Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar 27. janúar 2025 10:02 Félag atvinnurekenda (FA) hefur svarað ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunasamtökum um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Félagið hefur lagt fram sextán sparnaðartillögur, en þar á meðal eru tillögur um lykilaðgerðir í starfsmannamálum ríkisins, sem eru forsenda langtímahagræðingar. Fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir FA 2023, sýndi að opinberum starfsmönnum hefði á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega 20%, á sama tíma og fólki á almennum vinnumarkaði fjölgaði um 3%. Fjölgunin var mest í opinberri stjórnsýslu, eða um 60% á sex árum. Umfang hins opinbera á vinnumarkaðnum er með því mesta sem gerist innan OECD. Að mati FA er full ástæða til að staldra við og setja stopp á nýráðningar innan stjórnsýslunnar nema í sérstökum undantekningartilvikum, því að fjölgunin virðist stjórnlaus. Það getur ekki talist eðlilegt að störfum á vegum hins opinbera fjölgi hraðar en á einkamarkaðnum. Kjör opinberra starfsmanna og samanburður við einkamarkaðinn Í ofangreindri skýrslu Intellecon var sýnt fram á að á undanförnum árum hefur launamunur milli opinberrar stjórnsýslu og einkamarkaðarins nánast horfið. Launakostnaður á hverja vinnustund í opinberri stjórnsýslu hefur farið mjög hækkandi, mun meira en á almenna markaðnum. Um leið njóta opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram starfsfólk á almennum vinnumarkaði, s.s. styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Ekki eingöngu eru þessi sérréttindi opinberra starfsmanna til kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur heldur gera þau einkafyrirtækjum torvelt fyrir að keppa við stjórnsýsluna um sérhæft starfsfólk, einkum sérfræðinga og stjórnendur. FA telur ótækt að hið opinbera leiði launa- og kjaraþróun í landinu, eins og gerðist með kjarasamningum árið 2014, þar sem samið var um langtum meiri hækkanir en á almennum markaði, og í samningunum 2019 þegar opinberir starfsmenn fengu miklu ríflegri styttingu vinnuviku en starfsfólk á almennum markaði, undir því falska flaggi að verið væri að gera sambærilegar breytingar og í lífskjarasamningunum á almenna markaðnum. Að mati FA er ekki hægt að láta undan kröfum samtaka opinberra starfsmanna um launahækkanir umfram það sem gerist á almenna markaðnum nema um leið séu sérréttindi þeirra leiðrétt. Breytingar á starfsmannalögum FA telur algjört lykilatriði, til þess að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu og sparnað í rekstri ríkisins verði að veruleika, að gerðar verði breytingar á lögunum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Afnema verður þau sérréttindi, sem þar eru lögfest, ekki síst uppsagnarverndina sem felst í því að opinberum starfsmanni verði ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu vegna slælegrar frammistöðu í starfi. Ítrekað hefur komið fram í könnunum á meðal forstöðumanna ríkisstofnana að þeir telja starfsmannalögin standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Í ljósi þess að kjör starfsmanna ríkisins eru orðin sambærileg eða betri en á einkamarkaði og lífeyrisréttindi samræmd til framtíðar er fullkomin tímaskekkja að viðhalda tvískiptum vinnumarkaði að þessu leyti. Jafnframt er ástæða til að skoða hvort það fyrirkomulag eigi áfram að gilda að ákvarðanir um ráðningar og starfslok hjá ríkinu séu stjórnvaldsákvarðanir og falli þannig undir stjórnsýslulög, eða hvort almenna vinnumarkaðslöggjöfin skuli gilda. Ef ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að breyta starfsmannalögunum og afnema sérréttindi opinberra starfsmanna verður lítið úr hagræðingaráformum hennar. Sameining og fækkun stofnana FA fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og fækkun stofnana. Félagið leggur til að því vinnulagi verði breytt að stofnanir séu sameinaðar án þess að störfum og stöðugildum sé fækkað, nema þá helst í yfirstjórn. Það á ekki að vera markmið við sameiningu stofnana að vernda störf ríkisstarfsmanna, heldur þvert á móti að með fækkun og sameiningu stofnana verði hægt að vinna verkefnin með minni mannskap. FA varar við flutningi stofnana á milli landshluta án þess að fyrir liggi faglegt og óháð mat á kostnaði og ávinningi. Sporin hræða í því efni, til dæmis hreppaflutningar Fiskistofu. Kostnaðar- og ábatamat ætti jafnframt að framkvæma á því fyrirkomulagi að reka stofnanir á mörgum stöðum í þágu byggðastefnu. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur svarað ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunasamtökum um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Félagið hefur lagt fram sextán sparnaðartillögur, en þar á meðal eru tillögur um lykilaðgerðir í starfsmannamálum ríkisins, sem eru forsenda langtímahagræðingar. Fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir FA 2023, sýndi að opinberum starfsmönnum hefði á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega 20%, á sama tíma og fólki á almennum vinnumarkaði fjölgaði um 3%. Fjölgunin var mest í opinberri stjórnsýslu, eða um 60% á sex árum. Umfang hins opinbera á vinnumarkaðnum er með því mesta sem gerist innan OECD. Að mati FA er full ástæða til að staldra við og setja stopp á nýráðningar innan stjórnsýslunnar nema í sérstökum undantekningartilvikum, því að fjölgunin virðist stjórnlaus. Það getur ekki talist eðlilegt að störfum á vegum hins opinbera fjölgi hraðar en á einkamarkaðnum. Kjör opinberra starfsmanna og samanburður við einkamarkaðinn Í ofangreindri skýrslu Intellecon var sýnt fram á að á undanförnum árum hefur launamunur milli opinberrar stjórnsýslu og einkamarkaðarins nánast horfið. Launakostnaður á hverja vinnustund í opinberri stjórnsýslu hefur farið mjög hækkandi, mun meira en á almenna markaðnum. Um leið njóta opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram starfsfólk á almennum vinnumarkaði, s.s. styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Ekki eingöngu eru þessi sérréttindi opinberra starfsmanna til kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur heldur gera þau einkafyrirtækjum torvelt fyrir að keppa við stjórnsýsluna um sérhæft starfsfólk, einkum sérfræðinga og stjórnendur. FA telur ótækt að hið opinbera leiði launa- og kjaraþróun í landinu, eins og gerðist með kjarasamningum árið 2014, þar sem samið var um langtum meiri hækkanir en á almennum markaði, og í samningunum 2019 þegar opinberir starfsmenn fengu miklu ríflegri styttingu vinnuviku en starfsfólk á almennum markaði, undir því falska flaggi að verið væri að gera sambærilegar breytingar og í lífskjarasamningunum á almenna markaðnum. Að mati FA er ekki hægt að láta undan kröfum samtaka opinberra starfsmanna um launahækkanir umfram það sem gerist á almenna markaðnum nema um leið séu sérréttindi þeirra leiðrétt. Breytingar á starfsmannalögum FA telur algjört lykilatriði, til þess að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu og sparnað í rekstri ríkisins verði að veruleika, að gerðar verði breytingar á lögunum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Afnema verður þau sérréttindi, sem þar eru lögfest, ekki síst uppsagnarverndina sem felst í því að opinberum starfsmanni verði ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu vegna slælegrar frammistöðu í starfi. Ítrekað hefur komið fram í könnunum á meðal forstöðumanna ríkisstofnana að þeir telja starfsmannalögin standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Í ljósi þess að kjör starfsmanna ríkisins eru orðin sambærileg eða betri en á einkamarkaði og lífeyrisréttindi samræmd til framtíðar er fullkomin tímaskekkja að viðhalda tvískiptum vinnumarkaði að þessu leyti. Jafnframt er ástæða til að skoða hvort það fyrirkomulag eigi áfram að gilda að ákvarðanir um ráðningar og starfslok hjá ríkinu séu stjórnvaldsákvarðanir og falli þannig undir stjórnsýslulög, eða hvort almenna vinnumarkaðslöggjöfin skuli gilda. Ef ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að breyta starfsmannalögunum og afnema sérréttindi opinberra starfsmanna verður lítið úr hagræðingaráformum hennar. Sameining og fækkun stofnana FA fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og fækkun stofnana. Félagið leggur til að því vinnulagi verði breytt að stofnanir séu sameinaðar án þess að störfum og stöðugildum sé fækkað, nema þá helst í yfirstjórn. Það á ekki að vera markmið við sameiningu stofnana að vernda störf ríkisstarfsmanna, heldur þvert á móti að með fækkun og sameiningu stofnana verði hægt að vinna verkefnin með minni mannskap. FA varar við flutningi stofnana á milli landshluta án þess að fyrir liggi faglegt og óháð mat á kostnaði og ávinningi. Sporin hræða í því efni, til dæmis hreppaflutningar Fiskistofu. Kostnaðar- og ábatamat ætti jafnframt að framkvæma á því fyrirkomulagi að reka stofnanir á mörgum stöðum í þágu byggðastefnu. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun