Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar 17. febrúar 2025 14:30 Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu. Á nýju þingi lagði utanríkisráðherra Íslands fram frumvarp um innleiðingu á bókun 35 EES -samningsins, en aðrar bókanir samningsins hafa ekki verið eins umdeildar á Íslandi og hafa í raun lengi verið tryggar stoðir Evrópusamstarfs Íslands. Ef ofangreindur texti er ekki búinn að drepa þig úr leiðindum þegar hér er komið við sögu þá eru ágætis líkur á að þú sért einstaklingur sem gæti haft áhuga á starfsnámi þeirra stofnana sem sinna ólíkum hliðum framkvæmdar EES - samningins fyrir hönd Íslands í Brussel. Á hverju ári eru auglýstur þónokkur fjöldi launaðra starfsnámsstaða í ‘EFTA húsinu’ í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES, Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) og eftirlitsstofnun EFTA(ESA). Ungum íslendingum býðst almennt ekki mikið úrval af starfsnámsstöðum við stofnanir Evrópsambandsins, enda eru þær að miklu leyti ætlaðar fyrir fólk frá meðlimaríkjum ESB. Þessar fágætu EFTA stöður eru því frábært tækifæri og góður stökkpallur inn í starfsferil tengdan Evrópu og alþjóðasamvinnu. Verið er að leita að nýlega útskrifuðum einstaklingum úr lögfræði, stjórnmálafræði, hagfræði og upplýsingamiðlun til dæmis. Ég get sjálfur mælt heilshugar með starfsnámi hjá þessum stofnunum út frá eigin reynslu. Þegar ég var starfsnemi hjá eftirlitsstofnun EFTA fékk ég tækifæri til þess að vinna með hópi af ótrúlega hæfileikaríku fólki og var mér treyst fyrir krefjandi verkefnum. Þetta er reynsla sem lagði grunninn að mínum starfsferli en síðan þá hef ég starfað fyrir þingflokk Samfylkingarinnar á Alþingi og gengt stöðu samskiptastjóra embættis Ríkislögreglustjóra á fordæmalausum tímum. Fjöldi annarra fyrrverandi starfsnema hjá þessum stofnunum hafa sambærilega sögu að segja og þau hafa síðan fundið sér starfsvettvang bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, á Íslandi og víðar. Nú er ég sjálfur að leita að starfsnema í samskiptateymið mitt hjá Uppbyggingarsjóði EES. Hjá okkur fá starfsnemar raunverulega ábyrgð og vinna að mikilvægum verkefnum undir leiðsögn. Þar sem ég held ég hafi náð að gera vigt starfsnámsins ágætlega skil er vert að nefna kostina við það að búa í Brussel. Borgin er miðpunktur evrópskra stjórnmála og alþjóðasamstarfs, uppfull af líflegri og fjölbreyttri menningu og mörgum tækifærum til að kynnast nýju fólki. Hvort sem þú hefur áhuga á sögulegri byggingarlist, teiknimyndum, súkkulaði, frábærum mat eða Evrópusamvinnu, þá hefur Brussel eitthvað fyrir þig. Þá er auðvelt og ódýrt að skreppa í dags - eða helgarferðir til nærliggjandi landa og kanna Evrópu meðfram starfsnáminu. Ef þú hefur áhuga eða þekkir einhvern sem þú heldur að gæti smellpassað í þessar stöður skaltu kynna þér málið betur. Fyrsti umsóknarfresturinn rennur út 23. febrúar, starfsnámið hefst 1. september 2025. Nánari upplýsingar um starfsnám og lausar stöður hjá stofnunum má finna hér: Uppbyggingarsjóður EES Eftirlitsstofnun EFTA(ESA) Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið EFTA Bókun 35 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu. Á nýju þingi lagði utanríkisráðherra Íslands fram frumvarp um innleiðingu á bókun 35 EES -samningsins, en aðrar bókanir samningsins hafa ekki verið eins umdeildar á Íslandi og hafa í raun lengi verið tryggar stoðir Evrópusamstarfs Íslands. Ef ofangreindur texti er ekki búinn að drepa þig úr leiðindum þegar hér er komið við sögu þá eru ágætis líkur á að þú sért einstaklingur sem gæti haft áhuga á starfsnámi þeirra stofnana sem sinna ólíkum hliðum framkvæmdar EES - samningins fyrir hönd Íslands í Brussel. Á hverju ári eru auglýstur þónokkur fjöldi launaðra starfsnámsstaða í ‘EFTA húsinu’ í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES, Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) og eftirlitsstofnun EFTA(ESA). Ungum íslendingum býðst almennt ekki mikið úrval af starfsnámsstöðum við stofnanir Evrópsambandsins, enda eru þær að miklu leyti ætlaðar fyrir fólk frá meðlimaríkjum ESB. Þessar fágætu EFTA stöður eru því frábært tækifæri og góður stökkpallur inn í starfsferil tengdan Evrópu og alþjóðasamvinnu. Verið er að leita að nýlega útskrifuðum einstaklingum úr lögfræði, stjórnmálafræði, hagfræði og upplýsingamiðlun til dæmis. Ég get sjálfur mælt heilshugar með starfsnámi hjá þessum stofnunum út frá eigin reynslu. Þegar ég var starfsnemi hjá eftirlitsstofnun EFTA fékk ég tækifæri til þess að vinna með hópi af ótrúlega hæfileikaríku fólki og var mér treyst fyrir krefjandi verkefnum. Þetta er reynsla sem lagði grunninn að mínum starfsferli en síðan þá hef ég starfað fyrir þingflokk Samfylkingarinnar á Alþingi og gengt stöðu samskiptastjóra embættis Ríkislögreglustjóra á fordæmalausum tímum. Fjöldi annarra fyrrverandi starfsnema hjá þessum stofnunum hafa sambærilega sögu að segja og þau hafa síðan fundið sér starfsvettvang bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, á Íslandi og víðar. Nú er ég sjálfur að leita að starfsnema í samskiptateymið mitt hjá Uppbyggingarsjóði EES. Hjá okkur fá starfsnemar raunverulega ábyrgð og vinna að mikilvægum verkefnum undir leiðsögn. Þar sem ég held ég hafi náð að gera vigt starfsnámsins ágætlega skil er vert að nefna kostina við það að búa í Brussel. Borgin er miðpunktur evrópskra stjórnmála og alþjóðasamstarfs, uppfull af líflegri og fjölbreyttri menningu og mörgum tækifærum til að kynnast nýju fólki. Hvort sem þú hefur áhuga á sögulegri byggingarlist, teiknimyndum, súkkulaði, frábærum mat eða Evrópusamvinnu, þá hefur Brussel eitthvað fyrir þig. Þá er auðvelt og ódýrt að skreppa í dags - eða helgarferðir til nærliggjandi landa og kanna Evrópu meðfram starfsnáminu. Ef þú hefur áhuga eða þekkir einhvern sem þú heldur að gæti smellpassað í þessar stöður skaltu kynna þér málið betur. Fyrsti umsóknarfresturinn rennur út 23. febrúar, starfsnámið hefst 1. september 2025. Nánari upplýsingar um starfsnám og lausar stöður hjá stofnunum má finna hér: Uppbyggingarsjóður EES Eftirlitsstofnun EFTA(ESA) Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar