Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir og Stefanía Gísladóttir skrifa 19. febrúar 2025 17:00 Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í nafni grænnar orku. Vindmyllur eru dýrari í uppsetningu en fallvatnsvirkjanir, valda meiri óafturkræfum umhverfisspjöllum og 40% af tímanum þurfa þær utanaðkomandi rafmagn til að ganga. Vindmyllurnar eru reistar uppi á fjöllum, þar sem fjalltopparnir eru sprengdir og flattir út. Þá er steypt undirstaða á stærð við íþróttavöll (í Noregi) ofan í bergið með járnabindingu og öllu tilheyrandi. Þetta getur valdið jarðvegseyðingu og röskun á lífríki, fyrir utan að bergið hér á Íslandi er miklu mýkra en í Noregi og því þurfa undirstöðurnar að vera talsvert umfangsmeiri og dýpri. Þar að auki þarf að leggja breiða vegi fyrir þungaflutninga vítt og breitt um fjöllin, leggja rafmagnslínur upp að myllunum til að knýja þær áfram, sem og rafmagnslínur frá þeim. Það er ásættanlegt að Landsvirkjun sjálf sé að reisa vindmyllugarða, að undangengnu faglegu mati, þar sem þjóðin er ennþá eigandi og nýtur hagnaðarins en þegar atvinnufjárfestar byrja að seilast í hagnaðinn er fjandinn laus. Fjárfestar geta sótt um allt að 60% kostnaðarins við vindmyllugarða í loftslagssjóði. Þá fá þeir lífeyrissjóði, sveitarfélög eða ríkið til að koma með hin 40% á móti. Eini kostnaður fjárfestanna er því að borga fyrir teikningar og skipulag og auðvitað greiða fyrir leyfum og samþykki með því að gera réttum mönnum gylliboð sem þeir geta ekki hafnað. Almennt hafa vindmyllur líftíma upp á 20-25 ár og þörf er á reglulegu viðhaldi til að tryggja hámarksafköst og öryggi þeirra. Eftir 15-20 ár getur verið nauðsynlegt að fara í stærri endurnýjun eða uppfærslu á vindmyllunni, skipta um spaða, uppfæra stýrikerfi eða jafnvel skipta út miklum hluta vélbúnaðar. En raunveruleikinn er, eins og reynslan hefur sýnt, að fyrstu árin verður ekkert hugað að viðhaldi heldur greiddur út allur arður við mikla gleði lífeyrissjóðanna og sveitarfélaganna. Auðvelt fé með lítilli fyrirhöfn. Fjárfestar munu líklega standa í vegi fyrir nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun til að hámarka gróðann og einungis sinna bráðnauðsynlegum viðgerðum, því þeir hyggjast selja hlut sinn rétt áður en vindmyllurnar gefa upp andann. Eftir sitja lífeyrissjóðir og sveitarfélög, þ.e. almenningur, með ónýtar myllur, gífurlegan kostnað við að taka þær niður og meiriháttar óafturkræf umhverfisspjöll og langvarandi áhrif á lífríki, jarðveg og vatnsrennsli. Fyrir þá sem efast um þetta má nefna einkavæðingu fráveitukerfis Lundúna þar sem fjárfestar hirtu ekki um viðhald og seldu rétt áður en allt fór til fjandans. Viðbjóðsleg saurlykt gýs nú upp úr niðurföllum borgarinnar og fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Einnig er fólki bent á að horfa á þriðju þáttaröð norsku þáttanna Exit þar sem aðferð atvinnufjárfestanna er útlistuð því í Noregi hefur fagfjárfestum tekist að kaupa upp orkunet landsmanna og leika sama leikinn þar. Vindmyllur framkalla hávaða, lágstemmd truflandi hljóð ef þær eru nálægt íbúðarsvæðum. Þótt talsmenn vindorku reyni að gera lítið úr þessum hávaða er ljóst að fasteignaverð hríðlækkar því nær sem húsin eru vindmyllunum. Íbúar við nágrenni fyrirhugaðra vindmyllugarða hér um allt land ættu að hafa það í huga. Til að fjárfestingar í vindorku borgi sig þarf að tengjast orkuneti Evrópu og bjóða rafmagnið hæstbjóðanda. Nú þegar hefur fyrirtækið Icelink hafið undirbúning þess. Raforkuverð mun þá hækka upp úr öllu veldi því bannað verður að mismuna notendum hér á landi og í Evrópu. Þegar búið verður að samþykkja bókun 35 standa lög Evrópusambandsins ofar þeim íslensku og þá er ekkert sem við getum gert. Norðmenn eru nú að átta sig á því að þeir hafi verið plataðir til að tengja raforkunet sitt við Evrópunetið. Það er von okkar í Landsbyggðin lifi að Íslendingar láti ekki plata sig og samþykki vindorkugarða í einkaeigu. Jafnframt er nauðsynlegt að Landsvirkjun verði alltaf í eigu Íslendinga, annars er hætta á að raforkukerfi Íslendinga endi eins og frárennsliskerfi Lundúnabúa, í djúpum skít. Höfundar eru formaður og varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í nafni grænnar orku. Vindmyllur eru dýrari í uppsetningu en fallvatnsvirkjanir, valda meiri óafturkræfum umhverfisspjöllum og 40% af tímanum þurfa þær utanaðkomandi rafmagn til að ganga. Vindmyllurnar eru reistar uppi á fjöllum, þar sem fjalltopparnir eru sprengdir og flattir út. Þá er steypt undirstaða á stærð við íþróttavöll (í Noregi) ofan í bergið með járnabindingu og öllu tilheyrandi. Þetta getur valdið jarðvegseyðingu og röskun á lífríki, fyrir utan að bergið hér á Íslandi er miklu mýkra en í Noregi og því þurfa undirstöðurnar að vera talsvert umfangsmeiri og dýpri. Þar að auki þarf að leggja breiða vegi fyrir þungaflutninga vítt og breitt um fjöllin, leggja rafmagnslínur upp að myllunum til að knýja þær áfram, sem og rafmagnslínur frá þeim. Það er ásættanlegt að Landsvirkjun sjálf sé að reisa vindmyllugarða, að undangengnu faglegu mati, þar sem þjóðin er ennþá eigandi og nýtur hagnaðarins en þegar atvinnufjárfestar byrja að seilast í hagnaðinn er fjandinn laus. Fjárfestar geta sótt um allt að 60% kostnaðarins við vindmyllugarða í loftslagssjóði. Þá fá þeir lífeyrissjóði, sveitarfélög eða ríkið til að koma með hin 40% á móti. Eini kostnaður fjárfestanna er því að borga fyrir teikningar og skipulag og auðvitað greiða fyrir leyfum og samþykki með því að gera réttum mönnum gylliboð sem þeir geta ekki hafnað. Almennt hafa vindmyllur líftíma upp á 20-25 ár og þörf er á reglulegu viðhaldi til að tryggja hámarksafköst og öryggi þeirra. Eftir 15-20 ár getur verið nauðsynlegt að fara í stærri endurnýjun eða uppfærslu á vindmyllunni, skipta um spaða, uppfæra stýrikerfi eða jafnvel skipta út miklum hluta vélbúnaðar. En raunveruleikinn er, eins og reynslan hefur sýnt, að fyrstu árin verður ekkert hugað að viðhaldi heldur greiddur út allur arður við mikla gleði lífeyrissjóðanna og sveitarfélaganna. Auðvelt fé með lítilli fyrirhöfn. Fjárfestar munu líklega standa í vegi fyrir nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun til að hámarka gróðann og einungis sinna bráðnauðsynlegum viðgerðum, því þeir hyggjast selja hlut sinn rétt áður en vindmyllurnar gefa upp andann. Eftir sitja lífeyrissjóðir og sveitarfélög, þ.e. almenningur, með ónýtar myllur, gífurlegan kostnað við að taka þær niður og meiriháttar óafturkræf umhverfisspjöll og langvarandi áhrif á lífríki, jarðveg og vatnsrennsli. Fyrir þá sem efast um þetta má nefna einkavæðingu fráveitukerfis Lundúna þar sem fjárfestar hirtu ekki um viðhald og seldu rétt áður en allt fór til fjandans. Viðbjóðsleg saurlykt gýs nú upp úr niðurföllum borgarinnar og fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Einnig er fólki bent á að horfa á þriðju þáttaröð norsku þáttanna Exit þar sem aðferð atvinnufjárfestanna er útlistuð því í Noregi hefur fagfjárfestum tekist að kaupa upp orkunet landsmanna og leika sama leikinn þar. Vindmyllur framkalla hávaða, lágstemmd truflandi hljóð ef þær eru nálægt íbúðarsvæðum. Þótt talsmenn vindorku reyni að gera lítið úr þessum hávaða er ljóst að fasteignaverð hríðlækkar því nær sem húsin eru vindmyllunum. Íbúar við nágrenni fyrirhugaðra vindmyllugarða hér um allt land ættu að hafa það í huga. Til að fjárfestingar í vindorku borgi sig þarf að tengjast orkuneti Evrópu og bjóða rafmagnið hæstbjóðanda. Nú þegar hefur fyrirtækið Icelink hafið undirbúning þess. Raforkuverð mun þá hækka upp úr öllu veldi því bannað verður að mismuna notendum hér á landi og í Evrópu. Þegar búið verður að samþykkja bókun 35 standa lög Evrópusambandsins ofar þeim íslensku og þá er ekkert sem við getum gert. Norðmenn eru nú að átta sig á því að þeir hafi verið plataðir til að tengja raforkunet sitt við Evrópunetið. Það er von okkar í Landsbyggðin lifi að Íslendingar láti ekki plata sig og samþykki vindorkugarða í einkaeigu. Jafnframt er nauðsynlegt að Landsvirkjun verði alltaf í eigu Íslendinga, annars er hætta á að raforkukerfi Íslendinga endi eins og frárennsliskerfi Lundúnabúa, í djúpum skít. Höfundar eru formaður og varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar