Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar 18. desember 2024 08:30 Almenn umræða um orkuskort á Íslandi er að aukast verulega. Jarðhræringar á Reykjanesi og sögulega lág vatnsstaða í lónum Landsvirkjunar hafa meðal annars undirstrikað þá staðreynd að skortur er á raforku í landinu. Við lifum óvenjulega tíma í þessum efnum og ástæða er til að íhuga hvernig best skuli brugðist við stöðunni. Raforkuöryggi almennings þarf að tryggja betur Þegar raforkumarkaður var gefinn frjáls árið 2003 var orkuöryggishlutverk Landsvirkjunar afnumið. Fyrirtækinu bar ekki lengur skylda til að tryggja almenningi orku. Þetta var í takti við þróun erlendis og ekki óeðlilegt. Lagasetning sem á að tryggja nægt framboð raforku til almennings og smærri fyrirtækja með almennari hætti hefur þó setið á hakanum hérlendis, öfugt við mörg önnur lönd sem við berum okkur saman við. Umræða um orkuöryggi hefur þó skotið upp kollinum af og til. Árið 2022 vann starfshópur tillögur fyrir ráðherra um framboðsskyldu á alla orkuframleiðendur. Það þýðir að raforkuframleiðendur yrðu skyldugir til að bjóða orku inn á almennan markað í réttu hlutfalli við heildarframleiðslu sína. Tökum dæmi: Framleiðandi sem framleiðir samtals 1% af allri orku í landinu yrði að tryggja 1% af raforkuþörf almennra raforkunotenda. Þessi einfalda aðferð myndi tryggja orkuöryggi almennings til framtíðar. Það er miður að þessi framboðsskylda hafi enn ekki náð fram að ganga. Án framboðsskyldu má til dæmis stofna nýtt fyrirtæki í vindorkuframleiðslu sem eingöngu selur orku til stórnotenda. Landsvirkjun uppfyllir ekki slíka framboðsskyldu til almennings í dag, þótt hún sé á góðri leið með það, en HS Orka gerir það ríkulega og Orka Náttúrunnar einnig. Raforkumarkaðir að þróast Þar sem frjálsir raforkumarkaðir eru til staðar leika þeir víða stórt hlutverk í að tryggja raforkuöryggi. Í lögum um Landsnet er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hefur heimild til stofnunar raforkumarkaðar, enda sé skipulagður markaður forsenda heilbrigðra viðskipta. Hér hefur verið brotalöm á framkvæmd. Stofna átti raforkumarkaðinn ISBAS árið 2008 en því var frestað þar sem ekki þótti skynsamlegt að stofna raforkukauphöll í miðju efnahagshruni. Á eftirhrunsárunum var gerð tilraun og þá stóð til að Landsvirkjun yrði viðskiptavaki sem bæði keypti og seldi orku á markaði. Það gekk ekki eftir. Á árinu 2024 hefur orðið mikil breyting á þessu. Í stað þess að enginn markaður sé til staðar hafa tvö félög sem reka raforkumarkað hafið starfsemi, Vonarskarð og ELMA, dótturfyrirtæki Landsnets. Markaður hefur verið virkur og hafa flestir raforkuframleiðendur tekið þátt í honum bæði sem kaupendur og seljendur. Að undanförnu hefur Landsvirkjun einnig verið að kaupa orku. Við kaupin er hægt að minnka framleiðslu á móti og geyma vatnsforðann lengur í miðlunarlónum. Markaðurinn stuðlar þannig að því að miðlunargeta Landsvirkjunar nýtist betur. Stórnotendur hluti af lausninni Ítrekað hefur verið gefið í skyn í umræðu um raforkumál að heildsölufyrirtæki raforku kaupi orku af markaði og selji áfram til stórnotenda. Það sé freistandi því þeir borgi betur en almenningur. Orka „leki” þannig á milli „markaða”. Því er haldið fram að vegna þessa freistnivanda sé Landsvirkjun í vandræðum þar sem kaupendum, sem kaupa orkuna af Landsvirkjun, sé ekki treystandi. Einmitt hið gagnstæða er reynsla okkar hjá HS Orku. HS Orka hefur átt í góðu samstarfi við stórnotendur og samið um minnkaða sölu eða endurkaup þegar þörf er á því. Stórnotendur eru ekki vandinn í þessu samhengi heldur hluti af lausninni. Það er þó mikilvægt, þegar kreppir að og raforkuöryggi almennings er ógnað, að hlutlaus aðili eins og Landsnet eða Orkustofnun gegni nýju lögboðnu hlutverki um að stýra endurkaupum frá stórnotendum til almennings. Þetta hlutverk má ekki vera á forsendum orkufyrirtækja. Lausnin liggur á borðinu Í dag vofir orkuskortur yfir landinu sem bitnað getur á almenningi, heimilum og smáum fyrirtækjum. Mögulega hefur skortur á formlegum raforkuvettvangi komið okkur í þær ógöngur sem við erum í dag því opinbert markaðsverð hefur vantað sem hvati til að byggja nýjar virkjanir. Til skamms tíma er framboðsskylda ein tillaga að lausn og hún liggur á borði stjórnvalda. Höfundur er sérfræðingur í orkuviðskiptum hjá HS Orku og var fulltrúi í starfshópi um raforkuöryggi á heildsölumarkaði. Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Almenn umræða um orkuskort á Íslandi er að aukast verulega. Jarðhræringar á Reykjanesi og sögulega lág vatnsstaða í lónum Landsvirkjunar hafa meðal annars undirstrikað þá staðreynd að skortur er á raforku í landinu. Við lifum óvenjulega tíma í þessum efnum og ástæða er til að íhuga hvernig best skuli brugðist við stöðunni. Raforkuöryggi almennings þarf að tryggja betur Þegar raforkumarkaður var gefinn frjáls árið 2003 var orkuöryggishlutverk Landsvirkjunar afnumið. Fyrirtækinu bar ekki lengur skylda til að tryggja almenningi orku. Þetta var í takti við þróun erlendis og ekki óeðlilegt. Lagasetning sem á að tryggja nægt framboð raforku til almennings og smærri fyrirtækja með almennari hætti hefur þó setið á hakanum hérlendis, öfugt við mörg önnur lönd sem við berum okkur saman við. Umræða um orkuöryggi hefur þó skotið upp kollinum af og til. Árið 2022 vann starfshópur tillögur fyrir ráðherra um framboðsskyldu á alla orkuframleiðendur. Það þýðir að raforkuframleiðendur yrðu skyldugir til að bjóða orku inn á almennan markað í réttu hlutfalli við heildarframleiðslu sína. Tökum dæmi: Framleiðandi sem framleiðir samtals 1% af allri orku í landinu yrði að tryggja 1% af raforkuþörf almennra raforkunotenda. Þessi einfalda aðferð myndi tryggja orkuöryggi almennings til framtíðar. Það er miður að þessi framboðsskylda hafi enn ekki náð fram að ganga. Án framboðsskyldu má til dæmis stofna nýtt fyrirtæki í vindorkuframleiðslu sem eingöngu selur orku til stórnotenda. Landsvirkjun uppfyllir ekki slíka framboðsskyldu til almennings í dag, þótt hún sé á góðri leið með það, en HS Orka gerir það ríkulega og Orka Náttúrunnar einnig. Raforkumarkaðir að þróast Þar sem frjálsir raforkumarkaðir eru til staðar leika þeir víða stórt hlutverk í að tryggja raforkuöryggi. Í lögum um Landsnet er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hefur heimild til stofnunar raforkumarkaðar, enda sé skipulagður markaður forsenda heilbrigðra viðskipta. Hér hefur verið brotalöm á framkvæmd. Stofna átti raforkumarkaðinn ISBAS árið 2008 en því var frestað þar sem ekki þótti skynsamlegt að stofna raforkukauphöll í miðju efnahagshruni. Á eftirhrunsárunum var gerð tilraun og þá stóð til að Landsvirkjun yrði viðskiptavaki sem bæði keypti og seldi orku á markaði. Það gekk ekki eftir. Á árinu 2024 hefur orðið mikil breyting á þessu. Í stað þess að enginn markaður sé til staðar hafa tvö félög sem reka raforkumarkað hafið starfsemi, Vonarskarð og ELMA, dótturfyrirtæki Landsnets. Markaður hefur verið virkur og hafa flestir raforkuframleiðendur tekið þátt í honum bæði sem kaupendur og seljendur. Að undanförnu hefur Landsvirkjun einnig verið að kaupa orku. Við kaupin er hægt að minnka framleiðslu á móti og geyma vatnsforðann lengur í miðlunarlónum. Markaðurinn stuðlar þannig að því að miðlunargeta Landsvirkjunar nýtist betur. Stórnotendur hluti af lausninni Ítrekað hefur verið gefið í skyn í umræðu um raforkumál að heildsölufyrirtæki raforku kaupi orku af markaði og selji áfram til stórnotenda. Það sé freistandi því þeir borgi betur en almenningur. Orka „leki” þannig á milli „markaða”. Því er haldið fram að vegna þessa freistnivanda sé Landsvirkjun í vandræðum þar sem kaupendum, sem kaupa orkuna af Landsvirkjun, sé ekki treystandi. Einmitt hið gagnstæða er reynsla okkar hjá HS Orku. HS Orka hefur átt í góðu samstarfi við stórnotendur og samið um minnkaða sölu eða endurkaup þegar þörf er á því. Stórnotendur eru ekki vandinn í þessu samhengi heldur hluti af lausninni. Það er þó mikilvægt, þegar kreppir að og raforkuöryggi almennings er ógnað, að hlutlaus aðili eins og Landsnet eða Orkustofnun gegni nýju lögboðnu hlutverki um að stýra endurkaupum frá stórnotendum til almennings. Þetta hlutverk má ekki vera á forsendum orkufyrirtækja. Lausnin liggur á borðinu Í dag vofir orkuskortur yfir landinu sem bitnað getur á almenningi, heimilum og smáum fyrirtækjum. Mögulega hefur skortur á formlegum raforkuvettvangi komið okkur í þær ógöngur sem við erum í dag því opinbert markaðsverð hefur vantað sem hvati til að byggja nýjar virkjanir. Til skamms tíma er framboðsskylda ein tillaga að lausn og hún liggur á borði stjórnvalda. Höfundur er sérfræðingur í orkuviðskiptum hjá HS Orku og var fulltrúi í starfshópi um raforkuöryggi á heildsölumarkaði. Greinin hefur verið uppfærð.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun