Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 14:32 Slóvenar áttu ekki séns í Viktor Gísla Hallgrímsson í gærkvöld. vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa spilað á ellefu heimsmeistaramótum þá hefur handboltalandslið Slóveníu aldrei skorað eins fá mörk og í gær, gegn Viktori Gísla Hallgrímssyni og íslenska varnarmúrnum. Þetta kemur fram á heimasíðu alþjóða handboltasambandsins. Ísland hélt Slóvenum í aðeins átta mörkum í fyrri hálfleik, og vann leik liðanna að lokum 23-18. Hvoru tveggja er met en Slóvenar höfðu minnst skorað 19 mörk í einum leik á HM, þegar þeir töpuðu 33-19 gegn Frökkum á HM 2007. Slóvenía náði að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks, en engu að síður urðu mörk liðsins bara átján gegn ótrúlegu íslensku liði. Viktor Gísli var að sjálfsögðu valinn maður leiksins en hann varði átján skot í leiknum, þar af eitt víti, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslenska vörnin fór einnig á kostum, með menn eins og Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson og Viggó Kristjánsson í stórum hlutverkum. Slóvenar voru fyrst með á HM á Íslandi árið 1995 og eru eins og fyrr segir mættir á sitt ellefta heimsmeistaramót, en aldrei hefur þeim gengið eins illa að skora í einum leik. Þeir urðu í 10. sæti á mótinu fyrir tveimur árum, tveimur sætum fyrir ofan Ísland, og náðu sínum besta HM-árangri árið 2017 þegar þeir unnu til bronsverðlauna. Slóvenar urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit á Ólympíuleikunum í ágúst í fyrra, en munu þurfa að hafa mikið fyrir því að komast í 8-liða úrslitin á HM eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Ætla má að það hjálpi Íslandi ef Slóvenar ná í stig gegn Króatíu og/eða Egyptalandi í milliriðlakeppninni, en tvö efstu liðin í milliriðlinum komast í 8-liða úrslitin. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Þetta kemur fram á heimasíðu alþjóða handboltasambandsins. Ísland hélt Slóvenum í aðeins átta mörkum í fyrri hálfleik, og vann leik liðanna að lokum 23-18. Hvoru tveggja er met en Slóvenar höfðu minnst skorað 19 mörk í einum leik á HM, þegar þeir töpuðu 33-19 gegn Frökkum á HM 2007. Slóvenía náði að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks, en engu að síður urðu mörk liðsins bara átján gegn ótrúlegu íslensku liði. Viktor Gísli var að sjálfsögðu valinn maður leiksins en hann varði átján skot í leiknum, þar af eitt víti, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslenska vörnin fór einnig á kostum, með menn eins og Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson og Viggó Kristjánsson í stórum hlutverkum. Slóvenar voru fyrst með á HM á Íslandi árið 1995 og eru eins og fyrr segir mættir á sitt ellefta heimsmeistaramót, en aldrei hefur þeim gengið eins illa að skora í einum leik. Þeir urðu í 10. sæti á mótinu fyrir tveimur árum, tveimur sætum fyrir ofan Ísland, og náðu sínum besta HM-árangri árið 2017 þegar þeir unnu til bronsverðlauna. Slóvenar urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit á Ólympíuleikunum í ágúst í fyrra, en munu þurfa að hafa mikið fyrir því að komast í 8-liða úrslitin á HM eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Ætla má að það hjálpi Íslandi ef Slóvenar ná í stig gegn Króatíu og/eða Egyptalandi í milliriðlakeppninni, en tvö efstu liðin í milliriðlinum komast í 8-liða úrslitin.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46