Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar 31. janúar 2025 10:33 Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur. Því hefur áhersla á líðan starfsmanna og almennrar starfsánægju aukist á síðustu árum og áratugum. Kennarar á öllum skólastigum starfa með ungum einstaklingum á mótunaraldri og er því sérlega mikilvægt að þeir séu ánægðir í vinnunni. Ef kennarar eru ánægðir í starfi smitar samstarf þeirra og starfsánægja út frá sér til nemenda og leiðir af sér að nemendur leggja sig meira fram og samstarfið milli kennara og nemanda eflist og með því skólasamfélagið í heild. Einstaklingur sem er ósáttur og líður illa í vinnunni skilar ekki eðlilegum afköstum auk þess sem vanlíðan hans getur smitað út frá sér og haft neikvæð áhrif á aðra starfsmenn. Komið hefur fram í rannsóknum að þeir sem eru ánægðir og hamingjusamir í starfi eru mun líklegri til að vera það einnig í einkalífinu. Ef almenn óánægja er með launakjör og kennarar telja sig vanmetna getur það haft neikvæð áhrif á starfsánægju. Vissulega snúast deilur sveitarfélaganna og Kennarasambandsins um laun en á meðan þessir tveir aðilar ræða sín á milli eru fjölmargir aðilar að skrifa greinar og viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Inntak flestra þessara greina er iðulega að tala kennarastarfið upp eða niður. Þessi gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum segir sína sögu, kennarastarfið hefur áhrif á allt samfélagið. Gera má ráð fyrir að allir sem starfa í skólakerfinu hafi áhuga á kjörum sínum og er bagalegt að lesa fjöldann allan af greinum og pistlum um hversu illa gengur í skólakerfinu og hversu slæmir starfsmenn skólakerfisins eru. „Starfsmenn kerfisins eru of mikið veikir, þeir vinna lítið og þeim gengur illa að ala upp framtíð landsins“. Hefur einhver hugsað um hvaða áhrif þessar skoðanir, greinar og pistlar hafa á starfsánægju kennara og árangur og líðan nemenda? Á meðan laun kennara eru undir meðallaunum sérfræðinga á almennum vinnumarkaði munu ungu kynslóðir landsins ekki leitast við að sækja í kennarastarfið og mun nýliðun starfsstéttarinnar vera minni en þörf er á. Hver vill vinna í starfi sem krefst 5 ára háskólamenntunar og er undir meðallaunum? Hver vill vinna í starfi sem er undir stöðugri gagnrýni um að ekki sé nógu vel gert? Hver vill vinna í krefjandi starfi sem ekki er metið að verðleikum af samfélaginu?Hver vill vinna í starfi þar sem skjólstæðingar þínir leyfa sér að tala við þig og um þig af lítilli virðingu? Er ekki bara best að fá hærri laun annars staðar? Höfundur er grunnskólakennari og skrifaði meistararitgerð um starfsánægju kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur. Því hefur áhersla á líðan starfsmanna og almennrar starfsánægju aukist á síðustu árum og áratugum. Kennarar á öllum skólastigum starfa með ungum einstaklingum á mótunaraldri og er því sérlega mikilvægt að þeir séu ánægðir í vinnunni. Ef kennarar eru ánægðir í starfi smitar samstarf þeirra og starfsánægja út frá sér til nemenda og leiðir af sér að nemendur leggja sig meira fram og samstarfið milli kennara og nemanda eflist og með því skólasamfélagið í heild. Einstaklingur sem er ósáttur og líður illa í vinnunni skilar ekki eðlilegum afköstum auk þess sem vanlíðan hans getur smitað út frá sér og haft neikvæð áhrif á aðra starfsmenn. Komið hefur fram í rannsóknum að þeir sem eru ánægðir og hamingjusamir í starfi eru mun líklegri til að vera það einnig í einkalífinu. Ef almenn óánægja er með launakjör og kennarar telja sig vanmetna getur það haft neikvæð áhrif á starfsánægju. Vissulega snúast deilur sveitarfélaganna og Kennarasambandsins um laun en á meðan þessir tveir aðilar ræða sín á milli eru fjölmargir aðilar að skrifa greinar og viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Inntak flestra þessara greina er iðulega að tala kennarastarfið upp eða niður. Þessi gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum segir sína sögu, kennarastarfið hefur áhrif á allt samfélagið. Gera má ráð fyrir að allir sem starfa í skólakerfinu hafi áhuga á kjörum sínum og er bagalegt að lesa fjöldann allan af greinum og pistlum um hversu illa gengur í skólakerfinu og hversu slæmir starfsmenn skólakerfisins eru. „Starfsmenn kerfisins eru of mikið veikir, þeir vinna lítið og þeim gengur illa að ala upp framtíð landsins“. Hefur einhver hugsað um hvaða áhrif þessar skoðanir, greinar og pistlar hafa á starfsánægju kennara og árangur og líðan nemenda? Á meðan laun kennara eru undir meðallaunum sérfræðinga á almennum vinnumarkaði munu ungu kynslóðir landsins ekki leitast við að sækja í kennarastarfið og mun nýliðun starfsstéttarinnar vera minni en þörf er á. Hver vill vinna í starfi sem krefst 5 ára háskólamenntunar og er undir meðallaunum? Hver vill vinna í starfi sem er undir stöðugri gagnrýni um að ekki sé nógu vel gert? Hver vill vinna í krefjandi starfi sem ekki er metið að verðleikum af samfélaginu?Hver vill vinna í starfi þar sem skjólstæðingar þínir leyfa sér að tala við þig og um þig af lítilli virðingu? Er ekki bara best að fá hærri laun annars staðar? Höfundur er grunnskólakennari og skrifaði meistararitgerð um starfsánægju kennara.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun