Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar 15. febrúar 2025 23:00 Er atvinnuvegaráðherra fjárhættuspilari? Því þarf að taka risaákvörðun, og pressan frá hagsmunaaðilum er mikil. Þegar eru kvótakóngar farnir að kalla eftir að fá að hefja loðnuveiðar. En það er stærri hagsmunaaðili sem treystir á að engar loðnuveiðar verði leyfðar; það er þjóðin. Nei, ég er ekki þjóðin, en leyfi mér að tala fyrir hennar hönd þar sem þjóðin er upptekin við allt annað en að hafa áhyggjur af auðlindum sínum. Með því að leyfa loðnuveiðar yrði loðnustofninn einu skrefi nær hruni, og hrun loðnustofnsins væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Eftirfarandi eru staðreyndir um stöðu loðnustofnsins: 1.Loðnubrestur hefur orðið 6 vertíðar af síðustu 10. 2.Loðnuaflinn hefur hrunið úr 10.000.000 tonna í 1.700.000 tonn! Loðnuafli síðustu 10 ára, er aðeins 17% af aflanum frá 1996-2005. Eða, hrunið úr 10 milljón tonna í 1,7 milljón tonn. 3.Nú hefur allt verið gert til að finna loðnu í „veiðanlegu magni“, meira segja notast við gervigreindina. En ekki dugað til. Reyndar varar gervigreindin við loðnuveiðum, sé hún spurð. Minnkandi loðnustofn hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Rannsókn sem gerð var hér yfir tæplega 30 ára tímabil, sýndi svart á hvítu mikil áhrif á stærð og þyngd þorksstofnsins( Ólafur K. Pálsson og Höskuldur Björnsson sérfræðingar, Hafró, 2011). Áhrif á stofnstærðina skiptir hundruðum þúsunda tonna til minkunnar. En keðjuverkun minnkandi loðnustofns nær til fjölmargra nytjafiskstofna. Þorskurinn nær ekki í eðlilega þyngd, étur þá í meira mæli eigið kyn og minnkar þannig sjáflur stofninn. Rækja og humar eru á matseðili þorsksins, en þar sem okkur hefur þegar tekist að gera út af við þá stofna, þarf hann að sækja í aðar tegundir. Allar erlendar rannsóknir á einu máli.- farið varlega í loðnuveiðar. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim áhrifum sem loðnan hefur á vistkerfið. Niðurstöður þeirra má finna á virtum vísindavefsíðum. Einn fremsti fiskifræðingur Kanada; Dr. Pierre Pepin, sem hefur farið fyrir fjölmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið í Barentshafinu og víðar segir: "Capelin are a linchpin; that's the simplest I can put it. If you don't have a lot of capelin, you don't have a lot of other stuff,….. Pepin said the success of other species depends on a healthy capelin population”."If you overexploit those, then everything cascades down the rest of the food chain. There's absolutely no way of getting away from that."Senior scientist Pierre Pepin says capelin are key to the recovery of more valuable fish like cod and also affect crab and shrimp stocks (CBC) Á íslensku; heilbrigður loðnustofn er ómissandi, alfa og omega vistkerfisins. Þannig að veiking loðnustofnsins, kemur niður á öllum verðmætari nytjastofnum okkar. Ekki gefa út leyfi til loðnuveiða. Ég skora á atvinnuvegaráðherra að gefa ekki út leyfi til loðnuveiða . Ekki tefla loðnustofninum í frekari tvísýnu. Á undan förnum árum, höfum við séð humarstofninn, rækjustofninn og hörpudiskinn hverfa sem nytjastofnar. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar aðalnytjafisk; þorskstofninn. Karfinn, lúðan, grálúðan ofl stofnar eru svipur hjá sjón, allt þrátt fyrir vísindalega ráðgjöf, Ekki láta undan þrýstingi, heldur láta hagsmuni þjóðarinnar ráða; og banna loðnuveiðar þar til frekari rannsóknir hafa farið fram á stöðu loðnunnar. Að hefja loðnuveiðar nú, er eins og að pissa í skóinn sinn. Höfundur er útgerðatæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðnuveiðar Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Er atvinnuvegaráðherra fjárhættuspilari? Því þarf að taka risaákvörðun, og pressan frá hagsmunaaðilum er mikil. Þegar eru kvótakóngar farnir að kalla eftir að fá að hefja loðnuveiðar. En það er stærri hagsmunaaðili sem treystir á að engar loðnuveiðar verði leyfðar; það er þjóðin. Nei, ég er ekki þjóðin, en leyfi mér að tala fyrir hennar hönd þar sem þjóðin er upptekin við allt annað en að hafa áhyggjur af auðlindum sínum. Með því að leyfa loðnuveiðar yrði loðnustofninn einu skrefi nær hruni, og hrun loðnustofnsins væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Eftirfarandi eru staðreyndir um stöðu loðnustofnsins: 1.Loðnubrestur hefur orðið 6 vertíðar af síðustu 10. 2.Loðnuaflinn hefur hrunið úr 10.000.000 tonna í 1.700.000 tonn! Loðnuafli síðustu 10 ára, er aðeins 17% af aflanum frá 1996-2005. Eða, hrunið úr 10 milljón tonna í 1,7 milljón tonn. 3.Nú hefur allt verið gert til að finna loðnu í „veiðanlegu magni“, meira segja notast við gervigreindina. En ekki dugað til. Reyndar varar gervigreindin við loðnuveiðum, sé hún spurð. Minnkandi loðnustofn hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Rannsókn sem gerð var hér yfir tæplega 30 ára tímabil, sýndi svart á hvítu mikil áhrif á stærð og þyngd þorksstofnsins( Ólafur K. Pálsson og Höskuldur Björnsson sérfræðingar, Hafró, 2011). Áhrif á stofnstærðina skiptir hundruðum þúsunda tonna til minkunnar. En keðjuverkun minnkandi loðnustofns nær til fjölmargra nytjafiskstofna. Þorskurinn nær ekki í eðlilega þyngd, étur þá í meira mæli eigið kyn og minnkar þannig sjáflur stofninn. Rækja og humar eru á matseðili þorsksins, en þar sem okkur hefur þegar tekist að gera út af við þá stofna, þarf hann að sækja í aðar tegundir. Allar erlendar rannsóknir á einu máli.- farið varlega í loðnuveiðar. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim áhrifum sem loðnan hefur á vistkerfið. Niðurstöður þeirra má finna á virtum vísindavefsíðum. Einn fremsti fiskifræðingur Kanada; Dr. Pierre Pepin, sem hefur farið fyrir fjölmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið í Barentshafinu og víðar segir: "Capelin are a linchpin; that's the simplest I can put it. If you don't have a lot of capelin, you don't have a lot of other stuff,….. Pepin said the success of other species depends on a healthy capelin population”."If you overexploit those, then everything cascades down the rest of the food chain. There's absolutely no way of getting away from that."Senior scientist Pierre Pepin says capelin are key to the recovery of more valuable fish like cod and also affect crab and shrimp stocks (CBC) Á íslensku; heilbrigður loðnustofn er ómissandi, alfa og omega vistkerfisins. Þannig að veiking loðnustofnsins, kemur niður á öllum verðmætari nytjastofnum okkar. Ekki gefa út leyfi til loðnuveiða. Ég skora á atvinnuvegaráðherra að gefa ekki út leyfi til loðnuveiða . Ekki tefla loðnustofninum í frekari tvísýnu. Á undan förnum árum, höfum við séð humarstofninn, rækjustofninn og hörpudiskinn hverfa sem nytjastofnar. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar aðalnytjafisk; þorskstofninn. Karfinn, lúðan, grálúðan ofl stofnar eru svipur hjá sjón, allt þrátt fyrir vísindalega ráðgjöf, Ekki láta undan þrýstingi, heldur láta hagsmuni þjóðarinnar ráða; og banna loðnuveiðar þar til frekari rannsóknir hafa farið fram á stöðu loðnunnar. Að hefja loðnuveiðar nú, er eins og að pissa í skóinn sinn. Höfundur er útgerðatæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri.
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar