Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar 1. febrúar 2025 14:30 Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega. Mikilvægir nytjastofnar humars og rækju hafa hrunið, og flestir botnfiskstofnar hafa minnkað. Þetta eru ekki einhverjar persónulegar hugleiðingar mínar, heldur byggt á tölulegum upplýsingum úr skýrslum Hafró. Og enn dökknar útlitið. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar verðmætasta nytjafiskstofn; þorskinn. Stofninn hefur minnkað. Alvarlegast er þó að þorskstofninn er nánast svelltur. Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg sem er enn langt undir þeirri þyngd sem var. Þorskur er ránfiskur, og ef engin önnur fæða er í boði, þá étur hann eigið ungviði. Nú finnst ekki næg loðna til að senda flotann til veiða, loðnubrestur. Rétt eins og árin; , 2008/9, 2018/19, 2019/20, 2023/24. Á síðast liðnum 10 árum hefur verið loðnubrestur í 6 vertíðar. Eru sérfræðingar okkar ekki farnir að sjá nein merki um að loðnustofninn sé að gefa eftir? Og, ef við skoðum aflatölur um landaða loðnu. Afli á árunum1996-2005 Samtals: 9.927.000 tonn – 100% Afli á árunum 2006-2015 Samtals: 3.269.000 tonn Afli á árunum 2016-2025 Samtals: 1.732.000 tonn – 17+% Hrun Þessar tölur sýna að á hverjum áratug hrynur veiðin. Og, hvað er gert? Það er notuð enn meiri tækni, jafnvel gervigreind, til að finna síðustu torfuna. Ráðgjöf Hafró sem gerir ráð fyrir „að geymd séu 400 þúsund tonn árlega“, er löngu komin í strand. Ef ekki verður gripið í taumana, þá má gera ráð fyrir að loðnustofninn hrynji alveg á vakt Hafró, rétt eins og humarinn, rækjan og lúðan. Hvenær ætla ráðamenn að vakna? Hrynji loðnustofninn munu botnfiskstofnar verða illa úti, þegar allt að 40% af fæðu þeirra hverfur nánast. Höfundur er útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega. Mikilvægir nytjastofnar humars og rækju hafa hrunið, og flestir botnfiskstofnar hafa minnkað. Þetta eru ekki einhverjar persónulegar hugleiðingar mínar, heldur byggt á tölulegum upplýsingum úr skýrslum Hafró. Og enn dökknar útlitið. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar verðmætasta nytjafiskstofn; þorskinn. Stofninn hefur minnkað. Alvarlegast er þó að þorskstofninn er nánast svelltur. Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg sem er enn langt undir þeirri þyngd sem var. Þorskur er ránfiskur, og ef engin önnur fæða er í boði, þá étur hann eigið ungviði. Nú finnst ekki næg loðna til að senda flotann til veiða, loðnubrestur. Rétt eins og árin; , 2008/9, 2018/19, 2019/20, 2023/24. Á síðast liðnum 10 árum hefur verið loðnubrestur í 6 vertíðar. Eru sérfræðingar okkar ekki farnir að sjá nein merki um að loðnustofninn sé að gefa eftir? Og, ef við skoðum aflatölur um landaða loðnu. Afli á árunum1996-2005 Samtals: 9.927.000 tonn – 100% Afli á árunum 2006-2015 Samtals: 3.269.000 tonn Afli á árunum 2016-2025 Samtals: 1.732.000 tonn – 17+% Hrun Þessar tölur sýna að á hverjum áratug hrynur veiðin. Og, hvað er gert? Það er notuð enn meiri tækni, jafnvel gervigreind, til að finna síðustu torfuna. Ráðgjöf Hafró sem gerir ráð fyrir „að geymd séu 400 þúsund tonn árlega“, er löngu komin í strand. Ef ekki verður gripið í taumana, þá má gera ráð fyrir að loðnustofninn hrynji alveg á vakt Hafró, rétt eins og humarinn, rækjan og lúðan. Hvenær ætla ráðamenn að vakna? Hrynji loðnustofninn munu botnfiskstofnar verða illa úti, þegar allt að 40% af fæðu þeirra hverfur nánast. Höfundur er útgerðartæknir.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar