VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 08:02 Snemma á þessari öld stundaði ég nám við Kennaraháskóla Íslands. Ekki löngu áður en ég lauk námi voru undirritaðir nýir kjarasamningar þar sem gerðar voru breytingar á launatöflum í þá veru að laun færu hækkandi með lífaldri. Við sem þarna vorum í Kennó svo til beint úr framhaldsskóla komumst ekki hjá því að finnast hagsmunir okkar hafa verið fyrir borð bornir. Kannski hafði það áhrif að ungt fólk var fjarri góðu gamni við samningaborðið, en niðurstaðan var a.m.k. letjandi fyrir okkur sem vorum þá ung, en hvetjandi fyrir fólk á miðjum aldri að dusta rykið af kennaraprófinu. Til eru fjölmörg áþekk dæmi úr kjaraviðræðum þar sem hagsmunir þeirra sem eldri eru og/eða með meiri starfsreynslu eru teknir fram yfir hagsmuni fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Stundum kann það að vera réttlætanlegt, en það sem er erfiðara að réttlæta er aðkomuleysi ungs fólks að kjaraviðræðunum og undirbúningi þeirra. Ég hef lagt áherslu á að málefni fólks á ólíkum aldri snúist ekki um mismunandi hópa, heldur einmitt um okkur sjálf á ólíkum tímabilum lífsins. Samt er alltaf ákveðin spenna á milli kynslóðanna og ein af birtingarmyndum hennar er tilhneiging eldra fólks til að líta svo á að yngra fólk hafi það bara skrambi gott, jafnvel betra en nokkru sinni áður. Ungt fólk þurfi að taka út ákveðna „reynslu“ sem fylgi því að eiga ekki alltaf pening og sætta sig við lakari húsakost. Þetta hugarfar getur hæglega leitt til stöðnunar, en þar fyrir utan er margt sem bendir til þess að aðstæður ungs fólks séu langt í frá til fyrirmyndar. Húsnæðismál og málefni barnafólks Hæst ber það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum og kemur þyngst niður á yngra fólki sem er gert sífellt erfiðara að koma sér þaki yfir höfuð. Fjöldi fólks situr fastur í foreldrahúsum og ójöfnuður hefur aukist þar sem ungt fólk er háð fyrirgreiðslu foreldra til að komast út á fasteignamarkað. Verkalýðshreyfingin hefur tekið húsnæðismál föstum tökum með uppbyggingu Bjargs og nú hefur VR einnig byggt leiguíbúðir undir merkjum VR Blævar. Um leið er mikilvægt að VR og önnur stéttarfélög beiti sér af krafti fyrir því að húsnæðisuppbygging haldist í hendur við fólksfjölgun og að réttarstaða fólks á leigumarkaði verði bætt. Þar er enn mikið verk að vinna. Málefni barnafjölskyldna eru einnig ríkt hagsmunamál ungs fólks. Hægt gengur að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem setur bæði fjárhagslega og tilfinningalega pressu á fólk á viðkvæmum tíma ævinnar. Stjórnvöld gáfu fyrirheit með síðustu kjarasamningum en nú þegar ár er liðið frá undirritun þeirra bólar lítið á aðgerðum. Samkvæmt úttekt sem VR vann getur tekjuskerðing foreldra vegna fæðingarorlofs og umönnunarbils hlaupið á milljónum króna. Ungliðaráð VR hefur réttilega lagt til að VR taki upp fæðingastyrk, líkt og mörg önnur stéttarfélög og ég hef stutt þá tillögu og beitt mér fyrir að hún fái brautargengi. Í leikskólamálum má merkja afturför og jafnvel stefnubreytingu þar sem nokkur sveitarfélög hafa farið þá leið að hækka leikskólagjöld fyrir börn fullvinnandi foreldra. Getur munað hundruðum þúsunda í árlegar greiðslur. Í þeirri stefnumótun virðist gleymast að leikskólar eru vissulega fyrsta skólastig barna og mikilvæg uppeldis- og menntastofnun, en þeir eru líka íverustaður barna meðan foreldrar stunda vinnu. Þessa þætti er ekki hægt að slíta í sundur við stefnumótun. Tilhneigingin virðist vera sú að mála unga foreldra upp sem afskiptalausa um börn sín þar sem þau dvelja á leikskóla heilan dag. En ef betur er að gáð eru ungir foreldrar að stofninum til virkari í lífi barna sinna í dag en nokkru sinni áður, enda hefur foreldrahlutverkið tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum. Eitt einfalt dæmi er að það er stutt síðan allir kappleikir barna fóru fram að þjálfurum einum viðstöddum, en í dag fylgir foreldri hverju barni. Ungliðaráð VR og breyting starfa Innan VR starfar nýlega stofnað Ungliðaráð sem er ætlað að vera stjórn félagsins ráðgefandi um málefni ungs fólks. Ráðið er líka vettvangur fyrir ungt fólk til að láta til sín taka í starfi félagsins síns og hafa áhrif á stefnumótun í stóru og smáu. Fjölmargt launafólk stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði sem félagsfólk VR og ungt fólk telur meira en helming félaga. Öll eiga þau mikið undir samhentri og öflugri verkalýðshreyfingu, en líka að hreyfingin þurfi að standa skil á verkum sínum gagnvart yngra fólki, eins og öðrum. Loks er rétt að nefna tækifæri ungs fólks til bæði náms og starfa. Í samtölum mínum við ungt fólk hef ég orðið vör við að sífellt fleiri veigra sér við að fara í nám nema þá að vinna allt að fulla vinnu með námi. Þetta fyrirkomulag er ekki aðeins lýjandi fyrir það unga fólk sem í hlut á, heldur getur beinlínis unnið gegn gagnrýnni hugsun, sem er samfélaginu nauðsynleg. Núna, árið 2025, er jafnlangt frá árinu 2000 og það er til ársins 2050. Fjölmörg störf hafa tekið gríðarlegum breytingum frá aldamótum og ætla má að breytingarnar verði síst minni á þeim aldarfjórðungi sem nú fer í hönd. Breytingarnar geta aukið á atvinnuleysi og efnahagslegt óöryggi, en þær geta líka orðið til þess að skapa betri og skemmtilegri störf og um leið betra samfélag. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er að tryggja hið síðarnefnda og sú barátta krefst aðkomu ungs fólks. Ég hef hvatt ungt fólk til að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan VR og mun halda þeirri hvatningu til streitu. Um leið hvet ég ungt fólk til að velja fulltrúa til stjórnar og formanns VR í kosningum sem fram fara nú í mars. Ekki láta aðra kjósa fyrir þig! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Skóla- og menntamál Húsnæðismál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Snemma á þessari öld stundaði ég nám við Kennaraháskóla Íslands. Ekki löngu áður en ég lauk námi voru undirritaðir nýir kjarasamningar þar sem gerðar voru breytingar á launatöflum í þá veru að laun færu hækkandi með lífaldri. Við sem þarna vorum í Kennó svo til beint úr framhaldsskóla komumst ekki hjá því að finnast hagsmunir okkar hafa verið fyrir borð bornir. Kannski hafði það áhrif að ungt fólk var fjarri góðu gamni við samningaborðið, en niðurstaðan var a.m.k. letjandi fyrir okkur sem vorum þá ung, en hvetjandi fyrir fólk á miðjum aldri að dusta rykið af kennaraprófinu. Til eru fjölmörg áþekk dæmi úr kjaraviðræðum þar sem hagsmunir þeirra sem eldri eru og/eða með meiri starfsreynslu eru teknir fram yfir hagsmuni fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Stundum kann það að vera réttlætanlegt, en það sem er erfiðara að réttlæta er aðkomuleysi ungs fólks að kjaraviðræðunum og undirbúningi þeirra. Ég hef lagt áherslu á að málefni fólks á ólíkum aldri snúist ekki um mismunandi hópa, heldur einmitt um okkur sjálf á ólíkum tímabilum lífsins. Samt er alltaf ákveðin spenna á milli kynslóðanna og ein af birtingarmyndum hennar er tilhneiging eldra fólks til að líta svo á að yngra fólk hafi það bara skrambi gott, jafnvel betra en nokkru sinni áður. Ungt fólk þurfi að taka út ákveðna „reynslu“ sem fylgi því að eiga ekki alltaf pening og sætta sig við lakari húsakost. Þetta hugarfar getur hæglega leitt til stöðnunar, en þar fyrir utan er margt sem bendir til þess að aðstæður ungs fólks séu langt í frá til fyrirmyndar. Húsnæðismál og málefni barnafólks Hæst ber það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum og kemur þyngst niður á yngra fólki sem er gert sífellt erfiðara að koma sér þaki yfir höfuð. Fjöldi fólks situr fastur í foreldrahúsum og ójöfnuður hefur aukist þar sem ungt fólk er háð fyrirgreiðslu foreldra til að komast út á fasteignamarkað. Verkalýðshreyfingin hefur tekið húsnæðismál föstum tökum með uppbyggingu Bjargs og nú hefur VR einnig byggt leiguíbúðir undir merkjum VR Blævar. Um leið er mikilvægt að VR og önnur stéttarfélög beiti sér af krafti fyrir því að húsnæðisuppbygging haldist í hendur við fólksfjölgun og að réttarstaða fólks á leigumarkaði verði bætt. Þar er enn mikið verk að vinna. Málefni barnafjölskyldna eru einnig ríkt hagsmunamál ungs fólks. Hægt gengur að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem setur bæði fjárhagslega og tilfinningalega pressu á fólk á viðkvæmum tíma ævinnar. Stjórnvöld gáfu fyrirheit með síðustu kjarasamningum en nú þegar ár er liðið frá undirritun þeirra bólar lítið á aðgerðum. Samkvæmt úttekt sem VR vann getur tekjuskerðing foreldra vegna fæðingarorlofs og umönnunarbils hlaupið á milljónum króna. Ungliðaráð VR hefur réttilega lagt til að VR taki upp fæðingastyrk, líkt og mörg önnur stéttarfélög og ég hef stutt þá tillögu og beitt mér fyrir að hún fái brautargengi. Í leikskólamálum má merkja afturför og jafnvel stefnubreytingu þar sem nokkur sveitarfélög hafa farið þá leið að hækka leikskólagjöld fyrir börn fullvinnandi foreldra. Getur munað hundruðum þúsunda í árlegar greiðslur. Í þeirri stefnumótun virðist gleymast að leikskólar eru vissulega fyrsta skólastig barna og mikilvæg uppeldis- og menntastofnun, en þeir eru líka íverustaður barna meðan foreldrar stunda vinnu. Þessa þætti er ekki hægt að slíta í sundur við stefnumótun. Tilhneigingin virðist vera sú að mála unga foreldra upp sem afskiptalausa um börn sín þar sem þau dvelja á leikskóla heilan dag. En ef betur er að gáð eru ungir foreldrar að stofninum til virkari í lífi barna sinna í dag en nokkru sinni áður, enda hefur foreldrahlutverkið tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum. Eitt einfalt dæmi er að það er stutt síðan allir kappleikir barna fóru fram að þjálfurum einum viðstöddum, en í dag fylgir foreldri hverju barni. Ungliðaráð VR og breyting starfa Innan VR starfar nýlega stofnað Ungliðaráð sem er ætlað að vera stjórn félagsins ráðgefandi um málefni ungs fólks. Ráðið er líka vettvangur fyrir ungt fólk til að láta til sín taka í starfi félagsins síns og hafa áhrif á stefnumótun í stóru og smáu. Fjölmargt launafólk stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði sem félagsfólk VR og ungt fólk telur meira en helming félaga. Öll eiga þau mikið undir samhentri og öflugri verkalýðshreyfingu, en líka að hreyfingin þurfi að standa skil á verkum sínum gagnvart yngra fólki, eins og öðrum. Loks er rétt að nefna tækifæri ungs fólks til bæði náms og starfa. Í samtölum mínum við ungt fólk hef ég orðið vör við að sífellt fleiri veigra sér við að fara í nám nema þá að vinna allt að fulla vinnu með námi. Þetta fyrirkomulag er ekki aðeins lýjandi fyrir það unga fólk sem í hlut á, heldur getur beinlínis unnið gegn gagnrýnni hugsun, sem er samfélaginu nauðsynleg. Núna, árið 2025, er jafnlangt frá árinu 2000 og það er til ársins 2050. Fjölmörg störf hafa tekið gríðarlegum breytingum frá aldamótum og ætla má að breytingarnar verði síst minni á þeim aldarfjórðungi sem nú fer í hönd. Breytingarnar geta aukið á atvinnuleysi og efnahagslegt óöryggi, en þær geta líka orðið til þess að skapa betri og skemmtilegri störf og um leið betra samfélag. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er að tryggja hið síðarnefnda og sú barátta krefst aðkomu ungs fólks. Ég hef hvatt ungt fólk til að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan VR og mun halda þeirri hvatningu til streitu. Um leið hvet ég ungt fólk til að velja fulltrúa til stjórnar og formanns VR í kosningum sem fram fara nú í mars. Ekki láta aðra kjósa fyrir þig! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun