Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar 2. janúar 2025 16:01 Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Ég sem íbúi og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra get ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hvernig getur það gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skiptir yfir jól og áramót? Er það forsvaranlegt að ein af grunnstoðum samfélaga sé brotin undan því án þess að nokkur fái rönd við reist? Við búum blessunarlega við að eiga frábæra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn sem standa vaktina þrátt fyrir að enginn læknir sé tiltækur. Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur ítrekað boðið HSU húsnæði fyrir lækni ásamt tryggu plássi í leikskóla og skóla ef svo bæri undir. Það er því ekki hægt að segja að það standi á sveitarfélögunum að koma til móts við stofnunina í leit að læknum. Það bar svo til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara… svona hefst jólaguðspjallið og flestir tengja það við jólin sem hjá flestum er samverustund fjölskyldna hvort sem fæðingu frelsarans er fagnað, já eða bara samverustundum með nákomnum. Hjá mér og fjölskyldu minni var þar engin undantekning. Ég hitti í raun fleiri af mínum góðu ættingjum en ég hafði fyrir fram áætlað. Það kom ekki til af einskærri frændsemi minni. Það bar svo til að elskulegur afi minn lést á aðfangadagskvöld. Karlinn sem hafði heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálar samfélagsins lést rúmlega 100 ára gamall á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í faðmi fjölskyldunnar. Það var tregafull stund að skilja við gamla manninn á herberginu sínu eftir andlátið. Það náðist ekki samband við lækni í Rangárþingi og var lík hans því látið liggja í rúmi sínu yfir nóttina og skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu. Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni. Ég mun berjast fyrir hönd íbúa í þessu málefnum og hef ekki efa um að félagar mínir í sveitarstjórn Rangárþings eystra munu standa mér þétt við hlið í þeirri baráttu. Ég vil skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir þeirra séu í stakk búnar að veita íbúum grunnþjónustu sem er forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Ég vil enda á að þakka öllum fyrir auðsýnda samúð síðustu daga og sértaklega vil ég þakka dásamlegu starfsfólki Kirkjuhvols fyrir natni við umönnun á afa sem fékk dásamlega þjónustu þar síðustu árin sín. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Skoðun Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Ég sem íbúi og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra get ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hvernig getur það gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skiptir yfir jól og áramót? Er það forsvaranlegt að ein af grunnstoðum samfélaga sé brotin undan því án þess að nokkur fái rönd við reist? Við búum blessunarlega við að eiga frábæra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn sem standa vaktina þrátt fyrir að enginn læknir sé tiltækur. Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur ítrekað boðið HSU húsnæði fyrir lækni ásamt tryggu plássi í leikskóla og skóla ef svo bæri undir. Það er því ekki hægt að segja að það standi á sveitarfélögunum að koma til móts við stofnunina í leit að læknum. Það bar svo til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara… svona hefst jólaguðspjallið og flestir tengja það við jólin sem hjá flestum er samverustund fjölskyldna hvort sem fæðingu frelsarans er fagnað, já eða bara samverustundum með nákomnum. Hjá mér og fjölskyldu minni var þar engin undantekning. Ég hitti í raun fleiri af mínum góðu ættingjum en ég hafði fyrir fram áætlað. Það kom ekki til af einskærri frændsemi minni. Það bar svo til að elskulegur afi minn lést á aðfangadagskvöld. Karlinn sem hafði heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálar samfélagsins lést rúmlega 100 ára gamall á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í faðmi fjölskyldunnar. Það var tregafull stund að skilja við gamla manninn á herberginu sínu eftir andlátið. Það náðist ekki samband við lækni í Rangárþingi og var lík hans því látið liggja í rúmi sínu yfir nóttina og skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu. Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni. Ég mun berjast fyrir hönd íbúa í þessu málefnum og hef ekki efa um að félagar mínir í sveitarstjórn Rangárþings eystra munu standa mér þétt við hlið í þeirri baráttu. Ég vil skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir þeirra séu í stakk búnar að veita íbúum grunnþjónustu sem er forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Ég vil enda á að þakka öllum fyrir auðsýnda samúð síðustu daga og sértaklega vil ég þakka dásamlegu starfsfólki Kirkjuhvols fyrir natni við umönnun á afa sem fékk dásamlega þjónustu þar síðustu árin sín. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun