Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 07:03 Í síðustu viku birtist grein með fyrirsögninni ,,Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn“ þar sem vísað var í útvarpsviðtal við verkefnastýru ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum sem sagði að á Íslandi væru miklu fleiri fullorðnir tilbúnir að eiga í kynferðislegum samskiptum við börn en við áttum okkur á. Þessi samskipti fara reglulega fram á netinu. Í viðtalinu kom fram mikilvægi þess að fræða foreldra en fullorðnir hefðu ,,sofið á verðinum“ varðandi eftirlit við netnotkun barna. Í dag er alþjóðlegur dagur öruggari netnotkunar (e. Safer Internet Day). Sem foreldrar pössum við að börnin okkar kunni umferðarreglurnar áður en þau þurfa að ganga ein yfir götur og við gætum þess að þau séu vel klædd ef það er kalt úti. Við segjum þeim líka hiklaust að ræða ekki við ókunnuga sem gætu nálgast þau á förnum vegi. Af því við viljum að þau séu örugg og undirbúin fyrir aðstæður sem þau gætu lent í. En hversu miklum tíma eyða börnin okkar á ,,förnum vegi“ miðað við tímann sem þau eyða eftirlitslaus á netinu? iPod-kynslóðin í foreldrahlutverkinu Ef þú ert foreldri grunnskólabarns í dag þá er ekki ólíklegt að þú munir eftir því þegar heimasíminn var ónothæfur á meðan þú fórst á netið, hvernig þér leið þegar þú fékkst fyrsta iPodinn þinn og þú getur líklega sungið laglínuna í ,,Nokia tune“ án þess að hugsa þig um. Við fengum tækifæri til að kynnast tækninni og netinu á meðan það þróaðist og kom smátt og smátt í meiri mæli inn í líf okkar. Við lærðum með því að prófa okkur áfram því þessi heimur var nýr fyrir öllum og þar af leiðandi ekki margir til að kenna okkur. Það sama gildir ekki um börnin okkar. Þau geta vissulega prófað sig áfram og hafa gott af því í einhverjum tilfellum en við þurfum að undirbúa þau, rétt eins og við kennum þeim að hlaupa ekki yfir götuna án þess að líta til beggja hliða. Hvar getum við byrjað? Ef við fáum upp á skjáinn glugga með skilaboðum um að við höfum unnið nýjan síma eða fúlgur fjár þá vitum við betur. Við smellum ekki á augljósar falsfréttir því við vitum betur. En þau? Af hverju ættu börn í kringum 10 ára aldur að vita betur? Eins ef þau eru í leikjum á borð við Roblox þar sem notendur geta sent vinabeiðnir og skilaboð, þá ætti það ekki að vera á þeirra ábyrgð að vita að þarna leynist margar hættur ef enginn hefur sagt þeim það. Umræða um miðlalæsi og netöryggi þarf alls ekki að vera hræðsluáróður. Í nýliðinni viku setti breska sendiráðið í loftið verkefni ásamt forseta Íslands. Verkefnið er tölvuleikur sem kennir börnum miðlalæsi og ábyrga nethegðun. Leikurinn heitir Digiworld, er ókeypis, opinn öllum og safnar engum persónugögnum. Hann var gerður af bresku samtökunum ParentZone sem hjálpa fjölskyldum að nálgast stafræna hluta fjölskyldulífsins á heilbrigðari og öruggari hátt. Undirrituð vann að þýðingu leiksins fyrir hönd breska sendiráðsins. Í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur leikurinn verið prófaður sem heimanám fyrir börn í 3. – 4. bekkjum þriggja grunnskóla og lögð áhersla á að foreldrar fari í gegnum leikinn með börnum sínum. Það er fyrst og fremst gert til að koma af stað umræðu inni á heimilinu og auðvelda foreldrum að ræða þessi mál við börn sín. Leikurinn er kominn inn á fræðslugátt MMS (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu) og markmiðið er að fleiri skólar noti leikinn sem heimanám í framhaldinu. Þessi pistill er hvatning til foreldra að spjalla við börnin sín um þessi mál. Jafnframt er mikilvægt að við sem foreldrar og forráðamenn séum til staðar og fullvissum börnin okkar um að þau geti alltaf leitað aðstoðar ef eitthvað sem þau sjá eða heyra á netinu veldur þeim óþægindum. Það væri auðvitað best ef engar hættur leyndust á netinu en því miður er það ekki svo. Við þurfum að búa til kynslóð sem er meðvituð og undirbúin. Við viljum ekki sofa lengur á verðinum. Höfundur er samskiptastjóri breska sendiráðsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Börn og uppeldi Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist grein með fyrirsögninni ,,Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn“ þar sem vísað var í útvarpsviðtal við verkefnastýru ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum sem sagði að á Íslandi væru miklu fleiri fullorðnir tilbúnir að eiga í kynferðislegum samskiptum við börn en við áttum okkur á. Þessi samskipti fara reglulega fram á netinu. Í viðtalinu kom fram mikilvægi þess að fræða foreldra en fullorðnir hefðu ,,sofið á verðinum“ varðandi eftirlit við netnotkun barna. Í dag er alþjóðlegur dagur öruggari netnotkunar (e. Safer Internet Day). Sem foreldrar pössum við að börnin okkar kunni umferðarreglurnar áður en þau þurfa að ganga ein yfir götur og við gætum þess að þau séu vel klædd ef það er kalt úti. Við segjum þeim líka hiklaust að ræða ekki við ókunnuga sem gætu nálgast þau á förnum vegi. Af því við viljum að þau séu örugg og undirbúin fyrir aðstæður sem þau gætu lent í. En hversu miklum tíma eyða börnin okkar á ,,förnum vegi“ miðað við tímann sem þau eyða eftirlitslaus á netinu? iPod-kynslóðin í foreldrahlutverkinu Ef þú ert foreldri grunnskólabarns í dag þá er ekki ólíklegt að þú munir eftir því þegar heimasíminn var ónothæfur á meðan þú fórst á netið, hvernig þér leið þegar þú fékkst fyrsta iPodinn þinn og þú getur líklega sungið laglínuna í ,,Nokia tune“ án þess að hugsa þig um. Við fengum tækifæri til að kynnast tækninni og netinu á meðan það þróaðist og kom smátt og smátt í meiri mæli inn í líf okkar. Við lærðum með því að prófa okkur áfram því þessi heimur var nýr fyrir öllum og þar af leiðandi ekki margir til að kenna okkur. Það sama gildir ekki um börnin okkar. Þau geta vissulega prófað sig áfram og hafa gott af því í einhverjum tilfellum en við þurfum að undirbúa þau, rétt eins og við kennum þeim að hlaupa ekki yfir götuna án þess að líta til beggja hliða. Hvar getum við byrjað? Ef við fáum upp á skjáinn glugga með skilaboðum um að við höfum unnið nýjan síma eða fúlgur fjár þá vitum við betur. Við smellum ekki á augljósar falsfréttir því við vitum betur. En þau? Af hverju ættu börn í kringum 10 ára aldur að vita betur? Eins ef þau eru í leikjum á borð við Roblox þar sem notendur geta sent vinabeiðnir og skilaboð, þá ætti það ekki að vera á þeirra ábyrgð að vita að þarna leynist margar hættur ef enginn hefur sagt þeim það. Umræða um miðlalæsi og netöryggi þarf alls ekki að vera hræðsluáróður. Í nýliðinni viku setti breska sendiráðið í loftið verkefni ásamt forseta Íslands. Verkefnið er tölvuleikur sem kennir börnum miðlalæsi og ábyrga nethegðun. Leikurinn heitir Digiworld, er ókeypis, opinn öllum og safnar engum persónugögnum. Hann var gerður af bresku samtökunum ParentZone sem hjálpa fjölskyldum að nálgast stafræna hluta fjölskyldulífsins á heilbrigðari og öruggari hátt. Undirrituð vann að þýðingu leiksins fyrir hönd breska sendiráðsins. Í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur leikurinn verið prófaður sem heimanám fyrir börn í 3. – 4. bekkjum þriggja grunnskóla og lögð áhersla á að foreldrar fari í gegnum leikinn með börnum sínum. Það er fyrst og fremst gert til að koma af stað umræðu inni á heimilinu og auðvelda foreldrum að ræða þessi mál við börn sín. Leikurinn er kominn inn á fræðslugátt MMS (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu) og markmiðið er að fleiri skólar noti leikinn sem heimanám í framhaldinu. Þessi pistill er hvatning til foreldra að spjalla við börnin sín um þessi mál. Jafnframt er mikilvægt að við sem foreldrar og forráðamenn séum til staðar og fullvissum börnin okkar um að þau geti alltaf leitað aðstoðar ef eitthvað sem þau sjá eða heyra á netinu veldur þeim óþægindum. Það væri auðvitað best ef engar hættur leyndust á netinu en því miður er það ekki svo. Við þurfum að búa til kynslóð sem er meðvituð og undirbúin. Við viljum ekki sofa lengur á verðinum. Höfundur er samskiptastjóri breska sendiráðsins í Reykjavík.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar