Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar 15. janúar 2025 10:01 Núna þegar við bjóðum nýtt ár velkomið er tilvalið að líta yfir síðasta ár á verðbréfamörkuðum. Ef horft er út fyrir landsteinana var árið 2024 heilt yfir hagfellt. Árið 2022 var þungt með „bjarnarmarkaði“ en sú skilgreining er oft notuð þegar markaður hefur lækkað um 20% eða meira frá nýlegu hágildi. Við tóku 2023 og síðasta ár sem voru hagfelld á helstu mörkuðum með „bolamarkaði“ þar sem hagvöxtur var jákvæður, verðbólga á undanhaldi og seðlabankar hófu vaxtalækkunarferli í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá sýndu uppgjör félaga heilt yfir góðar rekstrarniðurstöður. Þó er erfitt að horfa á erlenda markaði án þess að hafa í huga að enn geysa átök bæði í Úkraínu og á Gaza með þeim hörmulegu afleiðingum sem fylgja. Áhrif á verðbréfamarkaði eru venjulega mest í aðdraganda átaka, en leita svo leita markaðir yfirleitt fyrra jafnvægis þegar átök hafa brotist út. Innlendi hlutabréfamarkaðurinn átti nokkuð undir högg að sækja framan af síðasta ári eftir nokkuð snarpa hækkun í kjölfar tilkynningar um yfirtökutilboð JBT í Marel undir árslok 2023. Svo kom í ljós 20. desember síðastliðinn að yfir 90% hlutahafa Marel samþykktu tilboðið. Í upphafi nýs árs var svo uppgjör á einum stærstu fyrirtækjakaupum sem átt hafa sér stað á innlendum hlutabréfamarkaði. Eigendur Marel fengu ýmist greitt fyrir hlutabréfin sín með reiðufé eða í hlutabréfum í sameinuðu félagi, JBT Marel. Mikil eftirvænting er fólgin í því að halda inn í nýtt ár þar sem töluvert fjármagn hefur skipt um hendur og þá mögulega fjármagn sem á eftir að leita inn á verðbréfamarkaðinn hér heima. Tíðindalítið fram að vaxtalækkunum Innlendi hlutabréfamarkaðurinn fór í rauninni ekki að taka við sér á síðasta ári fyrr en verðbólgan hafði gefið nægilega eftir til að Seðlabanki Íslands gæti hafið vaxtalækkunarferlið. Það er skiljanlegt að mikið fjármagn hafi setið á háum vöxtum á innlánsreikningum bankastofnanna með tilliti til þess að við vorum í heilt ár í hágildi stýrivaxta. En þegar vaxtalækkunarferlið var hafið tóku bæði hluta- og skuldabréf að hækka í verði. Hægt er að tryggja sér vexti til lengri tíma með því að fjárfesta í skuldabréfum. Skuldabréf hafa átt undir högg að sækja í vaxtahækkunarferlinu sem hófst árið 2021 en kærkomið er að sjá að vaxtalækkunarferlið er hafið. Ef horft er yfir síðasta ár á innlendum hlutabréfamarkaði má sjá að það eru hefðbundin félög eins og fasteignafélögin Heimar, Kaldalón og Reitir sem röðuðu sér í nokkur af efstu sætunum þegar kemur að gengishækkunum. Amaroq og Oculis hækkuðu einnig vel en Oculis var skráð á aðalmarkað á síðasta ári. Þar að auki var Festi í fimmta sæti þegar kemur að mestri hækkun ársins en félagið hækkaði afkomuspá fjórum sinnum á árinu. Eins og sagði áður var tíðindalítið á innlendum hlutabréfamarkaði þar til vaxtalækkanir litu dagsins ljós. Yfirleitt þegar markaðurinn hefur átt undir högg að sækja þá á leiðrétting sér oft stað í snörpum hækkunardögum eins og sjá mátti á síðasta ársfjórðungi 2024. Góð uppgjör á þriðja ársfjórðungi studdu við sterkan hlutabréfamarkað síðasta ársfjórðunginn. Aukin upplýsingagjöf Hættan við að fara út af hlutabréfamarkaðnum er því sú að verða af hækkunardögunum. Í eignastýringarþjónustu er alltaf verið að horfa til langtímaávöxtunar og það sýnir sig í ávöxtunartölum síðasta árs að þeir sem hafa staðið þolinmóðir í gegnum sveiflurnar uppskera nú samhliða viðsnúningi á mörkuðum. Lykillinn er þó alltaf að tekið sé tillit til áhættuþols fjárfestis. Ef fjárfestingar valda vökunóttum þá er ástæða til að draga úr áhættunni. Árið 2023 var innleitt í lög að huga skyldi að upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjárfestingum. Á árinu bætist svo við að stór félög og félög með skráð hlutabréf þurfa skila inn ófjárhagslegum upplýsingum í ársskýrslu er lúta að sjálfbærni. Markmiðið með innleiðingu löggjafarinnar er að samræma hvernig upplýsingum er miðlað og nýttar áfram með það að markmiði að stuðla að aukinni sjálfbærni. Dæmin sýna að fjármagn og fjárfestingar geta verið mikilvægt hreyfiafl til góðra verka í þessu samhengi. Auknar nýskráningar í Kauphöll Íslands undanfarin ár og meiri umræða um verðbréfamarkaðinn eru af hinu góða og alltaf bætast við aðilar sem sinna greiningum og upplýsingagjöf um markaðinn, hvort sem er í hlaðvörpum, á samfélagsmiðlum eða í almennri umræðu. Það að upplýsingar séu aðgengilegar og auki áhuga á markaðnum er svo til hagsbóta fyrir okkur öll. Nýsköpun er mikilvæg Ef litið er til Norðurlandanna er almenn eign í verðbréfum mun meiri en hérlendis. Sögulega hefur sparnaður Íslendinga mikið til byggst upp í gegnum fasteignir, en við búum líka yfir sterku lífeyriskerfi og erum í gegnum það öll þátttakendur á verðbréfamarkaði, jafnt innanlands sem utan. Innlán íslenskra heimila jukust mikið á tímum heimsfaraldurs og eru enn að byggjast upp. Gaman verður að sjá þegar vextir taka að lækka enn frekar hvort þessir fjármunir leiti ekki í auknum mæli inn á verðbréfamarkaðinn og styðji þá við starf þeirra öflugu fyrirtækja sem þar eru skráð. Erlendis, og þá sérstaklega á Norðurlöndunum, hafa nýsköpunarfyrirtæki líka tækifæri til að sækja sér fjármagn á minni markaði sem eru ekki ólíkir First North hlutabréfamarkaðnum hér. Mikilvægi nýsköpunar í því að byggja upp hagvöxt til lengri tíma er mikið og oft talað um að hugverkaiðnaðurinn sé fjórða stoð hagkerfisins á eftir sjávarútvegi, ferðaþjónustu og stóriðju. Við horfum bjartsýn til ársins á verðbréfamörkuðum og fögnum aukinni umræðu, fræðslu og almennri þátttöku. Í forgrunni af því sem verður spennandi að fylgjast með á árinu verður þróun vaxta og verðbólgu, útfærslur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, fjárfestingaflæði, uppgjör og horfur skráðra hlutafélaga, vertíðin og ferðmenn, og síðast en ekki síst, helstu vonarstjörnunum í Kauphöllinni, Alvotech, Amaroq og Oculis. Fjárfestingar eru til langs tíma Áramót eru jafnan góður tími til að setja sér markmið á mörgum sviðum og þar eru fjárhagsleg markmið ekki undanskilin. Í upphafi síðasta árs sáum við ekki fyrir atburði tengda stöðugum eldsumbrotum og áföllum í Grindavík frekar en við sáum fyrir okkur heimsfaraldur fyrir ekki svo löngu. Fjárfestingum á markaði fylgir jafnan óvissa og það sem við gerum til að draga úr áhættunni er að vera með vel dreift eignasafn, horfa til lengri tíma og stilla af hlutfall skuldabréfa og hlutabréfa. Hafa ber í huga að fjárfestingar eru til langs tíma og fjárfestingastefna í samræmi við áhættuþol hvers og eins er mikilvæg. Sveiflur á markaði geta haft áhrif á fjárfestingar til skamms tíma en síðasta ár hefur sýnt okkur að þolinmæði í gegnum sveiflur skilar nú ávöxtun samhliða viðsnúningi á verðbréfamörkuðum. Höfundur er forstöðumaður eignastýringar Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármálamarkaðir Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Núna þegar við bjóðum nýtt ár velkomið er tilvalið að líta yfir síðasta ár á verðbréfamörkuðum. Ef horft er út fyrir landsteinana var árið 2024 heilt yfir hagfellt. Árið 2022 var þungt með „bjarnarmarkaði“ en sú skilgreining er oft notuð þegar markaður hefur lækkað um 20% eða meira frá nýlegu hágildi. Við tóku 2023 og síðasta ár sem voru hagfelld á helstu mörkuðum með „bolamarkaði“ þar sem hagvöxtur var jákvæður, verðbólga á undanhaldi og seðlabankar hófu vaxtalækkunarferli í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá sýndu uppgjör félaga heilt yfir góðar rekstrarniðurstöður. Þó er erfitt að horfa á erlenda markaði án þess að hafa í huga að enn geysa átök bæði í Úkraínu og á Gaza með þeim hörmulegu afleiðingum sem fylgja. Áhrif á verðbréfamarkaði eru venjulega mest í aðdraganda átaka, en leita svo leita markaðir yfirleitt fyrra jafnvægis þegar átök hafa brotist út. Innlendi hlutabréfamarkaðurinn átti nokkuð undir högg að sækja framan af síðasta ári eftir nokkuð snarpa hækkun í kjölfar tilkynningar um yfirtökutilboð JBT í Marel undir árslok 2023. Svo kom í ljós 20. desember síðastliðinn að yfir 90% hlutahafa Marel samþykktu tilboðið. Í upphafi nýs árs var svo uppgjör á einum stærstu fyrirtækjakaupum sem átt hafa sér stað á innlendum hlutabréfamarkaði. Eigendur Marel fengu ýmist greitt fyrir hlutabréfin sín með reiðufé eða í hlutabréfum í sameinuðu félagi, JBT Marel. Mikil eftirvænting er fólgin í því að halda inn í nýtt ár þar sem töluvert fjármagn hefur skipt um hendur og þá mögulega fjármagn sem á eftir að leita inn á verðbréfamarkaðinn hér heima. Tíðindalítið fram að vaxtalækkunum Innlendi hlutabréfamarkaðurinn fór í rauninni ekki að taka við sér á síðasta ári fyrr en verðbólgan hafði gefið nægilega eftir til að Seðlabanki Íslands gæti hafið vaxtalækkunarferlið. Það er skiljanlegt að mikið fjármagn hafi setið á háum vöxtum á innlánsreikningum bankastofnanna með tilliti til þess að við vorum í heilt ár í hágildi stýrivaxta. En þegar vaxtalækkunarferlið var hafið tóku bæði hluta- og skuldabréf að hækka í verði. Hægt er að tryggja sér vexti til lengri tíma með því að fjárfesta í skuldabréfum. Skuldabréf hafa átt undir högg að sækja í vaxtahækkunarferlinu sem hófst árið 2021 en kærkomið er að sjá að vaxtalækkunarferlið er hafið. Ef horft er yfir síðasta ár á innlendum hlutabréfamarkaði má sjá að það eru hefðbundin félög eins og fasteignafélögin Heimar, Kaldalón og Reitir sem röðuðu sér í nokkur af efstu sætunum þegar kemur að gengishækkunum. Amaroq og Oculis hækkuðu einnig vel en Oculis var skráð á aðalmarkað á síðasta ári. Þar að auki var Festi í fimmta sæti þegar kemur að mestri hækkun ársins en félagið hækkaði afkomuspá fjórum sinnum á árinu. Eins og sagði áður var tíðindalítið á innlendum hlutabréfamarkaði þar til vaxtalækkanir litu dagsins ljós. Yfirleitt þegar markaðurinn hefur átt undir högg að sækja þá á leiðrétting sér oft stað í snörpum hækkunardögum eins og sjá mátti á síðasta ársfjórðungi 2024. Góð uppgjör á þriðja ársfjórðungi studdu við sterkan hlutabréfamarkað síðasta ársfjórðunginn. Aukin upplýsingagjöf Hættan við að fara út af hlutabréfamarkaðnum er því sú að verða af hækkunardögunum. Í eignastýringarþjónustu er alltaf verið að horfa til langtímaávöxtunar og það sýnir sig í ávöxtunartölum síðasta árs að þeir sem hafa staðið þolinmóðir í gegnum sveiflurnar uppskera nú samhliða viðsnúningi á mörkuðum. Lykillinn er þó alltaf að tekið sé tillit til áhættuþols fjárfestis. Ef fjárfestingar valda vökunóttum þá er ástæða til að draga úr áhættunni. Árið 2023 var innleitt í lög að huga skyldi að upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjárfestingum. Á árinu bætist svo við að stór félög og félög með skráð hlutabréf þurfa skila inn ófjárhagslegum upplýsingum í ársskýrslu er lúta að sjálfbærni. Markmiðið með innleiðingu löggjafarinnar er að samræma hvernig upplýsingum er miðlað og nýttar áfram með það að markmiði að stuðla að aukinni sjálfbærni. Dæmin sýna að fjármagn og fjárfestingar geta verið mikilvægt hreyfiafl til góðra verka í þessu samhengi. Auknar nýskráningar í Kauphöll Íslands undanfarin ár og meiri umræða um verðbréfamarkaðinn eru af hinu góða og alltaf bætast við aðilar sem sinna greiningum og upplýsingagjöf um markaðinn, hvort sem er í hlaðvörpum, á samfélagsmiðlum eða í almennri umræðu. Það að upplýsingar séu aðgengilegar og auki áhuga á markaðnum er svo til hagsbóta fyrir okkur öll. Nýsköpun er mikilvæg Ef litið er til Norðurlandanna er almenn eign í verðbréfum mun meiri en hérlendis. Sögulega hefur sparnaður Íslendinga mikið til byggst upp í gegnum fasteignir, en við búum líka yfir sterku lífeyriskerfi og erum í gegnum það öll þátttakendur á verðbréfamarkaði, jafnt innanlands sem utan. Innlán íslenskra heimila jukust mikið á tímum heimsfaraldurs og eru enn að byggjast upp. Gaman verður að sjá þegar vextir taka að lækka enn frekar hvort þessir fjármunir leiti ekki í auknum mæli inn á verðbréfamarkaðinn og styðji þá við starf þeirra öflugu fyrirtækja sem þar eru skráð. Erlendis, og þá sérstaklega á Norðurlöndunum, hafa nýsköpunarfyrirtæki líka tækifæri til að sækja sér fjármagn á minni markaði sem eru ekki ólíkir First North hlutabréfamarkaðnum hér. Mikilvægi nýsköpunar í því að byggja upp hagvöxt til lengri tíma er mikið og oft talað um að hugverkaiðnaðurinn sé fjórða stoð hagkerfisins á eftir sjávarútvegi, ferðaþjónustu og stóriðju. Við horfum bjartsýn til ársins á verðbréfamörkuðum og fögnum aukinni umræðu, fræðslu og almennri þátttöku. Í forgrunni af því sem verður spennandi að fylgjast með á árinu verður þróun vaxta og verðbólgu, útfærslur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, fjárfestingaflæði, uppgjör og horfur skráðra hlutafélaga, vertíðin og ferðmenn, og síðast en ekki síst, helstu vonarstjörnunum í Kauphöllinni, Alvotech, Amaroq og Oculis. Fjárfestingar eru til langs tíma Áramót eru jafnan góður tími til að setja sér markmið á mörgum sviðum og þar eru fjárhagsleg markmið ekki undanskilin. Í upphafi síðasta árs sáum við ekki fyrir atburði tengda stöðugum eldsumbrotum og áföllum í Grindavík frekar en við sáum fyrir okkur heimsfaraldur fyrir ekki svo löngu. Fjárfestingum á markaði fylgir jafnan óvissa og það sem við gerum til að draga úr áhættunni er að vera með vel dreift eignasafn, horfa til lengri tíma og stilla af hlutfall skuldabréfa og hlutabréfa. Hafa ber í huga að fjárfestingar eru til langs tíma og fjárfestingastefna í samræmi við áhættuþol hvers og eins er mikilvæg. Sveiflur á markaði geta haft áhrif á fjárfestingar til skamms tíma en síðasta ár hefur sýnt okkur að þolinmæði í gegnum sveiflur skilar nú ávöxtun samhliða viðsnúningi á verðbréfamörkuðum. Höfundur er forstöðumaður eignastýringar Íslandsbanka.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun