Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 17. febrúar 2025 10:16 Staðan á vígvellinum í Úkraínu fer versnandi og Úkraína getur tæpast breytt þeirri stöðu. Við það bætist að Donald Trump er kominn til valda sem forseti Bandaríkjanna og hefur ekki áhuga á að halda stríðinu áfram. Trump vill semja um frið við Rússland og fá kostnað vegna hernaðaraðstoðar til Úkraínu endurgreiddan með aðgangi að auðlindum landsins. Risaupphæðir eins 500 milljarðar Bandaríkjadala hafa verið nefndar. ESB mun svo væntanleg að mestu sitja uppi með kostnaðinn að enduruppbyggingu Úkraínu sem verður erfitt. NATO ríki sem mörg eru í ESB eiga svo að auki að verja 5% af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Trump vill einbeita sér að sínum eigin landamærum og svo að Asíu vegna uppgangs Kína auk þess sem staðan í Mið-Austurlöndum viðkvæm. Í þeirri stórveldasamkeppni sem nú er í gangi borgar sig sennilega fyrir Bandaríkin að bæta samskipti við Rússland. Þannig geta Bandaríkin styrkt sína stöðu gagnvart Kína. Evrópa skiptir nú minna máli. Donald Trump er hvorki vinur ESB eða NATO. Þetta er slæm staða fyrir Evrópu, en að mínum dómi sá verukeiki sem við stöndum frammi fyrir nú. Kröfur Pútin KröfurVladimir Pútin varðandi friðarsamninga eru að: (i) Úkraína verði alltaf hlutlaust ríki og aldrei í NATO, (ii) að Úkraína láti af hendi fjögur héruð (Donetsk, Luhansk, Kherson and Zaporizhzhia oblasts), og (iii) að Krímskaginn tilheyri Rússlandi. Pútin vill ekki vopnahlé af ótta við að það verði notað til að vopnavæða Úkraínu enn frekar og þjálfa fleiri hermann. Rússar vilja ekki semja við Volodymyr Zelensky og staða hans er veik. Pútin vill tala beint við Donald Trump, ekki ESB. Óskynsamlega ummæli leiðtoga ESB Leiðtogar ESB og Evrópuríkja hafa áhyggjur og óttast að þeir verði ekki hafðir með í ráðum varðandi friðarsamninga um Úkraínu. Sumir leiðtogar ESB hafa talað ógætilega og í raun hefur ESB málað sig út í horn í málinu. Kaja Kallas utanríkismála- og öryggisstefnustjóri ESB og varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur t.d. talað um að brjóta Rússland í mörg smáríki. Slík ummæli eru ekki líkleg til að stuðla að friði eða byggja upp traust. Staða ESB til að koma að málum er veik og lausn málsins í höndum Trump. Evrópa og Úkraínu verða í aukahlutverki. Ef Rússar fá ekki sínar kröfur samþykktar halda þeir stríðinu sennilega áfram og gætu t.d. reynt að ná borgum eins og Odessa og Kharkiv. Ólíkir hagsmunir Bandaríkjanna og ESB Varnarmálráðherra Bandaríkjanna hefur nýlega sagt að Úkraína fái ekki aðild að NATO og þar með ekki svokallað „Article 5 guarantee.“ Engir Bandarískir hermenn verða í Úkraínu enda þá hætta á beinum átökum milli stórveldanna. Í friðarsamningum munu Rússar aldrei samþykka NATO hermenn í Úkraínu enda myndi það jafngilda óformlegri NATO aðild Úkraínu. ESB aðild gæti komið til greina fyrir Úkraínu til lengri tíma litið, en yrði dýr fyrir ESB, sem stendur illa fjárhagslega og hefur litla burði til að byggja Úkraínu upp eftir stríð nema á mjög löngu tímabili. Bandaríkin líta á þetta sem vandamál Evrópu og vilja einbeita sér að sínum eigin landamærum og stórveldasamkeppninni við Kína. Úkraína gæti orðið hlutlaust ríki eins og Finnland var og Austurríki er, en ólíkt þessum löndum yrði Úkraína fátækt land með óvissa framtíð. Vopnaskortur og skortur á hermönnum háir Úkraínu nú í auknum mæli. Zelensky er ekki tilbúinn að lækka herskyldu niður í 18 ár, sem er skiljanlega afstaða, enda þarf fólk til að byggja landið upp að stríði loknu auk þess sem þetta væri mjög óvinsæl ákvörðun innanlands. Pútin er tilbúinn að semja, en setur afarkosti Stóra spurningin nú er hvort vesturlönd eru tilbúin að ganga að kröfum Pútin eða ekki? Hvort Zelensky er með í samningaviðræðum skiptir minna máli. Pútin rekur nú fleyg á milli ESB og Bandaríkjanna og einangrar Zelensky. Trump og Pútin skjalla svo hvor annan og bjóða hvor öðrum í opinberar heimsóknir. Alþjóðasamskipti snúast um að velja skásta kostinn af slæmum kostum. Það virðist enginn góður kostur mögulegur við núverandi aðstæður. Við sjáum betur og betur skelfilegar afleiðingar ályktunar leiðtogafundar NATO í Búkarest í apríl 2008 þar sem ályktað var að Úkraína færi í NATO. Þar var George W. Bush þá forseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki og á þeim fundi voru viðvaranir kanslara Þýskalands og forseta Frakklands hunsaðar. Leiðtogar ESB vilja taka harða afstöðu gagnvart Rússlandi, en Donald Trump vill semja við Pútin og væntanlega bæta samskiptin við Rússland og styrkja þannig stöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína. Pútin er tilbúinn til samninga en setur afarkosti sem erfitt er að ganga að. Stríðið gæti því haldið áfram a.m.k. einhverja mánuði enn. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Staðan á vígvellinum í Úkraínu fer versnandi og Úkraína getur tæpast breytt þeirri stöðu. Við það bætist að Donald Trump er kominn til valda sem forseti Bandaríkjanna og hefur ekki áhuga á að halda stríðinu áfram. Trump vill semja um frið við Rússland og fá kostnað vegna hernaðaraðstoðar til Úkraínu endurgreiddan með aðgangi að auðlindum landsins. Risaupphæðir eins 500 milljarðar Bandaríkjadala hafa verið nefndar. ESB mun svo væntanleg að mestu sitja uppi með kostnaðinn að enduruppbyggingu Úkraínu sem verður erfitt. NATO ríki sem mörg eru í ESB eiga svo að auki að verja 5% af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Trump vill einbeita sér að sínum eigin landamærum og svo að Asíu vegna uppgangs Kína auk þess sem staðan í Mið-Austurlöndum viðkvæm. Í þeirri stórveldasamkeppni sem nú er í gangi borgar sig sennilega fyrir Bandaríkin að bæta samskipti við Rússland. Þannig geta Bandaríkin styrkt sína stöðu gagnvart Kína. Evrópa skiptir nú minna máli. Donald Trump er hvorki vinur ESB eða NATO. Þetta er slæm staða fyrir Evrópu, en að mínum dómi sá verukeiki sem við stöndum frammi fyrir nú. Kröfur Pútin KröfurVladimir Pútin varðandi friðarsamninga eru að: (i) Úkraína verði alltaf hlutlaust ríki og aldrei í NATO, (ii) að Úkraína láti af hendi fjögur héruð (Donetsk, Luhansk, Kherson and Zaporizhzhia oblasts), og (iii) að Krímskaginn tilheyri Rússlandi. Pútin vill ekki vopnahlé af ótta við að það verði notað til að vopnavæða Úkraínu enn frekar og þjálfa fleiri hermann. Rússar vilja ekki semja við Volodymyr Zelensky og staða hans er veik. Pútin vill tala beint við Donald Trump, ekki ESB. Óskynsamlega ummæli leiðtoga ESB Leiðtogar ESB og Evrópuríkja hafa áhyggjur og óttast að þeir verði ekki hafðir með í ráðum varðandi friðarsamninga um Úkraínu. Sumir leiðtogar ESB hafa talað ógætilega og í raun hefur ESB málað sig út í horn í málinu. Kaja Kallas utanríkismála- og öryggisstefnustjóri ESB og varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur t.d. talað um að brjóta Rússland í mörg smáríki. Slík ummæli eru ekki líkleg til að stuðla að friði eða byggja upp traust. Staða ESB til að koma að málum er veik og lausn málsins í höndum Trump. Evrópa og Úkraínu verða í aukahlutverki. Ef Rússar fá ekki sínar kröfur samþykktar halda þeir stríðinu sennilega áfram og gætu t.d. reynt að ná borgum eins og Odessa og Kharkiv. Ólíkir hagsmunir Bandaríkjanna og ESB Varnarmálráðherra Bandaríkjanna hefur nýlega sagt að Úkraína fái ekki aðild að NATO og þar með ekki svokallað „Article 5 guarantee.“ Engir Bandarískir hermenn verða í Úkraínu enda þá hætta á beinum átökum milli stórveldanna. Í friðarsamningum munu Rússar aldrei samþykka NATO hermenn í Úkraínu enda myndi það jafngilda óformlegri NATO aðild Úkraínu. ESB aðild gæti komið til greina fyrir Úkraínu til lengri tíma litið, en yrði dýr fyrir ESB, sem stendur illa fjárhagslega og hefur litla burði til að byggja Úkraínu upp eftir stríð nema á mjög löngu tímabili. Bandaríkin líta á þetta sem vandamál Evrópu og vilja einbeita sér að sínum eigin landamærum og stórveldasamkeppninni við Kína. Úkraína gæti orðið hlutlaust ríki eins og Finnland var og Austurríki er, en ólíkt þessum löndum yrði Úkraína fátækt land með óvissa framtíð. Vopnaskortur og skortur á hermönnum háir Úkraínu nú í auknum mæli. Zelensky er ekki tilbúinn að lækka herskyldu niður í 18 ár, sem er skiljanlega afstaða, enda þarf fólk til að byggja landið upp að stríði loknu auk þess sem þetta væri mjög óvinsæl ákvörðun innanlands. Pútin er tilbúinn að semja, en setur afarkosti Stóra spurningin nú er hvort vesturlönd eru tilbúin að ganga að kröfum Pútin eða ekki? Hvort Zelensky er með í samningaviðræðum skiptir minna máli. Pútin rekur nú fleyg á milli ESB og Bandaríkjanna og einangrar Zelensky. Trump og Pútin skjalla svo hvor annan og bjóða hvor öðrum í opinberar heimsóknir. Alþjóðasamskipti snúast um að velja skásta kostinn af slæmum kostum. Það virðist enginn góður kostur mögulegur við núverandi aðstæður. Við sjáum betur og betur skelfilegar afleiðingar ályktunar leiðtogafundar NATO í Búkarest í apríl 2008 þar sem ályktað var að Úkraína færi í NATO. Þar var George W. Bush þá forseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki og á þeim fundi voru viðvaranir kanslara Þýskalands og forseta Frakklands hunsaðar. Leiðtogar ESB vilja taka harða afstöðu gagnvart Rússlandi, en Donald Trump vill semja við Pútin og væntanlega bæta samskiptin við Rússland og styrkja þannig stöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína. Pútin er tilbúinn til samninga en setur afarkosti sem erfitt er að ganga að. Stríðið gæti því haldið áfram a.m.k. einhverja mánuði enn. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun