Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 27. desember 2024 13:02 Ég bý svo gott sem í Múmíndal. Svo ég einfaldi, helstu áhyggjuefnin eru hvort ég eigi að kaupa nýjan síma í bænum eða úti á Leifsstöð. Stríðsátök hafa aldrei klagað upp á mig þó ég lesi um slíkt í blöðum og bókum. Maður furðar sig, er forvitinn og fær í magann. En aldrei hef ég fundið fyrir þessu á eigin skinni. Ég get því ómögulega gert mér í hugarlund hvernig það er að lifa við stríðshörmungar og það stöðugt. Mörg vitum við hvernig það er að missa og ábyggilega hefur gefið allhressilega á lífsbátinn í gegnum tíðina líka. Ef við erum heppin, er hægt að rétta kúrsinn af. Og halda áfram að lifa. Stríð er annað. Eitthvað allt annað. Þar eru engar hendingar, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Ekki er hægt að tala um stríð í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“, sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Og orðhengilsháttur er óþarfi hér. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan í Palestínu í dag er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Alþjóðasamfélagið hefur reynt af veikum mætti að álykta gegn þessu,sporna við þessu, en allt kemur fyrir ekki. Er mennska valkvæð? Svo virðist vera. Ríkisstjórnir „velja“ sér stríð. Grátbólgnir ráðamenn hérlendis barma sér yfir óréttætinu sem verið að beita viss lönd og allt kapp er sett á stuðning og það að verja „vestræn gildi“. Á nákvæmlega sama tíma heyrist ekki múkk yfir þeim óskapnaði sem í gangi er á Gaza, litla fingri ekki lyft af þeim löndum sem hampa áðurnefndum gildum. Tvískinnungurinn alger. Ég sá myndband af brosandi palestínskum blaðamanni fyrir nokkrum dögum. Hann og félagar hans voru að matast og það var gleði í lofti, enda átti kona hans von á þeirra fyrsta barni hvað úr hverju. Hann og félagar hans voru allir drepnir skömmu síðar. Í kjölfarið hélt ísraelski herinn svo áfram að sprengja í kringum síðasta starfhæfa sjúkrahúsið í norður-Gaza. Það var eitthvað undarlega róandi – þó ekki nema í andartak – að sjá þennan mann, sem nú er látinn, brosandi. Hann var með sama brosið og við öll. Því mennska er ekki valkvæð, getur ekki verið það. Í síðasta pistli mínum sagði ég: „Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og ég sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau.“ Nei, ég hef ekki fundið fyrir neinu af þessu á eigin skinni en samt sé ég, veit og skil. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ég bý svo gott sem í Múmíndal. Svo ég einfaldi, helstu áhyggjuefnin eru hvort ég eigi að kaupa nýjan síma í bænum eða úti á Leifsstöð. Stríðsátök hafa aldrei klagað upp á mig þó ég lesi um slíkt í blöðum og bókum. Maður furðar sig, er forvitinn og fær í magann. En aldrei hef ég fundið fyrir þessu á eigin skinni. Ég get því ómögulega gert mér í hugarlund hvernig það er að lifa við stríðshörmungar og það stöðugt. Mörg vitum við hvernig það er að missa og ábyggilega hefur gefið allhressilega á lífsbátinn í gegnum tíðina líka. Ef við erum heppin, er hægt að rétta kúrsinn af. Og halda áfram að lifa. Stríð er annað. Eitthvað allt annað. Þar eru engar hendingar, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Ekki er hægt að tala um stríð í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“, sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Og orðhengilsháttur er óþarfi hér. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan í Palestínu í dag er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Alþjóðasamfélagið hefur reynt af veikum mætti að álykta gegn þessu,sporna við þessu, en allt kemur fyrir ekki. Er mennska valkvæð? Svo virðist vera. Ríkisstjórnir „velja“ sér stríð. Grátbólgnir ráðamenn hérlendis barma sér yfir óréttætinu sem verið að beita viss lönd og allt kapp er sett á stuðning og það að verja „vestræn gildi“. Á nákvæmlega sama tíma heyrist ekki múkk yfir þeim óskapnaði sem í gangi er á Gaza, litla fingri ekki lyft af þeim löndum sem hampa áðurnefndum gildum. Tvískinnungurinn alger. Ég sá myndband af brosandi palestínskum blaðamanni fyrir nokkrum dögum. Hann og félagar hans voru að matast og það var gleði í lofti, enda átti kona hans von á þeirra fyrsta barni hvað úr hverju. Hann og félagar hans voru allir drepnir skömmu síðar. Í kjölfarið hélt ísraelski herinn svo áfram að sprengja í kringum síðasta starfhæfa sjúkrahúsið í norður-Gaza. Það var eitthvað undarlega róandi – þó ekki nema í andartak – að sjá þennan mann, sem nú er látinn, brosandi. Hann var með sama brosið og við öll. Því mennska er ekki valkvæð, getur ekki verið það. Í síðasta pistli mínum sagði ég: „Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og ég sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau.“ Nei, ég hef ekki fundið fyrir neinu af þessu á eigin skinni en samt sé ég, veit og skil. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun