Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2025 14:58 Íslendingar verja miklum fjármunum í rekstur leikskóla. Vísir/Vilhelm Ísland ver hæstu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða. Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þetta kemur fram í í skýrslu Eurydice um gæði leikskóla í Evrópu sem er gerð á fimm ára fresti. Þar er samanburður á stöðu leikskólastigsins í 37 evrópskum löndum. Staðan er metin út frá starfsfólki, mati og eftirliti, námskrá, stjórnun og fjármögnun. Ísland með hæsta framlagið Fram kemur að Ísland og Svíþjóð verja hæsta hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða eða 1,8 og1,6 prósent. Noregur og Finnland koma þar á eftir með um 1,2 prósent af landsframleiðslu. Samanburður milli landa úr skýrslu Eurydice á hversu stór hluti landsframleiðslu fer í leikskólastigið. Ísland trónir þar hæst.Vísir Landsframleiðsla á höfðatölu er einnig með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt Eurostat. Fjárfesting í leikskólastiginu á sjö ára tímabili jókst einnig mest hér á landi á sjö ára tímabili en almennt jókst hún um 0,2 prósentustig eða meira. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur skýrslunnar segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur evrópskrar skýrslu um leikskóa segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar EvrópuþjóðirVísir „Ísland er meðal þeirra þjóða sem veitir mestu til leikskólastigsins. Almennt hafa evrópskar þjóðir verið að beina sjónum sínum meira að þætti leikskólamenntunar sem grundvallaratriði í ævilangri farsælli menntun,“ segir Hulda. Þátttaka yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi Íslenska leikskólakerfið er með heildstæða námskrá samkvæmt skýrslunni og góða lagalega umgjörð sem kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Þá er þátttökuhlutfall barna á leikskólum hér langt yfir viðmiðunarmörkum. Hulda segir það jákvætt því sífellt fleiri rannsóknir sýni að leikskólastigið sé grunnur að farsælli menntun. „Þátttaka Íslands er langt yfir viðmiðunarmörkum hjá yngri og eldri börnum þ.e. yngri en þriggja ára og eldri,“ segir hún. Öll Norðurlöndin nema Ísland tryggja með formlegum hætti aðgengi barna að leikskóla eða dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi. Í heild tryggja aðeins sjö Evrópulönd slíkt aðgengi. Við eigum enn þá eftir að setja inn lagalegan rétt barna á þátttöku í leikskólum en á móti kemur að þátttökuhlutfall okkar er geysilega hátt,“ segir Hulda. Erfitt að fá fólk til starfa um alla Evrópu Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þá er leikskólabörnum almennt að fækka í Evrópu samfara lægri fæðingartíðni. Svipuð þróun á sér stað hér á landi en ekki í sama mæli. Hulda segir að í skýrslunni sé bent á margar aðgerðir til að fá fólk til starfa. „Löndin fara mismunandi leiðir til að sækja starfsfólk og það er afar misjafnt hvernig menntunarkröfur eru. Sums staðar er krafist háskólamenntunar annars staðar ekki. Í skýrslunni er bent á margar leiðir og dæmi um hvernig hægt er að fá fólk til starfa. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær,“ segir Hulda. Leikskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þetta kemur fram í í skýrslu Eurydice um gæði leikskóla í Evrópu sem er gerð á fimm ára fresti. Þar er samanburður á stöðu leikskólastigsins í 37 evrópskum löndum. Staðan er metin út frá starfsfólki, mati og eftirliti, námskrá, stjórnun og fjármögnun. Ísland með hæsta framlagið Fram kemur að Ísland og Svíþjóð verja hæsta hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða eða 1,8 og1,6 prósent. Noregur og Finnland koma þar á eftir með um 1,2 prósent af landsframleiðslu. Samanburður milli landa úr skýrslu Eurydice á hversu stór hluti landsframleiðslu fer í leikskólastigið. Ísland trónir þar hæst.Vísir Landsframleiðsla á höfðatölu er einnig með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt Eurostat. Fjárfesting í leikskólastiginu á sjö ára tímabili jókst einnig mest hér á landi á sjö ára tímabili en almennt jókst hún um 0,2 prósentustig eða meira. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur skýrslunnar segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur evrópskrar skýrslu um leikskóa segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar EvrópuþjóðirVísir „Ísland er meðal þeirra þjóða sem veitir mestu til leikskólastigsins. Almennt hafa evrópskar þjóðir verið að beina sjónum sínum meira að þætti leikskólamenntunar sem grundvallaratriði í ævilangri farsælli menntun,“ segir Hulda. Þátttaka yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi Íslenska leikskólakerfið er með heildstæða námskrá samkvæmt skýrslunni og góða lagalega umgjörð sem kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Þá er þátttökuhlutfall barna á leikskólum hér langt yfir viðmiðunarmörkum. Hulda segir það jákvætt því sífellt fleiri rannsóknir sýni að leikskólastigið sé grunnur að farsælli menntun. „Þátttaka Íslands er langt yfir viðmiðunarmörkum hjá yngri og eldri börnum þ.e. yngri en þriggja ára og eldri,“ segir hún. Öll Norðurlöndin nema Ísland tryggja með formlegum hætti aðgengi barna að leikskóla eða dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi. Í heild tryggja aðeins sjö Evrópulönd slíkt aðgengi. Við eigum enn þá eftir að setja inn lagalegan rétt barna á þátttöku í leikskólum en á móti kemur að þátttökuhlutfall okkar er geysilega hátt,“ segir Hulda. Erfitt að fá fólk til starfa um alla Evrópu Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þá er leikskólabörnum almennt að fækka í Evrópu samfara lægri fæðingartíðni. Svipuð þróun á sér stað hér á landi en ekki í sama mæli. Hulda segir að í skýrslunni sé bent á margar aðgerðir til að fá fólk til starfa. „Löndin fara mismunandi leiðir til að sækja starfsfólk og það er afar misjafnt hvernig menntunarkröfur eru. Sums staðar er krafist háskólamenntunar annars staðar ekki. Í skýrslunni er bent á margar leiðir og dæmi um hvernig hægt er að fá fólk til starfa. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær,“ segir Hulda.
Leikskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira