Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:01 Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi. Orrustuna há herskáir riddarar réttlætis, sem með mætti lyklaborðsins vilja velta þessum öskrandi kall uppi í Efra-Breiðholti úr sessi. En þegar á hólminn var komið, var þar hvergi að sjá nein fórnarlömb, enga auðvelda bráð. Bara sterkar konur að stunda íþróttir, að taka pláss, láta í sér heyra og jafnvel setja sinn eigin standard! Fyrr en varði sáu einnig þessir internetkrossfarar að þarna væri jafnvel gott að vera, að í Austurbergi væru yfir 100 iðkendur á aldrinum 4-15 ára. Stelpur sem er verið að valdefla, stelpur sem eiga seinna meir eftir að taka enn meira pláss og láta enn hærra í sér heyra. Stelpur sem vilja breyta aldagömlum kúltúr, stelpur sem vilja auka virði kvenna í íþróttum. Riddararnir, sem töldu sig boðbera þess eina góða í þessum heimi, höfðu mætt ofjarli sínum í húsakynnum Aþenu og sáu að þessi styrjöld yrði ekki unnin nema með hjálp sjálfra herforingjanna: Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. . Með tilkomu Aþenu hefur iðkendafjöldi stúlkna, og þá sérstaklega af erlendum uppruna, tífaldast í Efra-Breiðholti. Hópur sem flokkast sem „viðkvæmur” en er svo sannarlega sterkur andstæðingur, jafnvel fyrir réttlætisriddara sem fela sig bakvið skínandi brynju úr skjám, músum og lyklaborðum.. Undirrituð er Breiðhyltingur í húð og hár, alin af einstæðri móður, kjarnakonu sem gerði allt til að veita sínu barni fæði, klæði og húsnæði. Réttindi sem öll börn eiga lifa við. Vitur maður sagði eitt sinn: „Fyrir öll þau forréttindi sem við lifum við, hafa einhverjir þurft að berjast fyrst fyrir réttindum.“ Alveg eins og rauðsokkan hún mamma mín barðist fyrir mínum réttindum þá mun ég halda kyndlinum á lofti fyrir mína stelpu. Í Efra-reiðholti geisar stríð. Andi rauðsokkanna svífur yfir í Austurbergi og þeirra vopn eru ekki nafn- og andlitsleysi, heldur boltar, blokkeringar og bandbrjálað og valdeflandi sjálfstraust. Sjáumst á (víg)vellinum! Höfundur er framkvæmdastýra og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Körfubolti Aþena Reykjavík Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi. Orrustuna há herskáir riddarar réttlætis, sem með mætti lyklaborðsins vilja velta þessum öskrandi kall uppi í Efra-Breiðholti úr sessi. En þegar á hólminn var komið, var þar hvergi að sjá nein fórnarlömb, enga auðvelda bráð. Bara sterkar konur að stunda íþróttir, að taka pláss, láta í sér heyra og jafnvel setja sinn eigin standard! Fyrr en varði sáu einnig þessir internetkrossfarar að þarna væri jafnvel gott að vera, að í Austurbergi væru yfir 100 iðkendur á aldrinum 4-15 ára. Stelpur sem er verið að valdefla, stelpur sem eiga seinna meir eftir að taka enn meira pláss og láta enn hærra í sér heyra. Stelpur sem vilja breyta aldagömlum kúltúr, stelpur sem vilja auka virði kvenna í íþróttum. Riddararnir, sem töldu sig boðbera þess eina góða í þessum heimi, höfðu mætt ofjarli sínum í húsakynnum Aþenu og sáu að þessi styrjöld yrði ekki unnin nema með hjálp sjálfra herforingjanna: Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. . Með tilkomu Aþenu hefur iðkendafjöldi stúlkna, og þá sérstaklega af erlendum uppruna, tífaldast í Efra-Breiðholti. Hópur sem flokkast sem „viðkvæmur” en er svo sannarlega sterkur andstæðingur, jafnvel fyrir réttlætisriddara sem fela sig bakvið skínandi brynju úr skjám, músum og lyklaborðum.. Undirrituð er Breiðhyltingur í húð og hár, alin af einstæðri móður, kjarnakonu sem gerði allt til að veita sínu barni fæði, klæði og húsnæði. Réttindi sem öll börn eiga lifa við. Vitur maður sagði eitt sinn: „Fyrir öll þau forréttindi sem við lifum við, hafa einhverjir þurft að berjast fyrst fyrir réttindum.“ Alveg eins og rauðsokkan hún mamma mín barðist fyrir mínum réttindum þá mun ég halda kyndlinum á lofti fyrir mína stelpu. Í Efra-reiðholti geisar stríð. Andi rauðsokkanna svífur yfir í Austurbergi og þeirra vopn eru ekki nafn- og andlitsleysi, heldur boltar, blokkeringar og bandbrjálað og valdeflandi sjálfstraust. Sjáumst á (víg)vellinum! Höfundur er framkvæmdastýra og fjögurra barna móðir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar