Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 15:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. vísir/vilhelm „Það var í rauninni allt tekið fyrir en á mismikilli dýpt. Þetta var bara gaman, þetta var gott spjall í dásamlegu umhverfi. Hvergi er fallegra að vera heldur en á Þingvöllum. Hvort sem það er á sumrin eða í þessum vetrarbúningi sem var í gær.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi um nýafstaðin vinnufund ríkisstjórnarinnar sem fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í gær í miklu fannfergi. Fundurinn nýttur í forgangsröðun Ekki var gefið út hvað yrði rætt á fundinum en Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi stiklað á stóru varðandi alla helstu málaflokka og rætt flest öll þau mál sem eru í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins. „Við vorum náttúrulega að fara yfir stefnuyfirlýsinguna og áherslurnar, fyrstu málin, hvað við viljum fara strax í. Svo vorum við að fara á dýptina í ýmsum málum. Það kemur engum á óvart að við vorum mikið að fara yfir fjármál ríkisins og hvað við getum gert til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og aðstoða Seðlabankann í verkefninu við að lækka vexti.“ Þorgerður Katrín á fundi ríkisstjórnar á Þingvöllum í gær.vísir/vilhelm Hún tekur fram að það hafi verið einstaklega gaman á fundinum í gær og að vel hafi farið á milli ráðherra. Fundurinn hafi að mestu verið nýttur í að forgangsraða því sem verði lagt fram í upphafi nýs þings. „Við ræddum mikið samgöngumál, innviðauppbyggingu, öryrkja og tekjutengingu lífeyris og útgreiðslna og svo framvegis. Það voru allir mjög einbeittir og glaðsinna í senn, mér fannst það gott. Það er gott að skynja að það er kraftur í fólki og það eru allir mjög meðvitaðir um ábyrgðina sem felst í að sitja í ríkisstjórn og taka hluti áfram.“ Hugmyndirnar komi að góðum notum í ráðuneytunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra opnaði samráðsgátt á fimmtudaginn þar sem fólk getur sent inn tillögur varðandi hvernig best sé hægt að hagræða rekstri ríkisins. Tillögur hafa hrannast inn síðustu tvo daga og telja nú nokkur þúsund. Þorgerður segir að ýmislegt í tillögunum komi ekki á óvart og jafnvel sé búið að framkvæma sumt sem þar er lagt fram. „Þetta verða örugglega einhverjar þúsundir tillagna þegar upp er staðið. Þó það væri ekki nema einhverjar tíu til þrjátíu sem við getum byggt á þá er það frábært. Þetta veitir líka ráðuneytunum aðhald. Við fáum líka fullt af hugmyndum um hvað sé hægt að gera betur innan hvers ráðuneytis. Þetta er nýtilegt á margan hátt. Mér finnst þetta frábært framtak hjá okkur, þó ég hæli okkur sjálfum í ríkisstjórninni. Mér finnst þetta skemmtilegt og aðeins nýtt, þetta undirstrikar það að við erum að velta við hverri þúfu til að þess að fara betur með peninga.“ „Gott að vera komin aftur“ Þorgerður Katrín er sú eina í núverandi ríkisstjórn sem hefur áður setið sem ráðherra. Hún var áður menntamálaráðherra árið 2003 til ársins 2009 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2017. Spurð hvernig tilfinningin sé að koma aftur í ráðherrabústaðinn og hvort hún hafi tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar í sýnisferð um bústaðinn segir Þorgerður: „Það er bara gott að vera komin aftur. Verkefnin eru stór og mikil. Auðvitað er maður í pólitík til að hafa áhrif og ríkisstjórnin er meðal annars ein leið til þess. Við ætlum að nýta tækifærið og halda áfram að vinna fyrir þjóðina. Maður finnur og skynjar þennan meðbyr sem er með ríkisstjórninni, fólki er pínulítið létt. Maður er í búðum, maður er í ræktinni og fólk kemur til manns og segir hvað það er gott að þetta sé farið af stað. Fólk nennir ekki meiri tímaeyðslu í garg og suð á milli ríkisstjórnarflokka heldur bara að fólk fari að demba sér í verkin.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi um nýafstaðin vinnufund ríkisstjórnarinnar sem fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í gær í miklu fannfergi. Fundurinn nýttur í forgangsröðun Ekki var gefið út hvað yrði rætt á fundinum en Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi stiklað á stóru varðandi alla helstu málaflokka og rætt flest öll þau mál sem eru í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins. „Við vorum náttúrulega að fara yfir stefnuyfirlýsinguna og áherslurnar, fyrstu málin, hvað við viljum fara strax í. Svo vorum við að fara á dýptina í ýmsum málum. Það kemur engum á óvart að við vorum mikið að fara yfir fjármál ríkisins og hvað við getum gert til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og aðstoða Seðlabankann í verkefninu við að lækka vexti.“ Þorgerður Katrín á fundi ríkisstjórnar á Þingvöllum í gær.vísir/vilhelm Hún tekur fram að það hafi verið einstaklega gaman á fundinum í gær og að vel hafi farið á milli ráðherra. Fundurinn hafi að mestu verið nýttur í að forgangsraða því sem verði lagt fram í upphafi nýs þings. „Við ræddum mikið samgöngumál, innviðauppbyggingu, öryrkja og tekjutengingu lífeyris og útgreiðslna og svo framvegis. Það voru allir mjög einbeittir og glaðsinna í senn, mér fannst það gott. Það er gott að skynja að það er kraftur í fólki og það eru allir mjög meðvitaðir um ábyrgðina sem felst í að sitja í ríkisstjórn og taka hluti áfram.“ Hugmyndirnar komi að góðum notum í ráðuneytunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra opnaði samráðsgátt á fimmtudaginn þar sem fólk getur sent inn tillögur varðandi hvernig best sé hægt að hagræða rekstri ríkisins. Tillögur hafa hrannast inn síðustu tvo daga og telja nú nokkur þúsund. Þorgerður segir að ýmislegt í tillögunum komi ekki á óvart og jafnvel sé búið að framkvæma sumt sem þar er lagt fram. „Þetta verða örugglega einhverjar þúsundir tillagna þegar upp er staðið. Þó það væri ekki nema einhverjar tíu til þrjátíu sem við getum byggt á þá er það frábært. Þetta veitir líka ráðuneytunum aðhald. Við fáum líka fullt af hugmyndum um hvað sé hægt að gera betur innan hvers ráðuneytis. Þetta er nýtilegt á margan hátt. Mér finnst þetta frábært framtak hjá okkur, þó ég hæli okkur sjálfum í ríkisstjórninni. Mér finnst þetta skemmtilegt og aðeins nýtt, þetta undirstrikar það að við erum að velta við hverri þúfu til að þess að fara betur með peninga.“ „Gott að vera komin aftur“ Þorgerður Katrín er sú eina í núverandi ríkisstjórn sem hefur áður setið sem ráðherra. Hún var áður menntamálaráðherra árið 2003 til ársins 2009 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2017. Spurð hvernig tilfinningin sé að koma aftur í ráðherrabústaðinn og hvort hún hafi tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar í sýnisferð um bústaðinn segir Þorgerður: „Það er bara gott að vera komin aftur. Verkefnin eru stór og mikil. Auðvitað er maður í pólitík til að hafa áhrif og ríkisstjórnin er meðal annars ein leið til þess. Við ætlum að nýta tækifærið og halda áfram að vinna fyrir þjóðina. Maður finnur og skynjar þennan meðbyr sem er með ríkisstjórninni, fólki er pínulítið létt. Maður er í búðum, maður er í ræktinni og fólk kemur til manns og segir hvað það er gott að þetta sé farið af stað. Fólk nennir ekki meiri tímaeyðslu í garg og suð á milli ríkisstjórnarflokka heldur bara að fólk fari að demba sér í verkin.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira