Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir og Trausti Björgvinsson skrifa 8. janúar 2025 17:02 Í dag sitjum við uppi með risavaxið grænt gímald við Álfabakka og í Hlíðarendahverfi eru íbúar að fara að missa dagsbirtu og útsýni vegna nágrannabyggingar sem er að fara að rísa. Þessi dæmi uppfylla núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð hvað varðar dagsljós og útsýni. Dagsljós og útsýni íbúa á þessum svæðum hefur verið skert til muna með tilheyrandi afleiðingum fyrir þeirra heilsu og vellíðan. Augljóst þykir að núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð tryggir ekki rétt fólksins til dagsljóss og útsýnis. Núverandi skipulagsreglugerð kveður á um að taka skal tillit til sólarhæðar og skuggavarps við ákvörðun um fjarlægð milli byggingarreita. Í reglugerðinni er hins vegar ekki skilgreint hvað væri ásættanlegt skuggavarp. Þegar skilagögn með deiliskipulagi eru skoðuð þá virðast hönnuðir afhenda skuggavörp á jafndægri og á sumarsólstöðum ca. á bilinu kl. 8-16. Þetta eru bestu aðstæður þar sem einungis er skoðaður tími sem sólin er hæst á lofti yfir betri helmingi ársins þegar kemur að ljósvist. Gögnunum er yfirleitt skilað í tvívídd sem sýnir hvernig skuggarnir leggjast yfir umrædda lóð og aðliggjandi lóðir. Svo virðist sem skil á gögnum um skuggavarp uppfylli kröfur núverandi skipulagsreglugerðar óháð því hversu mikið skuggavarp í raun og veru er til staðar. Þróunaraðilar mannvirkja geta því undir núverandi skipulagsreglugerð byggt án nokkurs tillits til skuggavarps því það er ekki skilgreint hversu mikið skuggavarp er ásættanlegt. Hvað er til ráða? Lausnin liggur í auknum skýrleika regluverks. Við einföldum regluverkið á þrennan hátt. Í fyrsta lagi með því að skýra hvers óskað er af hönnuðum varðandi gæði. Í öðru lagi með því að skýra hvaða gögnum þarf að skila inn til að sýna fram á gæðin og í þriðja lagi með því að skýra hvað gögnin þurfa að innihalda. Þá er hægt að yfirfara sambærileg gögn og flýta fyrir afgreiðslu. Þannig er markmiðinu náð um einfaldað regluverk. Við einföldum regluverkið með því að skilgreina ásættanlegt skuggavarp og þannig eyðum við efa og flækjustigi sem annars verður túlkunaratriði þeirra sem að koma að málinu. Því þegar kröfurnar eru óskýrar verða niðurstöðurnar eftir því og græn gímöld rísa við hliðina á íbúðarhúsnæði. Það sýnir sagan. Þegar kröfur til skuggavarps eru skýrar og byggðar á vísindalegum grunni þá er einfalt fyrir alla að meta, hanna og byggja mannvirki í sátt við nærumhverfið. Ef okkur langar til að skilgreina ásættanlegt skuggavarp væri hægt að tilgreina hvaða dagsetningar og tíma dags á að sýna skuggavörp. Það er einnig hægt að tilgreina hvar skuggarnir mega liggja og hve lengi. Sem dæmi um þetta eru viðmið í núgildandi Aðalskiplagi Reykjavíkurborgar um að helmingur dvalarsvæðis skuli vera skuggalaus þann 1. maí í fimm klukkustundir á tímabilinu kl. 9-17. Önnur lönd setja sem dæmi viðmið um að úthliðar byggingar séu skuggalausar í ákveðinn fjölda klukkutíma á dag, auk viðmiða um skuggalausa fjarlægð frá útveggjum í ákveðinn fjölda klukkustunda dagsins. Þannig er verið að skoða möguleika fyrir aðkomu sólar inn um glugga, á svalir, á gangstéttir eða garðsvæði upp við byggingar. Núverandi byggingareglugerð segir að hanna og byggja skuli þannig að öll birtuskilyrði og ljósmagn sé í fullu samræmi við þá starfsemi sem fer fram við eða innan mannvirkisins. Fyrir kröfur fyrir raflýsingu er vísað í staðal fyrir atvinnustarfsemi en fyrir dagsljós eru engar kröfur. Það eru kröfur um hve stór gluggaflötur skal vera sem hlutfall af gólffleti en það segir okkur ekkert um ljósið sem kemur inn um þá glugga þegar við erum farin að byggja fimm hæða byggingar í nokkra metra fjarlægð frá viðeigandi glugga. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreglugerð fyrir Ljósvist sem skýrir hvaða kröfur eru gerðar til að tryggja lágmarksgæði í byggingum.1 Þessar breytingartillögur þurfa að taka gildi og samráðsgáttin gerir ráð fyrir að gildistíminn sé 1. mars næst komandi. Ef sú innleiðing á að takast vel þurfa leiðbeiningar að liggja fyrir við gildistöku og ekki er hafin vinna við það að undirrituðum vitandi. Höfundar fagna því mikið að það sé yfirlýst markmið nýrrar ríkistjórnar að regluverk í mannvirkja- og skipulagsmálum verði einfaldað! Núna verður spennandi að sjá hversu hratt skýrleikinn getur komið inn til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsslys með tilheyrandi afleiðingum fyrir kostnað og heilsu þjóðar. Höfundar eru annars vegar PHD-verkfræðingur hjá Lotu og hins vegar framkvæmdarstjóri Lotu og stuðningsmaður betri ljósvistar í lífi fólks. 1 https://island.is/samradsgatt/mal/3843 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Í dag sitjum við uppi með risavaxið grænt gímald við Álfabakka og í Hlíðarendahverfi eru íbúar að fara að missa dagsbirtu og útsýni vegna nágrannabyggingar sem er að fara að rísa. Þessi dæmi uppfylla núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð hvað varðar dagsljós og útsýni. Dagsljós og útsýni íbúa á þessum svæðum hefur verið skert til muna með tilheyrandi afleiðingum fyrir þeirra heilsu og vellíðan. Augljóst þykir að núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð tryggir ekki rétt fólksins til dagsljóss og útsýnis. Núverandi skipulagsreglugerð kveður á um að taka skal tillit til sólarhæðar og skuggavarps við ákvörðun um fjarlægð milli byggingarreita. Í reglugerðinni er hins vegar ekki skilgreint hvað væri ásættanlegt skuggavarp. Þegar skilagögn með deiliskipulagi eru skoðuð þá virðast hönnuðir afhenda skuggavörp á jafndægri og á sumarsólstöðum ca. á bilinu kl. 8-16. Þetta eru bestu aðstæður þar sem einungis er skoðaður tími sem sólin er hæst á lofti yfir betri helmingi ársins þegar kemur að ljósvist. Gögnunum er yfirleitt skilað í tvívídd sem sýnir hvernig skuggarnir leggjast yfir umrædda lóð og aðliggjandi lóðir. Svo virðist sem skil á gögnum um skuggavarp uppfylli kröfur núverandi skipulagsreglugerðar óháð því hversu mikið skuggavarp í raun og veru er til staðar. Þróunaraðilar mannvirkja geta því undir núverandi skipulagsreglugerð byggt án nokkurs tillits til skuggavarps því það er ekki skilgreint hversu mikið skuggavarp er ásættanlegt. Hvað er til ráða? Lausnin liggur í auknum skýrleika regluverks. Við einföldum regluverkið á þrennan hátt. Í fyrsta lagi með því að skýra hvers óskað er af hönnuðum varðandi gæði. Í öðru lagi með því að skýra hvaða gögnum þarf að skila inn til að sýna fram á gæðin og í þriðja lagi með því að skýra hvað gögnin þurfa að innihalda. Þá er hægt að yfirfara sambærileg gögn og flýta fyrir afgreiðslu. Þannig er markmiðinu náð um einfaldað regluverk. Við einföldum regluverkið með því að skilgreina ásættanlegt skuggavarp og þannig eyðum við efa og flækjustigi sem annars verður túlkunaratriði þeirra sem að koma að málinu. Því þegar kröfurnar eru óskýrar verða niðurstöðurnar eftir því og græn gímöld rísa við hliðina á íbúðarhúsnæði. Það sýnir sagan. Þegar kröfur til skuggavarps eru skýrar og byggðar á vísindalegum grunni þá er einfalt fyrir alla að meta, hanna og byggja mannvirki í sátt við nærumhverfið. Ef okkur langar til að skilgreina ásættanlegt skuggavarp væri hægt að tilgreina hvaða dagsetningar og tíma dags á að sýna skuggavörp. Það er einnig hægt að tilgreina hvar skuggarnir mega liggja og hve lengi. Sem dæmi um þetta eru viðmið í núgildandi Aðalskiplagi Reykjavíkurborgar um að helmingur dvalarsvæðis skuli vera skuggalaus þann 1. maí í fimm klukkustundir á tímabilinu kl. 9-17. Önnur lönd setja sem dæmi viðmið um að úthliðar byggingar séu skuggalausar í ákveðinn fjölda klukkutíma á dag, auk viðmiða um skuggalausa fjarlægð frá útveggjum í ákveðinn fjölda klukkustunda dagsins. Þannig er verið að skoða möguleika fyrir aðkomu sólar inn um glugga, á svalir, á gangstéttir eða garðsvæði upp við byggingar. Núverandi byggingareglugerð segir að hanna og byggja skuli þannig að öll birtuskilyrði og ljósmagn sé í fullu samræmi við þá starfsemi sem fer fram við eða innan mannvirkisins. Fyrir kröfur fyrir raflýsingu er vísað í staðal fyrir atvinnustarfsemi en fyrir dagsljós eru engar kröfur. Það eru kröfur um hve stór gluggaflötur skal vera sem hlutfall af gólffleti en það segir okkur ekkert um ljósið sem kemur inn um þá glugga þegar við erum farin að byggja fimm hæða byggingar í nokkra metra fjarlægð frá viðeigandi glugga. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreglugerð fyrir Ljósvist sem skýrir hvaða kröfur eru gerðar til að tryggja lágmarksgæði í byggingum.1 Þessar breytingartillögur þurfa að taka gildi og samráðsgáttin gerir ráð fyrir að gildistíminn sé 1. mars næst komandi. Ef sú innleiðing á að takast vel þurfa leiðbeiningar að liggja fyrir við gildistöku og ekki er hafin vinna við það að undirrituðum vitandi. Höfundar fagna því mikið að það sé yfirlýst markmið nýrrar ríkistjórnar að regluverk í mannvirkja- og skipulagsmálum verði einfaldað! Núna verður spennandi að sjá hversu hratt skýrleikinn getur komið inn til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsslys með tilheyrandi afleiðingum fyrir kostnað og heilsu þjóðar. Höfundar eru annars vegar PHD-verkfræðingur hjá Lotu og hins vegar framkvæmdarstjóri Lotu og stuðningsmaður betri ljósvistar í lífi fólks. 1 https://island.is/samradsgatt/mal/3843
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun