Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 7. febrúar 2025 14:33 Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR. Eru úrbætur nauðsynlegar? Síðan 2006 hefur VR starfrækt varasjóð fyrir félagsfólk, fjármagnaðan úr sjúkra- og orlofssjóði félagsins. Þrátt fyrir að sjóðurinn veiti stuðning við útgjöld eins og líkamsrækt, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaup o.fl., er fyrirkomulagið ekki eins sanngjarnt og það gæti verið. Eins dugar upphæðin sem þú færð úr varasjóðnum oft varla fyrir umgjörðinni vegna gleraugnakaupa. Varasjóðurinn, eins og hann er í dag, skapar ekki jöfn tækifæri fyrir félagsfólk VR. Sá sem er með lægri laun fær minna í sjóðinn en sá sem er með hærri laun. Því hefur verið haldið fram að þetta sé sanngjarnt þar sem þeir sem greiða meira inn í félagið eigi að njóta meiri réttinda, en stéttarfélag á fyrst og fremst að vinna að jafnræði meðal félagsfólks – ekki að innleiða kerfi sem mismunar eftir tekjum. Í öðrum stéttarfélögum, þar sem hefðbundin styrkjakerfi eru í notkun, geta félagsmenn sótt um styrki í ákveðnum flokkum, t.d. vegna heilsutengdra mála eða fæðingarstyrks, án þess að úthlutun ráðist af tekjum. Af hverju ættu félagsmenn VR að njóta lakari kjara en aðrir? Á þeim fjórtán árum sem ég starfaði hjá VR og í samtölum mínum við félagsfólk í tengslum við framboð mitt til formanns VR, hefur það komið skýrt fram að margir eru óánægðir með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Áhyggjuefnið snýr að: Félagsfólk fær ekki endurgreitt upp í þann kostnað sem það leggur út vegna líkamsræktar, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupa o.fl. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem telja varasjóð VR hafa skilað tilsettum árangri hafi í raun hlustað á raddir félagsfólks VR? Halla vísar í grein sinni að „ekki sé fyrir hendi víðtækur vilji innan félagsins til að umbylta varasjóðskerfinu.“ Ég tel þetta vera skekkta mynd af því sem félagsfólk VR raunverulega vill. Það hefur ítrekað komið fram að raddir þeirra sem vilja breytingar fái ekki nægilega mikinn hljómgrunn innan stjórnar VR. Þegar talað er um kannanir sem sýni að „almenn sátt“ ríki um varasjóðinn, er mikilvægt að hafa í huga að almenn þátttaka í könnunum VR hefur ekki verið mikil. Það getur því verið villandi að líta á niðurstöðurnar sem endanlega sönnun fyrir ánægju meðal félagsfólks. Samtöl við félagsfólk VR gefa allt aðra mynd. Hlustum á félagsfólk og gerum breytingar Sem formaður VR, mun ég leggja mig fram um að breyta fyrirkomulagi varasjóðsins. Tillaga mín er að leggja núverandi sjóð niður og koma á sanngjarnara styrkjakerfi sem nýtist öllu félagsfólki jafnt. Félagsfólk mun geta nýtt sér styrki í fleiri en einum flokki, allt eftir þörfum þeirra. Úthlutanir verða jafnar og byggðar á þeirri sýn að tryggja réttlæti og gagnsæi, líkt og tíðkast hjá öðrum stéttarfélögum. Með þessum breytingum styrkjum við félagsandann og byggjum upp VR sem tryggir jafnrétti fyrir allt félagsfólk – óháð tekjum. Ég mun hlusta á félagsfólk og standa með þeim. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Fyrrum UWC nemar skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR. Eru úrbætur nauðsynlegar? Síðan 2006 hefur VR starfrækt varasjóð fyrir félagsfólk, fjármagnaðan úr sjúkra- og orlofssjóði félagsins. Þrátt fyrir að sjóðurinn veiti stuðning við útgjöld eins og líkamsrækt, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaup o.fl., er fyrirkomulagið ekki eins sanngjarnt og það gæti verið. Eins dugar upphæðin sem þú færð úr varasjóðnum oft varla fyrir umgjörðinni vegna gleraugnakaupa. Varasjóðurinn, eins og hann er í dag, skapar ekki jöfn tækifæri fyrir félagsfólk VR. Sá sem er með lægri laun fær minna í sjóðinn en sá sem er með hærri laun. Því hefur verið haldið fram að þetta sé sanngjarnt þar sem þeir sem greiða meira inn í félagið eigi að njóta meiri réttinda, en stéttarfélag á fyrst og fremst að vinna að jafnræði meðal félagsfólks – ekki að innleiða kerfi sem mismunar eftir tekjum. Í öðrum stéttarfélögum, þar sem hefðbundin styrkjakerfi eru í notkun, geta félagsmenn sótt um styrki í ákveðnum flokkum, t.d. vegna heilsutengdra mála eða fæðingarstyrks, án þess að úthlutun ráðist af tekjum. Af hverju ættu félagsmenn VR að njóta lakari kjara en aðrir? Á þeim fjórtán árum sem ég starfaði hjá VR og í samtölum mínum við félagsfólk í tengslum við framboð mitt til formanns VR, hefur það komið skýrt fram að margir eru óánægðir með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Áhyggjuefnið snýr að: Félagsfólk fær ekki endurgreitt upp í þann kostnað sem það leggur út vegna líkamsræktar, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupa o.fl. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem telja varasjóð VR hafa skilað tilsettum árangri hafi í raun hlustað á raddir félagsfólks VR? Halla vísar í grein sinni að „ekki sé fyrir hendi víðtækur vilji innan félagsins til að umbylta varasjóðskerfinu.“ Ég tel þetta vera skekkta mynd af því sem félagsfólk VR raunverulega vill. Það hefur ítrekað komið fram að raddir þeirra sem vilja breytingar fái ekki nægilega mikinn hljómgrunn innan stjórnar VR. Þegar talað er um kannanir sem sýni að „almenn sátt“ ríki um varasjóðinn, er mikilvægt að hafa í huga að almenn þátttaka í könnunum VR hefur ekki verið mikil. Það getur því verið villandi að líta á niðurstöðurnar sem endanlega sönnun fyrir ánægju meðal félagsfólks. Samtöl við félagsfólk VR gefa allt aðra mynd. Hlustum á félagsfólk og gerum breytingar Sem formaður VR, mun ég leggja mig fram um að breyta fyrirkomulagi varasjóðsins. Tillaga mín er að leggja núverandi sjóð niður og koma á sanngjarnara styrkjakerfi sem nýtist öllu félagsfólki jafnt. Félagsfólk mun geta nýtt sér styrki í fleiri en einum flokki, allt eftir þörfum þeirra. Úthlutanir verða jafnar og byggðar á þeirri sýn að tryggja réttlæti og gagnsæi, líkt og tíðkast hjá öðrum stéttarfélögum. Með þessum breytingum styrkjum við félagsandann og byggjum upp VR sem tryggir jafnrétti fyrir allt félagsfólk – óháð tekjum. Ég mun hlusta á félagsfólk og standa með þeim. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar