stendur til að veita Úkraínumönnum að minnsta kosti þrjátíu milljarða norskra króna á næsta ári, eftir viðræður við stjórnarandstöðuna. 27. nóvember 2024 07:02