Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar 27. janúar 2025 10:02 Félag atvinnurekenda (FA) hefur svarað ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunasamtökum um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Félagið hefur lagt fram sextán sparnaðartillögur, en þar á meðal eru tillögur um lykilaðgerðir í starfsmannamálum ríkisins, sem eru forsenda langtímahagræðingar. Fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir FA 2023, sýndi að opinberum starfsmönnum hefði á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega 20%, á sama tíma og fólki á almennum vinnumarkaði fjölgaði um 3%. Fjölgunin var mest í opinberri stjórnsýslu, eða um 60% á sex árum. Umfang hins opinbera á vinnumarkaðnum er með því mesta sem gerist innan OECD. Að mati FA er full ástæða til að staldra við og setja stopp á nýráðningar innan stjórnsýslunnar nema í sérstökum undantekningartilvikum, því að fjölgunin virðist stjórnlaus. Það getur ekki talist eðlilegt að störfum á vegum hins opinbera fjölgi hraðar en á einkamarkaðnum. Kjör opinberra starfsmanna og samanburður við einkamarkaðinn Í ofangreindri skýrslu Intellecon var sýnt fram á að á undanförnum árum hefur launamunur milli opinberrar stjórnsýslu og einkamarkaðarins nánast horfið. Launakostnaður á hverja vinnustund í opinberri stjórnsýslu hefur farið mjög hækkandi, mun meira en á almenna markaðnum. Um leið njóta opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram starfsfólk á almennum vinnumarkaði, s.s. styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Ekki eingöngu eru þessi sérréttindi opinberra starfsmanna til kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur heldur gera þau einkafyrirtækjum torvelt fyrir að keppa við stjórnsýsluna um sérhæft starfsfólk, einkum sérfræðinga og stjórnendur. FA telur ótækt að hið opinbera leiði launa- og kjaraþróun í landinu, eins og gerðist með kjarasamningum árið 2014, þar sem samið var um langtum meiri hækkanir en á almennum markaði, og í samningunum 2019 þegar opinberir starfsmenn fengu miklu ríflegri styttingu vinnuviku en starfsfólk á almennum markaði, undir því falska flaggi að verið væri að gera sambærilegar breytingar og í lífskjarasamningunum á almenna markaðnum. Að mati FA er ekki hægt að láta undan kröfum samtaka opinberra starfsmanna um launahækkanir umfram það sem gerist á almenna markaðnum nema um leið séu sérréttindi þeirra leiðrétt. Breytingar á starfsmannalögum FA telur algjört lykilatriði, til þess að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu og sparnað í rekstri ríkisins verði að veruleika, að gerðar verði breytingar á lögunum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Afnema verður þau sérréttindi, sem þar eru lögfest, ekki síst uppsagnarverndina sem felst í því að opinberum starfsmanni verði ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu vegna slælegrar frammistöðu í starfi. Ítrekað hefur komið fram í könnunum á meðal forstöðumanna ríkisstofnana að þeir telja starfsmannalögin standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Í ljósi þess að kjör starfsmanna ríkisins eru orðin sambærileg eða betri en á einkamarkaði og lífeyrisréttindi samræmd til framtíðar er fullkomin tímaskekkja að viðhalda tvískiptum vinnumarkaði að þessu leyti. Jafnframt er ástæða til að skoða hvort það fyrirkomulag eigi áfram að gilda að ákvarðanir um ráðningar og starfslok hjá ríkinu séu stjórnvaldsákvarðanir og falli þannig undir stjórnsýslulög, eða hvort almenna vinnumarkaðslöggjöfin skuli gilda. Ef ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að breyta starfsmannalögunum og afnema sérréttindi opinberra starfsmanna verður lítið úr hagræðingaráformum hennar. Sameining og fækkun stofnana FA fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og fækkun stofnana. Félagið leggur til að því vinnulagi verði breytt að stofnanir séu sameinaðar án þess að störfum og stöðugildum sé fækkað, nema þá helst í yfirstjórn. Það á ekki að vera markmið við sameiningu stofnana að vernda störf ríkisstarfsmanna, heldur þvert á móti að með fækkun og sameiningu stofnana verði hægt að vinna verkefnin með minni mannskap. FA varar við flutningi stofnana á milli landshluta án þess að fyrir liggi faglegt og óháð mat á kostnaði og ávinningi. Sporin hræða í því efni, til dæmis hreppaflutningar Fiskistofu. Kostnaðar- og ábatamat ætti jafnframt að framkvæma á því fyrirkomulagi að reka stofnanir á mörgum stöðum í þágu byggðastefnu. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur svarað ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunasamtökum um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Félagið hefur lagt fram sextán sparnaðartillögur, en þar á meðal eru tillögur um lykilaðgerðir í starfsmannamálum ríkisins, sem eru forsenda langtímahagræðingar. Fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir FA 2023, sýndi að opinberum starfsmönnum hefði á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega 20%, á sama tíma og fólki á almennum vinnumarkaði fjölgaði um 3%. Fjölgunin var mest í opinberri stjórnsýslu, eða um 60% á sex árum. Umfang hins opinbera á vinnumarkaðnum er með því mesta sem gerist innan OECD. Að mati FA er full ástæða til að staldra við og setja stopp á nýráðningar innan stjórnsýslunnar nema í sérstökum undantekningartilvikum, því að fjölgunin virðist stjórnlaus. Það getur ekki talist eðlilegt að störfum á vegum hins opinbera fjölgi hraðar en á einkamarkaðnum. Kjör opinberra starfsmanna og samanburður við einkamarkaðinn Í ofangreindri skýrslu Intellecon var sýnt fram á að á undanförnum árum hefur launamunur milli opinberrar stjórnsýslu og einkamarkaðarins nánast horfið. Launakostnaður á hverja vinnustund í opinberri stjórnsýslu hefur farið mjög hækkandi, mun meira en á almenna markaðnum. Um leið njóta opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram starfsfólk á almennum vinnumarkaði, s.s. styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Ekki eingöngu eru þessi sérréttindi opinberra starfsmanna til kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur heldur gera þau einkafyrirtækjum torvelt fyrir að keppa við stjórnsýsluna um sérhæft starfsfólk, einkum sérfræðinga og stjórnendur. FA telur ótækt að hið opinbera leiði launa- og kjaraþróun í landinu, eins og gerðist með kjarasamningum árið 2014, þar sem samið var um langtum meiri hækkanir en á almennum markaði, og í samningunum 2019 þegar opinberir starfsmenn fengu miklu ríflegri styttingu vinnuviku en starfsfólk á almennum markaði, undir því falska flaggi að verið væri að gera sambærilegar breytingar og í lífskjarasamningunum á almenna markaðnum. Að mati FA er ekki hægt að láta undan kröfum samtaka opinberra starfsmanna um launahækkanir umfram það sem gerist á almenna markaðnum nema um leið séu sérréttindi þeirra leiðrétt. Breytingar á starfsmannalögum FA telur algjört lykilatriði, til þess að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu og sparnað í rekstri ríkisins verði að veruleika, að gerðar verði breytingar á lögunum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Afnema verður þau sérréttindi, sem þar eru lögfest, ekki síst uppsagnarverndina sem felst í því að opinberum starfsmanni verði ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu vegna slælegrar frammistöðu í starfi. Ítrekað hefur komið fram í könnunum á meðal forstöðumanna ríkisstofnana að þeir telja starfsmannalögin standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Í ljósi þess að kjör starfsmanna ríkisins eru orðin sambærileg eða betri en á einkamarkaði og lífeyrisréttindi samræmd til framtíðar er fullkomin tímaskekkja að viðhalda tvískiptum vinnumarkaði að þessu leyti. Jafnframt er ástæða til að skoða hvort það fyrirkomulag eigi áfram að gilda að ákvarðanir um ráðningar og starfslok hjá ríkinu séu stjórnvaldsákvarðanir og falli þannig undir stjórnsýslulög, eða hvort almenna vinnumarkaðslöggjöfin skuli gilda. Ef ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að breyta starfsmannalögunum og afnema sérréttindi opinberra starfsmanna verður lítið úr hagræðingaráformum hennar. Sameining og fækkun stofnana FA fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og fækkun stofnana. Félagið leggur til að því vinnulagi verði breytt að stofnanir séu sameinaðar án þess að störfum og stöðugildum sé fækkað, nema þá helst í yfirstjórn. Það á ekki að vera markmið við sameiningu stofnana að vernda störf ríkisstarfsmanna, heldur þvert á móti að með fækkun og sameiningu stofnana verði hægt að vinna verkefnin með minni mannskap. FA varar við flutningi stofnana á milli landshluta án þess að fyrir liggi faglegt og óháð mat á kostnaði og ávinningi. Sporin hræða í því efni, til dæmis hreppaflutningar Fiskistofu. Kostnaðar- og ábatamat ætti jafnframt að framkvæma á því fyrirkomulagi að reka stofnanir á mörgum stöðum í þágu byggðastefnu. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun