Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2025 08:31 Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla. Kerfið okkar er nokkuð gott og geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. En þessar fjórar menntastoðir eru ekki þær einu, því fimmta stoðin, framhaldsfræðslan, er líka til þó hún sé minna þekkt en hinar. Fimmta stoðin, framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Við, einstaklingarnir í samfélaginu, erum allskonar. Það þýðir að við erum misjafnlega í stakk búin til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar, við erum ekki öll tilbúin á sama tíma. En þegar einstaklingurinn er tilbúinn þá grípur framhaldsfræðslan viðkomandi og hjálpar honum að nýta þau menntunartækifæri sem samfélagið býður upp á. Einstaklingar sem vilja efla sig í námi og starfi og vita kannski ekki alveg hvar þau eiga að byrja geta leitað til símenntunarmiðstöðvanna og kannað hvað er í boði. Hægt er að fá ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa sem getur aðstoðað við að finna réttu leiðina. Fyrir þá sem vilja efla sig með námi eru í boði fjölmargar námsleiðir sem miða að því að efla einstaklinginn í starfi en einnig til að efla námslegan grunn og undirbúa fyrir frekara nám. Þeir sem vilja nýta þá hæfni sem þeir hafa öðlast í gegnum lífið og í störfum sínum geta óskað eftir að fá raunfærni sína metna. Þeir sem sinna framhaldsfræðslunni eru m.a. fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land. Hægt er að leita til þeirra til að skoða þau tækifæri sem bjóðast. Á vefsíðunni https://simennt.is getur þú fundið þá símenntunarstöð sem er á þínu svæði og haft samband. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um hvað náms- og starfsráðgjafar geta ráðlagt um https://simennt.is/nams-og-starfsradgjof/, upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði https://simennt.is/namsleidir/ og hvað raunfærnimat er https://simennt.is/raunfaernimat/. Framhaldsfræðslan hefur margt að bjóða og langar mig hér í stuttu máli að lýsa hvernig þrír einstaklingar hafa nýtt kerfið til efla sig og öðlast meiri þekkingu og framgang í starfi. Jóna er 44 ára. Hún hætti eftir 1 ár í framhaldsskóla og fór að vinna við ýmis störf sem kröfðust ekki sérstakrar menntunar. Þegar hún var 38 ára hitti hún náms- og starfsráðgjafa og skráði sig í kjölfarið í Menntastoðir, fór þaðan í Háskólabrú Keilis og síðan í sálfræði við Háskóla Ísland. Sigga er 32 ára. Hún hætti í framhaldsskóla eftir 2 ár. Hún hefur starfað á leikskóla í 10 ár og skráði sig í raunfærnimat í leikskólaliðabrú. Hún fékk 50 einingar metnar og kláraði síðan í kjölfarið leikskólaliðanám. Beata er 35 ára kennari frá Póllandi. Hún kom í leikskólasmiðju ásamt íslenskukennslu og fór síðan í Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla einnig með áherslu á starfstengda íslensku. Sem hluta af náminu var hún í starfsnámi á leikskóla og fékk í kjölfarið fastráðningu. Þessar þrjár sögur eru ólíkar en þúsundir eru til af álíka sögum enda er framhaldsfræðslan mikilvægur hlekkur í að bregðast við breyttum aðstæðum sem samfélagið stendur frammi fyrir og mikilvægt að einstaklingar nýti þau tækifæri sem leynast þar til að efla sig sem og samfélagið. Höfundur er formaður Símenntar. Aðilar að Símennt eru: Austurbrú www.austurbru.isFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra www.farskolinn.isFramvegis – miðstöð símenntunar www.framvegis.isFræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.isFræðslunetið www.fraedslunet.isMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum www.mss.isMímir – símenntun www.mimir.isSímenntun Vesturlands www.simenntun.isSÍMEY www.simey.isVISKA www.viska.isÞekkingarnet Þingeyinga www.hac.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla. Kerfið okkar er nokkuð gott og geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. En þessar fjórar menntastoðir eru ekki þær einu, því fimmta stoðin, framhaldsfræðslan, er líka til þó hún sé minna þekkt en hinar. Fimmta stoðin, framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Við, einstaklingarnir í samfélaginu, erum allskonar. Það þýðir að við erum misjafnlega í stakk búin til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar, við erum ekki öll tilbúin á sama tíma. En þegar einstaklingurinn er tilbúinn þá grípur framhaldsfræðslan viðkomandi og hjálpar honum að nýta þau menntunartækifæri sem samfélagið býður upp á. Einstaklingar sem vilja efla sig í námi og starfi og vita kannski ekki alveg hvar þau eiga að byrja geta leitað til símenntunarmiðstöðvanna og kannað hvað er í boði. Hægt er að fá ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa sem getur aðstoðað við að finna réttu leiðina. Fyrir þá sem vilja efla sig með námi eru í boði fjölmargar námsleiðir sem miða að því að efla einstaklinginn í starfi en einnig til að efla námslegan grunn og undirbúa fyrir frekara nám. Þeir sem vilja nýta þá hæfni sem þeir hafa öðlast í gegnum lífið og í störfum sínum geta óskað eftir að fá raunfærni sína metna. Þeir sem sinna framhaldsfræðslunni eru m.a. fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land. Hægt er að leita til þeirra til að skoða þau tækifæri sem bjóðast. Á vefsíðunni https://simennt.is getur þú fundið þá símenntunarstöð sem er á þínu svæði og haft samband. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um hvað náms- og starfsráðgjafar geta ráðlagt um https://simennt.is/nams-og-starfsradgjof/, upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði https://simennt.is/namsleidir/ og hvað raunfærnimat er https://simennt.is/raunfaernimat/. Framhaldsfræðslan hefur margt að bjóða og langar mig hér í stuttu máli að lýsa hvernig þrír einstaklingar hafa nýtt kerfið til efla sig og öðlast meiri þekkingu og framgang í starfi. Jóna er 44 ára. Hún hætti eftir 1 ár í framhaldsskóla og fór að vinna við ýmis störf sem kröfðust ekki sérstakrar menntunar. Þegar hún var 38 ára hitti hún náms- og starfsráðgjafa og skráði sig í kjölfarið í Menntastoðir, fór þaðan í Háskólabrú Keilis og síðan í sálfræði við Háskóla Ísland. Sigga er 32 ára. Hún hætti í framhaldsskóla eftir 2 ár. Hún hefur starfað á leikskóla í 10 ár og skráði sig í raunfærnimat í leikskólaliðabrú. Hún fékk 50 einingar metnar og kláraði síðan í kjölfarið leikskólaliðanám. Beata er 35 ára kennari frá Póllandi. Hún kom í leikskólasmiðju ásamt íslenskukennslu og fór síðan í Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla einnig með áherslu á starfstengda íslensku. Sem hluta af náminu var hún í starfsnámi á leikskóla og fékk í kjölfarið fastráðningu. Þessar þrjár sögur eru ólíkar en þúsundir eru til af álíka sögum enda er framhaldsfræðslan mikilvægur hlekkur í að bregðast við breyttum aðstæðum sem samfélagið stendur frammi fyrir og mikilvægt að einstaklingar nýti þau tækifæri sem leynast þar til að efla sig sem og samfélagið. Höfundur er formaður Símenntar. Aðilar að Símennt eru: Austurbrú www.austurbru.isFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra www.farskolinn.isFramvegis – miðstöð símenntunar www.framvegis.isFræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.isFræðslunetið www.fraedslunet.isMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum www.mss.isMímir – símenntun www.mimir.isSímenntun Vesturlands www.simenntun.isSÍMEY www.simey.isVISKA www.viska.isÞekkingarnet Þingeyinga www.hac.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun