Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. desember 2024 14:00 Fyrir nokkrum árum síðan voru þáverandi regnhlífarsamtök íslenzkra Evrópusambandssinna, Já Ísland, aðili að evrópsku samtökunum European Movement International. Síðarnefndu samtökin hafa frá stofnun þeirra árið 1948 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki þó það hafi verið orðað aðeins öðruvísi síðustu árin eða á þá leið að þau vilji stuðla að umræðu um arkitektúr sambandsins. Markmiðið er eftir sem áður hið sama og allt frá upphafi. Að Evrópusambandið verði að lokum að sambandsríki. Frá upphafi hefur hið sama verið lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem kom þróuninni af stað, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands. Fyrir um tveimur og hálfu ári síðan var Evrópuhreyfingin, arftaki Já Ísland, sett á laggirnar. Fram kemur á vefsíðu European Movement International að Evrópuhreyfingin sé í aðildarferli að evrópsku samtökunum. Þá kemur fram á vefsíðunni að Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar, sitji í tveimur af þremur stjórnmálanefndum þeirra og G. Pétur Matthíasson, stjórnarmaður í hreyfingunni, í þeirri þriðju en aðeins fulltrúar aðildarfélaga geta átt sæti í nefndunum samkvæmt reglum samtakanna. Til að mynda situr Jón Steindór í nefnd sem hefur meðal annars það markmið að vinna að því að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins verði með öllu afnumið á vettvangi þess sem stundum hefur einnig verið kallað neitunarvald. Einróma samþykki var áður reglan við töku ákvarðana innan sambandsins en hefur jafnt og þétt heyrt sögunni til á liðnum árum og áratugum og heyrir í raun til algerra undantekninga í dag. Þessi þróun hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi formlegt vægi landsins, og þar með möguleikar okkar Íslendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa, í langflestum tilfellum einkum eftir íbúafjölda landsins. Þar á meðal varðandi ákvarðanir um sjávarútvegsmál og orkumál. Um þetta má til dæmis fræðast á vefsíðum Evrópusambandsins. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins í langflestum tilfellum um 0,08% eða á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Eins er einnig gagnlegt að vita fyrir hvað hérlend samtök Evrópusambandssinna standa í raun í þeim efnum. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að „sæti við borðið“ þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan voru þáverandi regnhlífarsamtök íslenzkra Evrópusambandssinna, Já Ísland, aðili að evrópsku samtökunum European Movement International. Síðarnefndu samtökin hafa frá stofnun þeirra árið 1948 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki þó það hafi verið orðað aðeins öðruvísi síðustu árin eða á þá leið að þau vilji stuðla að umræðu um arkitektúr sambandsins. Markmiðið er eftir sem áður hið sama og allt frá upphafi. Að Evrópusambandið verði að lokum að sambandsríki. Frá upphafi hefur hið sama verið lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem kom þróuninni af stað, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands. Fyrir um tveimur og hálfu ári síðan var Evrópuhreyfingin, arftaki Já Ísland, sett á laggirnar. Fram kemur á vefsíðu European Movement International að Evrópuhreyfingin sé í aðildarferli að evrópsku samtökunum. Þá kemur fram á vefsíðunni að Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar, sitji í tveimur af þremur stjórnmálanefndum þeirra og G. Pétur Matthíasson, stjórnarmaður í hreyfingunni, í þeirri þriðju en aðeins fulltrúar aðildarfélaga geta átt sæti í nefndunum samkvæmt reglum samtakanna. Til að mynda situr Jón Steindór í nefnd sem hefur meðal annars það markmið að vinna að því að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins verði með öllu afnumið á vettvangi þess sem stundum hefur einnig verið kallað neitunarvald. Einróma samþykki var áður reglan við töku ákvarðana innan sambandsins en hefur jafnt og þétt heyrt sögunni til á liðnum árum og áratugum og heyrir í raun til algerra undantekninga í dag. Þessi þróun hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi formlegt vægi landsins, og þar með möguleikar okkar Íslendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa, í langflestum tilfellum einkum eftir íbúafjölda landsins. Þar á meðal varðandi ákvarðanir um sjávarútvegsmál og orkumál. Um þetta má til dæmis fræðast á vefsíðum Evrópusambandsins. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins í langflestum tilfellum um 0,08% eða á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Eins er einnig gagnlegt að vita fyrir hvað hérlend samtök Evrópusambandssinna standa í raun í þeim efnum. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að „sæti við borðið“ þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun