Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 14:32 Slóvenar áttu ekki séns í Viktor Gísla Hallgrímsson í gærkvöld. vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa spilað á ellefu heimsmeistaramótum þá hefur handboltalandslið Slóveníu aldrei skorað eins fá mörk og í gær, gegn Viktori Gísla Hallgrímssyni og íslenska varnarmúrnum. Þetta kemur fram á heimasíðu alþjóða handboltasambandsins. Ísland hélt Slóvenum í aðeins átta mörkum í fyrri hálfleik, og vann leik liðanna að lokum 23-18. Hvoru tveggja er met en Slóvenar höfðu minnst skorað 19 mörk í einum leik á HM, þegar þeir töpuðu 33-19 gegn Frökkum á HM 2007. Slóvenía náði að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks, en engu að síður urðu mörk liðsins bara átján gegn ótrúlegu íslensku liði. Viktor Gísli var að sjálfsögðu valinn maður leiksins en hann varði átján skot í leiknum, þar af eitt víti, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslenska vörnin fór einnig á kostum, með menn eins og Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson og Viggó Kristjánsson í stórum hlutverkum. Slóvenar voru fyrst með á HM á Íslandi árið 1995 og eru eins og fyrr segir mættir á sitt ellefta heimsmeistaramót, en aldrei hefur þeim gengið eins illa að skora í einum leik. Þeir urðu í 10. sæti á mótinu fyrir tveimur árum, tveimur sætum fyrir ofan Ísland, og náðu sínum besta HM-árangri árið 2017 þegar þeir unnu til bronsverðlauna. Slóvenar urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit á Ólympíuleikunum í ágúst í fyrra, en munu þurfa að hafa mikið fyrir því að komast í 8-liða úrslitin á HM eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Ætla má að það hjálpi Íslandi ef Slóvenar ná í stig gegn Króatíu og/eða Egyptalandi í milliriðlakeppninni, en tvö efstu liðin í milliriðlinum komast í 8-liða úrslitin. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Þetta kemur fram á heimasíðu alþjóða handboltasambandsins. Ísland hélt Slóvenum í aðeins átta mörkum í fyrri hálfleik, og vann leik liðanna að lokum 23-18. Hvoru tveggja er met en Slóvenar höfðu minnst skorað 19 mörk í einum leik á HM, þegar þeir töpuðu 33-19 gegn Frökkum á HM 2007. Slóvenía náði að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks, en engu að síður urðu mörk liðsins bara átján gegn ótrúlegu íslensku liði. Viktor Gísli var að sjálfsögðu valinn maður leiksins en hann varði átján skot í leiknum, þar af eitt víti, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslenska vörnin fór einnig á kostum, með menn eins og Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson og Viggó Kristjánsson í stórum hlutverkum. Slóvenar voru fyrst með á HM á Íslandi árið 1995 og eru eins og fyrr segir mættir á sitt ellefta heimsmeistaramót, en aldrei hefur þeim gengið eins illa að skora í einum leik. Þeir urðu í 10. sæti á mótinu fyrir tveimur árum, tveimur sætum fyrir ofan Ísland, og náðu sínum besta HM-árangri árið 2017 þegar þeir unnu til bronsverðlauna. Slóvenar urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit á Ólympíuleikunum í ágúst í fyrra, en munu þurfa að hafa mikið fyrir því að komast í 8-liða úrslitin á HM eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Ætla má að það hjálpi Íslandi ef Slóvenar ná í stig gegn Króatíu og/eða Egyptalandi í milliriðlakeppninni, en tvö efstu liðin í milliriðlinum komast í 8-liða úrslitin.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46