Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar 12. janúar 2025 13:02 Fyrstu viðbrögð barna þegar þau fá fréttir af missi eða eru viðstödd andlát geta verið margskonar og fara að miklu leyti eftir aðdraganda dauðsfallsins. Ef aðdragandinn er langur og barnið fær að vita tímanlega að líklega muni ástvinur þess deyja á næstunni og hefur tækifæri til þess að kveðja og ræða það sem er að fara að gerast minnkar það áfallið þegar dauðinn knýr svo dyra. Hins vegar getur enginn andlegur undirbúningur komið í veg fyrir áfallið og sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Algengustu fyrstu viðbrögðin geta verið áfall og afneitun, skelfing og mótmæli eða tómlæti og lítil tjáning auk þess að stundum er eins og börn fresti viðbrögðum sínum og haldi áfram að gera það sem þau voru vön að gera og t.d. biðja um að fá að fara út að leika. Stundum verða hinir fullorðnu hissa á viðbrögðum barna þegar þau sýna viðbrögð á borð við tómlæti og vilja til að halda lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þau viðbrögð geta einfaldlega verið afneitun á því sem hefur gerst eða stafað af því að áfallið er svo mikið að sálarlíf barnsins höndlar ekki að bregðast við öllu í einu. Önnur börn bregðast strax við fréttunum á sterkan hátt, taka grátköst og mótmæla hástöfum. Slík grátköst geta komið fram hjá flestum börnum á einhverjum tímapunkti. Það skiptir mjög miklu máli að börn upplifi ekki að fullorðna fólkið sé hissa á viðbrögðum þeirra eða finnist þau óeðlileg. Við stjórnum því ekki hvernig við bregðumst við áfalli, viðbrögð okkar eru að lang mestu leyti mjög ósjálfráð og ungir syrgjendur þurfa fyrst og fremst á skilningi og umhyggju að halda. Þau þurfa að finna að þau eru örugg eins og þau eru og eins og þeim líður hjá fullorðna fólkinu sínu. Börn hafa mikinn hæfileika til þess að hólfa af tilfinningar og það er næstum eins og þeim takist stundum að hleypa bara því magni af tilfinningum að á hverri stundu sem þau ráða við. Við köllum þetta stundum að hoppa í polla, hoppa í og upp úr sorginni. Svo verða þau að stíga á ,,bremsuna”, fara út úr þeim tilfinningum sem reynast þeim erfiðar og gera það sem þeim er eðlilegt að gera hvort sem það er að leika í tölvunni, hitta vini sína eða segja brandara. Þegar barn missir náinn ástvin, sérstaklega foreldri sitt, verður veröldin allt í einu óöruggari svo það getur verið haldreipi að halda áfram að hafa lífið eins svipað og það var fyrir missinn. Þar af leiðandi getur það t.d. hentað sumum börnum að fara sem fyrst aftur í skólann og í sína daglegu rútínu. Þetta óöryggi sem fylgir missi getur orsakað að barn bregðist við álaginu með því að hverfa aftur tímabundið til fyrra þroskastigs eða taka mjög hröðum framförum í andlegum þroska. Verði annað hvort barnalegra eða of þroskað miðað við aldur. Það sem maður vill sjá í öllu þessu álagi er að barnið fái áfram að vera barn eins og mögulegt er, megi fljóta náttúrulega úr einum viðbrögðum í önnur og þurfi ekki að reyna að vera á einhvern hátt viðeigandi eða leika eitthvað hlutverk fyrir fullorðna fólkið. Börn tjá sorg mikið í gegnum hegðun svo þau sem bera ábyrgð á börnum þurfa að vera næm á það. Þau sem eru fullorðin verða að vera ábyrgð á börnunum svo að þau þurfi ekki að vera dugleg eða sterk, þau eiga að fá að vera barnaleg áfram og finna að uppeldisaðilarnir eru ekki hræddir við viðbrögðin þeirra heldur höndla barnið eins og það er. Stundum þegar foreldrar kvarta undan því hvað barnið þeirra getur verið erfitt, jafnvel óþekkt og dembir bara öllum sínu stóru tilfinningum filterslaust á foreldri sitt – sem er mjög erfitt þegar foreldri er sjálft undir gríðarlegu álagi – þá óska ég foreldrinu til hamingju, þá er augljóst að barnið hefur fullt traust á foreldri sínu og er ekki að tipla á tánum í kringum það. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Garðabær Þjóðkirkjan Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð barna þegar þau fá fréttir af missi eða eru viðstödd andlát geta verið margskonar og fara að miklu leyti eftir aðdraganda dauðsfallsins. Ef aðdragandinn er langur og barnið fær að vita tímanlega að líklega muni ástvinur þess deyja á næstunni og hefur tækifæri til þess að kveðja og ræða það sem er að fara að gerast minnkar það áfallið þegar dauðinn knýr svo dyra. Hins vegar getur enginn andlegur undirbúningur komið í veg fyrir áfallið og sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Algengustu fyrstu viðbrögðin geta verið áfall og afneitun, skelfing og mótmæli eða tómlæti og lítil tjáning auk þess að stundum er eins og börn fresti viðbrögðum sínum og haldi áfram að gera það sem þau voru vön að gera og t.d. biðja um að fá að fara út að leika. Stundum verða hinir fullorðnu hissa á viðbrögðum barna þegar þau sýna viðbrögð á borð við tómlæti og vilja til að halda lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þau viðbrögð geta einfaldlega verið afneitun á því sem hefur gerst eða stafað af því að áfallið er svo mikið að sálarlíf barnsins höndlar ekki að bregðast við öllu í einu. Önnur börn bregðast strax við fréttunum á sterkan hátt, taka grátköst og mótmæla hástöfum. Slík grátköst geta komið fram hjá flestum börnum á einhverjum tímapunkti. Það skiptir mjög miklu máli að börn upplifi ekki að fullorðna fólkið sé hissa á viðbrögðum þeirra eða finnist þau óeðlileg. Við stjórnum því ekki hvernig við bregðumst við áfalli, viðbrögð okkar eru að lang mestu leyti mjög ósjálfráð og ungir syrgjendur þurfa fyrst og fremst á skilningi og umhyggju að halda. Þau þurfa að finna að þau eru örugg eins og þau eru og eins og þeim líður hjá fullorðna fólkinu sínu. Börn hafa mikinn hæfileika til þess að hólfa af tilfinningar og það er næstum eins og þeim takist stundum að hleypa bara því magni af tilfinningum að á hverri stundu sem þau ráða við. Við köllum þetta stundum að hoppa í polla, hoppa í og upp úr sorginni. Svo verða þau að stíga á ,,bremsuna”, fara út úr þeim tilfinningum sem reynast þeim erfiðar og gera það sem þeim er eðlilegt að gera hvort sem það er að leika í tölvunni, hitta vini sína eða segja brandara. Þegar barn missir náinn ástvin, sérstaklega foreldri sitt, verður veröldin allt í einu óöruggari svo það getur verið haldreipi að halda áfram að hafa lífið eins svipað og það var fyrir missinn. Þar af leiðandi getur það t.d. hentað sumum börnum að fara sem fyrst aftur í skólann og í sína daglegu rútínu. Þetta óöryggi sem fylgir missi getur orsakað að barn bregðist við álaginu með því að hverfa aftur tímabundið til fyrra þroskastigs eða taka mjög hröðum framförum í andlegum þroska. Verði annað hvort barnalegra eða of þroskað miðað við aldur. Það sem maður vill sjá í öllu þessu álagi er að barnið fái áfram að vera barn eins og mögulegt er, megi fljóta náttúrulega úr einum viðbrögðum í önnur og þurfi ekki að reyna að vera á einhvern hátt viðeigandi eða leika eitthvað hlutverk fyrir fullorðna fólkið. Börn tjá sorg mikið í gegnum hegðun svo þau sem bera ábyrgð á börnum þurfa að vera næm á það. Þau sem eru fullorðin verða að vera ábyrgð á börnunum svo að þau þurfi ekki að vera dugleg eða sterk, þau eiga að fá að vera barnaleg áfram og finna að uppeldisaðilarnir eru ekki hræddir við viðbrögðin þeirra heldur höndla barnið eins og það er. Stundum þegar foreldrar kvarta undan því hvað barnið þeirra getur verið erfitt, jafnvel óþekkt og dembir bara öllum sínu stóru tilfinningum filterslaust á foreldri sitt – sem er mjög erfitt þegar foreldri er sjálft undir gríðarlegu álagi – þá óska ég foreldrinu til hamingju, þá er augljóst að barnið hefur fullt traust á foreldri sínu og er ekki að tipla á tánum í kringum það. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar