„Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 21:00 Þegar fólk hugsar um gigt þá sér það oft fyrir sér gráhært fólk komið af miðjum aldri sem kvartar undan verkjum og stirðleika í liðum. Það er hins vegar ekki sú mynd sem við sjáum í Gigtarfélagi Íslands. Sannleikurinn er sá að liðagigt getur lagst á fólk á öllum aldri, jafnvel ungabörn. Margvíslegar tegundir liðagigtar eru til og sumar geta haft áhrif á unga einstaklinga jafnt sem eldri. En hvað er liðagigt, hverjir eru orsakavaldarnir, og hvernig er hægt að draga úr áhrifum hennar? Hvað er liðagigt? Liðagigt er samheiti yfir fjölda sjúkdóma sem valda bólgu og verkjum í liðum. Algengasta tegundin er slitgigt, sem stafar af niðurbroti brjósks í liðum. Aðrar algengar tegundir eru Iktsýki sem er í raun sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgu í liðum, sóraliðagigt og þvagsýrugigt sem orsakast af þvagsýrukristöllum í liðum. Einkenni liðagigtar Liðagigt getur birst á mismunandi hátt eftir tegund hennar, en helstu einkenni eru: Verkir og bólga í liðum Stirðleiki, sérstaklega á morgnana Minnkuð hreyfigeta Þreyta og almenn vanlíðan Rauðir og heitir liðir Ef þessi einkenni koma fram, þá er mælt með að leita til læknis. Ef fólk er með verki er best að fara til heimilislæknis og til að fá greiningu á vandamálinu og tilvísun til gigtarlæknis ef grunur er um gigt. Snemmgreining er mikilvæg og því er skiptir miklu máli að fresta því ekki að fara til læknis. Hvað er hægt að gera? Lífsstíll hefur mikla þýðingu fyrir heilsu liða. Hér eru nokkrar leiðir til að draga úr líkum á liðagigt og létta á einkennum: Hreyfing: Regluleg hreyfing með litlu álagi á liði, eins og sund, hjólreiðar og yoga getur stutt við liðheilsu. Hollt mataræði: Mataræði sem er ríkt af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og D-vítamíni getur minnkað bólgu. Forðast reykingar: Reykingar geta aukið líkur á iktsýki og gert einkenni verri. Líkamsþyngd: Offita eykur álag á liði, sérstaklega í hnjám, ökklum og mjöðmum. Niðurstaða Enginn er "of ungur" til að fá liðagigt, og mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum, sama á hvaða aldri þú ert. Með réttum forvörnum og heilbrigðum lífsstíl er hægt að draga verulega úr áhrifum sjúkdómsins og lifa virku og betra lífi. Gigtarfélag Íslands býður upp á stuðning við fólk sem greinist með gigtarsjúkdóma, sem það fær ekki í heilbrigðiskerfinu. Félagið er með ýmsa jafningjastuðningshópa. Liðagigtarhópur var stofnaður nýlega á Facebook fyrir félaga í Gigtarfélaginu. Jafningjastuðningshópar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í stuðningi við fólk með gigtarsjúkdóma. Það er ómetanlegt að geta talað við fólk í sömu stöðu sem skilur nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Yfirleitt gengur meðferð fólks vel og getur verið ómetanlegt að læra af þeim sem eru komnir lengra í ferlinu og fá þannig nýja von og kraft til að berjast fyrir betri heilsu og vera virkur í eigin meðferð. Fyrsti fundur liðagigtarhópsins er sunnudaginn 2. febrúar og er hægt að finna upplýsingar um stað og stund á Facebooksíðu og heimasíðu Gigtarfélagsins. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þegar fólk hugsar um gigt þá sér það oft fyrir sér gráhært fólk komið af miðjum aldri sem kvartar undan verkjum og stirðleika í liðum. Það er hins vegar ekki sú mynd sem við sjáum í Gigtarfélagi Íslands. Sannleikurinn er sá að liðagigt getur lagst á fólk á öllum aldri, jafnvel ungabörn. Margvíslegar tegundir liðagigtar eru til og sumar geta haft áhrif á unga einstaklinga jafnt sem eldri. En hvað er liðagigt, hverjir eru orsakavaldarnir, og hvernig er hægt að draga úr áhrifum hennar? Hvað er liðagigt? Liðagigt er samheiti yfir fjölda sjúkdóma sem valda bólgu og verkjum í liðum. Algengasta tegundin er slitgigt, sem stafar af niðurbroti brjósks í liðum. Aðrar algengar tegundir eru Iktsýki sem er í raun sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgu í liðum, sóraliðagigt og þvagsýrugigt sem orsakast af þvagsýrukristöllum í liðum. Einkenni liðagigtar Liðagigt getur birst á mismunandi hátt eftir tegund hennar, en helstu einkenni eru: Verkir og bólga í liðum Stirðleiki, sérstaklega á morgnana Minnkuð hreyfigeta Þreyta og almenn vanlíðan Rauðir og heitir liðir Ef þessi einkenni koma fram, þá er mælt með að leita til læknis. Ef fólk er með verki er best að fara til heimilislæknis og til að fá greiningu á vandamálinu og tilvísun til gigtarlæknis ef grunur er um gigt. Snemmgreining er mikilvæg og því er skiptir miklu máli að fresta því ekki að fara til læknis. Hvað er hægt að gera? Lífsstíll hefur mikla þýðingu fyrir heilsu liða. Hér eru nokkrar leiðir til að draga úr líkum á liðagigt og létta á einkennum: Hreyfing: Regluleg hreyfing með litlu álagi á liði, eins og sund, hjólreiðar og yoga getur stutt við liðheilsu. Hollt mataræði: Mataræði sem er ríkt af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og D-vítamíni getur minnkað bólgu. Forðast reykingar: Reykingar geta aukið líkur á iktsýki og gert einkenni verri. Líkamsþyngd: Offita eykur álag á liði, sérstaklega í hnjám, ökklum og mjöðmum. Niðurstaða Enginn er "of ungur" til að fá liðagigt, og mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum, sama á hvaða aldri þú ert. Með réttum forvörnum og heilbrigðum lífsstíl er hægt að draga verulega úr áhrifum sjúkdómsins og lifa virku og betra lífi. Gigtarfélag Íslands býður upp á stuðning við fólk sem greinist með gigtarsjúkdóma, sem það fær ekki í heilbrigðiskerfinu. Félagið er með ýmsa jafningjastuðningshópa. Liðagigtarhópur var stofnaður nýlega á Facebook fyrir félaga í Gigtarfélaginu. Jafningjastuðningshópar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í stuðningi við fólk með gigtarsjúkdóma. Það er ómetanlegt að geta talað við fólk í sömu stöðu sem skilur nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Yfirleitt gengur meðferð fólks vel og getur verið ómetanlegt að læra af þeim sem eru komnir lengra í ferlinu og fá þannig nýja von og kraft til að berjast fyrir betri heilsu og vera virkur í eigin meðferð. Fyrsti fundur liðagigtarhópsins er sunnudaginn 2. febrúar og er hægt að finna upplýsingar um stað og stund á Facebooksíðu og heimasíðu Gigtarfélagsins. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun