Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifa 13. desember 2024 08:32 Samfélag og samhengi eru lykilatriði í allri sköpunarvinnu og hönnun. Fyrir hvað erum við að hanna, við hverja ætlum við að tala og hvaða skilaboð viljum við senda. Þetta á við hvort sem við erum starfandi listamenn eða stjórnendur að skapa listaverk eða skipulagsheildir. Í heimi stöðugrar þróunar er ólíklegt að við getum til eilífðarnóns haldið áfram með sömu verkfæratöskuna, sömu skilaboðin, sömu kerfin, sömu þekkinguna og sömu færnina. Við einfaldlega verðum að uppfæra og endurræsa. Sköpun í síbreytilegu umhverfi Í sögunni um litlu gulu hænuna leitar hún liðsinnis hjá öðrum dýrum við að planta fræi, en ekkert dýranna verður við þeirri ósk. Eins fer þegar hún biður um hjálp við uppskeruna, þreskingu, mölun og bakstur. En þegar kemur að því að borða brauðið bregður svo við að öll dýrin vilja hjálpa henni. En þá er það um seinan, og hún ákveður að neyta brauðsins sjálf. Þó að við höfum skýra sýn og trúum á árangur erfiðis og ríklega uppskeru getur sannarlega verið erfitt að vinna aðra á sitt band og knýja fram breytingar. En öðruvísi verður engin framþróun. Breytingar eru ekki átaksverkefni, þær ættu að vera eðlilegur hluti af okkar daglegu störfum, eðlilegt viðbragð við stöðugri þróun samfélagsins í kringum okkur. Í því felst hvorki tap eða uppgjöf. Breytingar fela það eitt í sér að við áttum okkur á því að landslagið er annað fyrir framan okkur en í baksýnisspeglinum. Og er ekki óhætt að ganga út frá því að við ætlum okkur áfram en ekki aftur á bak? Það er stórt verkefni að skapa menningu sem fagnar breytingum og framþróun og enn stærra verkefni að leiða breytingar með þeim hætti að tilætlaður árangur náist. Markmið breytinga er oft auðfundið en framkvæmdin flóknari, enda getur útfærslan verið tímafrek, fjölþætt og flókin. Breytingaverkefni krefjast hugrekkis allra sem að málum koma, krefjast þess að við hugsum út fyrir rammann og séum skapandi en þau krefjast þess líka að við höfum þekkingu og skilning á áhrifaþáttum og leiðum sem eru í boði. Að takast á við óöryggiÓöryggi kallar fram varnarviðbrögð og er í raun erkióvinur breytinga. Til að takast á við óöryggi er mikilvægt að veita upplýsingar, stöðuga þjálfun og stuðning. Það þarf að skapa traust og öruggara umhverfi, sem er nauðsynlegt til að sköpunargleðin nái að brjótast fram.Þó að litla gula hænan hafi sennilega ekki skilgreint brauðbaksturinn sem stórt breytingaverkefni þá endurspeglaðist í hennar vegferð afstaða sem oft birtist í slíkum verkefnum. Fæstir vilja breyta hjá sér en flestir vilja njóta afrakstursins. Er ekki hugmyndin um breytingar oftast góð þangað til kemur að okkur sjálfum?Íslenskt samfélag og hönnunÍslenskt samfélag stendur frammi fyrir mörgum áskorunum sem krefjast nýrra nálgunar í stjórnun. Til þess að mæta þeim er mikilvægt að styðjast við hugmyndafræði breytingastjórnunar – að fyrirtæki og stofnanir séu ekki aðeins viðbragðsmiðaðar heldur horfi fram á við, einungis þannig skynja þau þróunina í tíma og eru fær um að bregðast við. Til að ná árangri í breytingum, er mikilvægt að skilgreina og fylkja liði um sameiginleg markmið og gildi. Það skapar einingu og samstöðu innan skipulagsheilda og er lykilatriði í því að leiða fram nýjar hugmyndir og innleiða breytingar á árangursríkan hátt. Að gróðursetja „hveitifræin“ í formi hugmynda og nýsköpunar er næsta skref í að tryggja sjálfbærni og þróun í samfélaginu.Höfundar eru eigendur ráðgjafafyrirtækjanna Attentus og Expectus. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hjá Expectus og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Samfélag og samhengi eru lykilatriði í allri sköpunarvinnu og hönnun. Fyrir hvað erum við að hanna, við hverja ætlum við að tala og hvaða skilaboð viljum við senda. Þetta á við hvort sem við erum starfandi listamenn eða stjórnendur að skapa listaverk eða skipulagsheildir. Í heimi stöðugrar þróunar er ólíklegt að við getum til eilífðarnóns haldið áfram með sömu verkfæratöskuna, sömu skilaboðin, sömu kerfin, sömu þekkinguna og sömu færnina. Við einfaldlega verðum að uppfæra og endurræsa. Sköpun í síbreytilegu umhverfi Í sögunni um litlu gulu hænuna leitar hún liðsinnis hjá öðrum dýrum við að planta fræi, en ekkert dýranna verður við þeirri ósk. Eins fer þegar hún biður um hjálp við uppskeruna, þreskingu, mölun og bakstur. En þegar kemur að því að borða brauðið bregður svo við að öll dýrin vilja hjálpa henni. En þá er það um seinan, og hún ákveður að neyta brauðsins sjálf. Þó að við höfum skýra sýn og trúum á árangur erfiðis og ríklega uppskeru getur sannarlega verið erfitt að vinna aðra á sitt band og knýja fram breytingar. En öðruvísi verður engin framþróun. Breytingar eru ekki átaksverkefni, þær ættu að vera eðlilegur hluti af okkar daglegu störfum, eðlilegt viðbragð við stöðugri þróun samfélagsins í kringum okkur. Í því felst hvorki tap eða uppgjöf. Breytingar fela það eitt í sér að við áttum okkur á því að landslagið er annað fyrir framan okkur en í baksýnisspeglinum. Og er ekki óhætt að ganga út frá því að við ætlum okkur áfram en ekki aftur á bak? Það er stórt verkefni að skapa menningu sem fagnar breytingum og framþróun og enn stærra verkefni að leiða breytingar með þeim hætti að tilætlaður árangur náist. Markmið breytinga er oft auðfundið en framkvæmdin flóknari, enda getur útfærslan verið tímafrek, fjölþætt og flókin. Breytingaverkefni krefjast hugrekkis allra sem að málum koma, krefjast þess að við hugsum út fyrir rammann og séum skapandi en þau krefjast þess líka að við höfum þekkingu og skilning á áhrifaþáttum og leiðum sem eru í boði. Að takast á við óöryggiÓöryggi kallar fram varnarviðbrögð og er í raun erkióvinur breytinga. Til að takast á við óöryggi er mikilvægt að veita upplýsingar, stöðuga þjálfun og stuðning. Það þarf að skapa traust og öruggara umhverfi, sem er nauðsynlegt til að sköpunargleðin nái að brjótast fram.Þó að litla gula hænan hafi sennilega ekki skilgreint brauðbaksturinn sem stórt breytingaverkefni þá endurspeglaðist í hennar vegferð afstaða sem oft birtist í slíkum verkefnum. Fæstir vilja breyta hjá sér en flestir vilja njóta afrakstursins. Er ekki hugmyndin um breytingar oftast góð þangað til kemur að okkur sjálfum?Íslenskt samfélag og hönnunÍslenskt samfélag stendur frammi fyrir mörgum áskorunum sem krefjast nýrra nálgunar í stjórnun. Til þess að mæta þeim er mikilvægt að styðjast við hugmyndafræði breytingastjórnunar – að fyrirtæki og stofnanir séu ekki aðeins viðbragðsmiðaðar heldur horfi fram á við, einungis þannig skynja þau þróunina í tíma og eru fær um að bregðast við. Til að ná árangri í breytingum, er mikilvægt að skilgreina og fylkja liði um sameiginleg markmið og gildi. Það skapar einingu og samstöðu innan skipulagsheilda og er lykilatriði í því að leiða fram nýjar hugmyndir og innleiða breytingar á árangursríkan hátt. Að gróðursetja „hveitifræin“ í formi hugmynda og nýsköpunar er næsta skref í að tryggja sjálfbærni og þróun í samfélaginu.Höfundar eru eigendur ráðgjafafyrirtækjanna Attentus og Expectus. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hjá Expectus og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun