Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon og Þórarinn Guðjónsson skrifa 13. desember 2024 14:00 Nú þegar umræður um nýja ríkisstjórn fara fram er rétt að minna á að fáar stofnanir í nútímasamfélagi hafa jafn víðtæku hlutverki að gegna og háskólar. Í pólitískri umræðu hefur verið sátt um mikilvægi háskólastarfs, allt frá tímamótasamningi á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Samningur þessi lagði grunn að eflingu háskólakerfisins í heild. Í sameiginlegri yfirlýsingu Alþingis og ríkisstjórnar sem fylgdi samningnum sagði: Tilkoma skólans markaði tímamót í sögu þjóðarinnar, í menningarlífi hennar og rannsóknastarfsemi og í þá öld sem liðin er frá stofnun hans hefur hann verið grunnundirstaða æðri menntunar í landinu, verið skóli allrar þjóðarinnar og máttarstólpi þess þekkingarsamfélags sem einkennir íslensku þjóðina í dag. Þessi yfirlýsing markaði tímamót. Stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að taka höndum saman við háskólasamfélagið um metnaðarfulla uppbyggingu. Þar átti meðal annars að byggja upp mennta- og vísindakerfi sem væri í fremstu röð meðal þjóða og starfaði í nánum tengslum við atvinnulíf. Einnig átti að styrkja grundvöll kennslu, rannsókna og fræða í landinu öllu og byggja með skipulegum hætti upp starfsemi sem miðaði að því að nýta, afla og miðla þekkingu. Þá átti að tryggja að háskólastarfsemi þjónaði því markmiði að efla og rækta menningu, tungu, og menningararf. Það sem fyllti háskólafólk bjartsýni og metnaði var að þessum sáttmála fylgdi tölusett og metnaðarfullt markmið um fjármögnun. Þó ýmislegt hafi áunnist hafa markmið fjármögnunar ekki staðist. Nú eru blikur á lofti og má sjá rannsóknavirkni innan mikilvægra sviða háskólans fara dalandi. Þar vegur niðurskurður til rannsóknarsjóðs Vísinda- og nýsköpunarráðs þungt. Háskólar eru kjölfesta framfara og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Án háskólamenntunar yrði nýsköpun lítil, þekkingararfur takmarkaður, stjórnun og uppbygging fyrirtækja brothætt og menning okkar fátækari. Hægt er að fullyrða að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem starfa í þekkingargeiranum þar með talið sjávarútvegi, ferðamennsku, verkfræði, raunvísindum, heilbrigðisvísindum, félagsvísindum og menntavísindum eru verðmætaskapandi og byggja á starfsfólki með háskólamenntun. En það snýst ekki allt um verðmætasköpun. Háskólanám eflir gagnrýna og skapandi hugsun og þolimæði gagnvart ólíkum skoðunum og byggir undir siðferðisviðmið samfélagsins. Það leggur einnig grunn að menntun allra kennara frá leikskólastigi til háskóla. Við yrðum fátæk án öflugra háskóla. Háskóli Íslands hefur tekið grundvallarbreytingum á síðustu tveimur áratugum. Skólinn er auk þess að vera menntastofnun á grunnstigi háskólanáms alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem býður upp á fjölbreyttar námsbrautir á meistara- og doktorsstigi. Hann gegnir því sífellt stærra hlutverki við að treysta í sessi undirstöður atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Nú er lag að endurvekja metnaðarfull áform um fjárfestingu í háskólum og háskólamenntun. Ef framlög til háskólamenntunar yrðu til samræmis við nágrannaþjóðir okkar mætti tryggja áframhaldandi þróun háskólastigsins. Með slíkri fjárfestingu mætti endurskoða og efla umgjörð rannsóknartengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Það mætti efla innviði og aðstöðu fyrir mannauð háskóla og stuðla að nýliðun. Það mætti efla rannsóknir á öllum sviðum og efla rannsóknarvitund nemenda á öllum stigum háskólanáms. Það myndi skapa grundvöll fyrir auknu samstarfi fræðasviða við kennslu og rannsóknir. Auk þess er afar brýnt að huga að því að nemendum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Nú er rétti tíminn til að endurnýja heit um fjármögnun háskólamenntunar og -rannsókna. Háskólasamfélagið er reiðubúið að sýna metnað og ábyrgð til að tryggja að auknu fjármagni muni leiða til framfara í öllum þáttum háskólastarfs. Þannig fjárfestum við í framtíðinni. Þannig sköpum við betra samfélag. Höfundar eru prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Magnús Karl Magnússon Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú þegar umræður um nýja ríkisstjórn fara fram er rétt að minna á að fáar stofnanir í nútímasamfélagi hafa jafn víðtæku hlutverki að gegna og háskólar. Í pólitískri umræðu hefur verið sátt um mikilvægi háskólastarfs, allt frá tímamótasamningi á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Samningur þessi lagði grunn að eflingu háskólakerfisins í heild. Í sameiginlegri yfirlýsingu Alþingis og ríkisstjórnar sem fylgdi samningnum sagði: Tilkoma skólans markaði tímamót í sögu þjóðarinnar, í menningarlífi hennar og rannsóknastarfsemi og í þá öld sem liðin er frá stofnun hans hefur hann verið grunnundirstaða æðri menntunar í landinu, verið skóli allrar þjóðarinnar og máttarstólpi þess þekkingarsamfélags sem einkennir íslensku þjóðina í dag. Þessi yfirlýsing markaði tímamót. Stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að taka höndum saman við háskólasamfélagið um metnaðarfulla uppbyggingu. Þar átti meðal annars að byggja upp mennta- og vísindakerfi sem væri í fremstu röð meðal þjóða og starfaði í nánum tengslum við atvinnulíf. Einnig átti að styrkja grundvöll kennslu, rannsókna og fræða í landinu öllu og byggja með skipulegum hætti upp starfsemi sem miðaði að því að nýta, afla og miðla þekkingu. Þá átti að tryggja að háskólastarfsemi þjónaði því markmiði að efla og rækta menningu, tungu, og menningararf. Það sem fyllti háskólafólk bjartsýni og metnaði var að þessum sáttmála fylgdi tölusett og metnaðarfullt markmið um fjármögnun. Þó ýmislegt hafi áunnist hafa markmið fjármögnunar ekki staðist. Nú eru blikur á lofti og má sjá rannsóknavirkni innan mikilvægra sviða háskólans fara dalandi. Þar vegur niðurskurður til rannsóknarsjóðs Vísinda- og nýsköpunarráðs þungt. Háskólar eru kjölfesta framfara og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Án háskólamenntunar yrði nýsköpun lítil, þekkingararfur takmarkaður, stjórnun og uppbygging fyrirtækja brothætt og menning okkar fátækari. Hægt er að fullyrða að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem starfa í þekkingargeiranum þar með talið sjávarútvegi, ferðamennsku, verkfræði, raunvísindum, heilbrigðisvísindum, félagsvísindum og menntavísindum eru verðmætaskapandi og byggja á starfsfólki með háskólamenntun. En það snýst ekki allt um verðmætasköpun. Háskólanám eflir gagnrýna og skapandi hugsun og þolimæði gagnvart ólíkum skoðunum og byggir undir siðferðisviðmið samfélagsins. Það leggur einnig grunn að menntun allra kennara frá leikskólastigi til háskóla. Við yrðum fátæk án öflugra háskóla. Háskóli Íslands hefur tekið grundvallarbreytingum á síðustu tveimur áratugum. Skólinn er auk þess að vera menntastofnun á grunnstigi háskólanáms alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem býður upp á fjölbreyttar námsbrautir á meistara- og doktorsstigi. Hann gegnir því sífellt stærra hlutverki við að treysta í sessi undirstöður atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Nú er lag að endurvekja metnaðarfull áform um fjárfestingu í háskólum og háskólamenntun. Ef framlög til háskólamenntunar yrðu til samræmis við nágrannaþjóðir okkar mætti tryggja áframhaldandi þróun háskólastigsins. Með slíkri fjárfestingu mætti endurskoða og efla umgjörð rannsóknartengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Það mætti efla innviði og aðstöðu fyrir mannauð háskóla og stuðla að nýliðun. Það mætti efla rannsóknir á öllum sviðum og efla rannsóknarvitund nemenda á öllum stigum háskólanáms. Það myndi skapa grundvöll fyrir auknu samstarfi fræðasviða við kennslu og rannsóknir. Auk þess er afar brýnt að huga að því að nemendum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Nú er rétti tíminn til að endurnýja heit um fjármögnun háskólamenntunar og -rannsókna. Háskólasamfélagið er reiðubúið að sýna metnað og ábyrgð til að tryggja að auknu fjármagni muni leiða til framfara í öllum þáttum háskólastarfs. Þannig fjárfestum við í framtíðinni. Þannig sköpum við betra samfélag. Höfundar eru prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun