Fjögur skip hefja leit að loðnu Lovísa Arnardóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 16. janúar 2025 23:14 Guðmundur segir fyrstu niðurstöður eiga að liggja fyrir fljótlega eftir að leiðangri lýkur. Vísir/Einar Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. Góð loðnuvertíð geti skilað þjóðarbúinu um 60 milljörðum á tveimur mánuðum en léleg um 20 milljörðum. Verði loðnubrestur aftur eins og í fyrra þýði það engar tekjur og það sjáist á hagtölum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði upp frá Hafnarfirði. Þrjú skip frá útgerðinni taka þátt í leitinni að þessu sinni; Barði NK, skip Síldarvinnslunnar, grænlenska skipið Polar Ammassak, en þau héldu úr Neskaupstað, og Heimaey VE, skip Ísfélagsins, sem siglir frá Þórshöfn. Hér má sjá leitarferla skipanna. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir skipin byrja norðaustan við landið vegna þess að veðurhorfur séu bestar þar eins og stendur. „Svo verður þessu framhaldið og leitað fyrir austan land og norðan,“ segir hann og að það verði leitað langleiðina að Grænlandi. Hann segir að það hafi borist fregnir af loðnu fyrir austan og þeir komist fljótt í hana. Hann segir enn von á að finna hana. „Við höfum trú á því að það gæti orðið eitthvað,“ segir Guðmundur og að þau verði að sjá hversu mikið það verður. Fókusinn sé núna á að ná nákvæmri mælingu á magni og stærð stofnsins og hversu mikið, eða hvort, það verður hægt að gefa ráðgjöf. Hann segir þennan leiðangur geta tekið um viku og að því loknu verði unnið úr niðurstöðunum. Þau reyni að vinna þetta fljótt og mögulega liggi það fyrir eftir um tíu daga hvort það verði loðnuvertíð í ár eða ekki. Sjávarútvegur Loðnuveiðar Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Efnahagsmál Vísindi Tengdar fréttir Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Góð loðnuvertíð geti skilað þjóðarbúinu um 60 milljörðum á tveimur mánuðum en léleg um 20 milljörðum. Verði loðnubrestur aftur eins og í fyrra þýði það engar tekjur og það sjáist á hagtölum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði upp frá Hafnarfirði. Þrjú skip frá útgerðinni taka þátt í leitinni að þessu sinni; Barði NK, skip Síldarvinnslunnar, grænlenska skipið Polar Ammassak, en þau héldu úr Neskaupstað, og Heimaey VE, skip Ísfélagsins, sem siglir frá Þórshöfn. Hér má sjá leitarferla skipanna. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir skipin byrja norðaustan við landið vegna þess að veðurhorfur séu bestar þar eins og stendur. „Svo verður þessu framhaldið og leitað fyrir austan land og norðan,“ segir hann og að það verði leitað langleiðina að Grænlandi. Hann segir að það hafi borist fregnir af loðnu fyrir austan og þeir komist fljótt í hana. Hann segir enn von á að finna hana. „Við höfum trú á því að það gæti orðið eitthvað,“ segir Guðmundur og að þau verði að sjá hversu mikið það verður. Fókusinn sé núna á að ná nákvæmri mælingu á magni og stærð stofnsins og hversu mikið, eða hvort, það verður hægt að gefa ráðgjöf. Hann segir þennan leiðangur geta tekið um viku og að því loknu verði unnið úr niðurstöðunum. Þau reyni að vinna þetta fljótt og mögulega liggi það fyrir eftir um tíu daga hvort það verði loðnuvertíð í ár eða ekki.
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Efnahagsmál Vísindi Tengdar fréttir Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09