Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. desember 2024 22:10 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að búast megi við víðtækum vöruhækkunum eftir áramót. Stöð 2 Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin. Íslenskt grænmeti gæti til að mynda hækkað um allt að tólf prósent og þá er von á því að kjöt, mjólkurvörur, kaffi og súkkulaði hækki einnig. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi við Margréti Helgu fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um hækkanirnar. Grænmeti, kjöt og mjólkurvörur muni hækka Í hvaða vöruflokkum verða mestar hækkanir? „Ég hef ekki tæmandi upplýsingar um vöruflokkana en þetta eru vörur á borð við kaffi, súkkulaði eins og hefur verið í fréttum, olíur ýmsar, grænmeti, kjöt, mjólkurvörur og svo má búast við hækkunum á ýmsu gosi og drykkjum. Og jafnvel hveiti,“ sagði Benedikt. Hvaða prósentur erum við að tala um? Hversu hátt gæti þetta farið? „Það sem manni heyrist er að lægstu prósenturnar eru í kringum þrjú prósent en þær hæstu hlaupa hátt í tuttugu prósent. Ef horft er lengra aftur í tímann má nú alveg sjá að einstakir vöruflokkar hafa hækkað um tugi prósenta. Þannig að það er erfitt að koma fingri nákvæmlega á prósentur,“ sagði hann. Uppskerubrestir og hækkun á rafmagnsverði Benedikt segir að skipta megi verðhækkununum í tvo flokka. „Innfluttar vörur eru í einhverjum tilfellum að hækka, meðal annars vegna uppskerubrests erlendis og skemmda sem hafa orðið á plöntum. Svo er önnur þróun sem hefur orðið á hrávörumörkuðum sem er að valda og hefur valdið hækkunum,“ sagði hann. „Svo eru það þessar innlendu vörur, það eru stórir þættir á borð við verulega hækkun á rafmagnsverði um áramótin sem hefur gífurleg áhrif á garðyrkjubændur og alla iðnaðarframleiðslu.“ Mögulegar verðlækkanir á olíuverði framundan Ekki sé þó ástæða til að örvænta. Breytingar á olíuverði gætu leitt til verðlækkana á næsta ári. Er eitthvað jákvætt í kortunum í þessu tilliti á komandi ári? „Jújú, það lítur út fyrir það. Olíuverð er ráðandi þáttur í verðlagningu vara með einum eða öðrum þætti. Spár manna virðast vera þær að það verði meira framboð en eftirspurn sem gæti þá leitt til verðlækkana á olíu sem ætti að hafa jákvæð áhrif á allar vörur og þjónustu. Það eru engar aðrar fréttir af einhverjum áföllum sem ættu að valda frekari hækkunum. Þannig ég held að það sé ekki ástæða til að örvænta eða hafa miklar áhyggjur.“ Verslun Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Matur Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi við Margréti Helgu fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um hækkanirnar. Grænmeti, kjöt og mjólkurvörur muni hækka Í hvaða vöruflokkum verða mestar hækkanir? „Ég hef ekki tæmandi upplýsingar um vöruflokkana en þetta eru vörur á borð við kaffi, súkkulaði eins og hefur verið í fréttum, olíur ýmsar, grænmeti, kjöt, mjólkurvörur og svo má búast við hækkunum á ýmsu gosi og drykkjum. Og jafnvel hveiti,“ sagði Benedikt. Hvaða prósentur erum við að tala um? Hversu hátt gæti þetta farið? „Það sem manni heyrist er að lægstu prósenturnar eru í kringum þrjú prósent en þær hæstu hlaupa hátt í tuttugu prósent. Ef horft er lengra aftur í tímann má nú alveg sjá að einstakir vöruflokkar hafa hækkað um tugi prósenta. Þannig að það er erfitt að koma fingri nákvæmlega á prósentur,“ sagði hann. Uppskerubrestir og hækkun á rafmagnsverði Benedikt segir að skipta megi verðhækkununum í tvo flokka. „Innfluttar vörur eru í einhverjum tilfellum að hækka, meðal annars vegna uppskerubrests erlendis og skemmda sem hafa orðið á plöntum. Svo er önnur þróun sem hefur orðið á hrávörumörkuðum sem er að valda og hefur valdið hækkunum,“ sagði hann. „Svo eru það þessar innlendu vörur, það eru stórir þættir á borð við verulega hækkun á rafmagnsverði um áramótin sem hefur gífurleg áhrif á garðyrkjubændur og alla iðnaðarframleiðslu.“ Mögulegar verðlækkanir á olíuverði framundan Ekki sé þó ástæða til að örvænta. Breytingar á olíuverði gætu leitt til verðlækkana á næsta ári. Er eitthvað jákvætt í kortunum í þessu tilliti á komandi ári? „Jújú, það lítur út fyrir það. Olíuverð er ráðandi þáttur í verðlagningu vara með einum eða öðrum þætti. Spár manna virðast vera þær að það verði meira framboð en eftirspurn sem gæti þá leitt til verðlækkana á olíu sem ætti að hafa jákvæð áhrif á allar vörur og þjónustu. Það eru engar aðrar fréttir af einhverjum áföllum sem ættu að valda frekari hækkunum. Þannig ég held að það sé ekki ástæða til að örvænta eða hafa miklar áhyggjur.“
Verslun Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Matur Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55