Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 14:30 Hugarfarið er eins konar safn viðhorfa og sannfæringa sem móta hvernig við skynjum heiminn og okkur sjálf. Þetta hefur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og háttsemi í mismunandi aðstæðum. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn fjallað um tvær megin gerðir af hugarfari: fastmótað hugarfar og vaxtarhugarfar. Til að skilja þetta betur, skulum við velta eftirfarandi spurningu fyrir okkur: Hvernig brást þú við þegar þú sást einhvern gera eitthvað sem þig langar líka að geta? Hugsaðir þú: „Vá, þær hafa einstaka hæfileika, ég gæti aldrei gert þetta“ eða hugsarðu: „Geggjað! Hvernig gæti ég lært þetta?“ Ef þú hugsar á fyrri veginn, bendir það til fastmótaðs hugarfars, sem byggir á hugmyndinni um að greind og hæfileikar séu fastmótaðir og breytist lítið í gegnum ævina. Hins vegar, ef þú hugsar á síðari veginn, eins og þeir sem nota vaxtarhugarfar, sem byggist á hugmyndinni um að allt sé hægt að læra með því að æfa sig. Flestir hafa blandað hugarfar, sem getur breyst eftir sviði – hvort sem er í starfi, samböndum, íþróttum eða listsköpun. En hvernig geturðu fundið út úr því hvoru hugarfarinu þú ert að nota í ákveðnum aðstæðum og unnið að því að efla vaxtarhugarfarið? Hugarfarsáskorun (sem tekur 2 mínútur) Taktu smá stund til sjálfsskoðunar og svaraðu eftirfarandi spurningum. Merktu við dálk A eða B eftir því hvort setningarnar eiga betur við þig. A B Tekst ég á áskoranir og tækifæri, jafnvel þegar ég gæti mistekist? Reyni ég frekar að forðast áskoranir til að koma í veg fyrir mistök? Trúi ég því að vinnusemi og æfingin skapi meistarann? Trúi ég því að hæfileikar séu meðfæddir og æfing skipti minna máli? Sé ég mistök sem tímabundna uppákomu og reyni aftur? Gefst ég oft upp þegar ég rekst á hindranir? Lít ég á velgengni annarra sem innblástur? Finn ég fyrir öfund þegar ég sé velgengni annarra? Tek ég gagnrýni sem tækifæri til vaxtar? Tek ég gagnrýni sem persónulega árás og hunsa hana? Teldu saman hversu oft þú valdir A eða B. Ef þú valdir fleiri A, þá ertu að tileinka þér vaxtarhugarfar. Ef B kom oftar upp, gæti verið gagnlegt að skoða hvernig þú getur opnað hugann fyrir vaxtartækifærum. Veittu því líka athygli að þú getur oft sýnt vaxtarhugarfar í ákveðnum aðstæðum, eins og heima eða í vinnu, en átt það til að festast í fastmótuðu hugarfari í sambandi við þína nánustu. Hvernig næ ég árangri? Þetta snýst um að átta sig á því að vaxtarhugarfar sé til, finna að þú getir vaxið og náð árangri með æfingu og þrautseigju. Hvað geturðu gert í dag til að þjálfa þetta hugarfar? Hér er hugmynd: Reyndu að grípa þig ef hugurinn fer að skammast í þér næst þegar þú gerir mistök. Segðu frekar: „Hvernig get ég lært af þessu?“ Þegar hugurinn er með þér í liði ertu líklegri til þess að ná árangri í öllum þínum verkefnum. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugarfarið er eins konar safn viðhorfa og sannfæringa sem móta hvernig við skynjum heiminn og okkur sjálf. Þetta hefur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og háttsemi í mismunandi aðstæðum. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn fjallað um tvær megin gerðir af hugarfari: fastmótað hugarfar og vaxtarhugarfar. Til að skilja þetta betur, skulum við velta eftirfarandi spurningu fyrir okkur: Hvernig brást þú við þegar þú sást einhvern gera eitthvað sem þig langar líka að geta? Hugsaðir þú: „Vá, þær hafa einstaka hæfileika, ég gæti aldrei gert þetta“ eða hugsarðu: „Geggjað! Hvernig gæti ég lært þetta?“ Ef þú hugsar á fyrri veginn, bendir það til fastmótaðs hugarfars, sem byggir á hugmyndinni um að greind og hæfileikar séu fastmótaðir og breytist lítið í gegnum ævina. Hins vegar, ef þú hugsar á síðari veginn, eins og þeir sem nota vaxtarhugarfar, sem byggist á hugmyndinni um að allt sé hægt að læra með því að æfa sig. Flestir hafa blandað hugarfar, sem getur breyst eftir sviði – hvort sem er í starfi, samböndum, íþróttum eða listsköpun. En hvernig geturðu fundið út úr því hvoru hugarfarinu þú ert að nota í ákveðnum aðstæðum og unnið að því að efla vaxtarhugarfarið? Hugarfarsáskorun (sem tekur 2 mínútur) Taktu smá stund til sjálfsskoðunar og svaraðu eftirfarandi spurningum. Merktu við dálk A eða B eftir því hvort setningarnar eiga betur við þig. A B Tekst ég á áskoranir og tækifæri, jafnvel þegar ég gæti mistekist? Reyni ég frekar að forðast áskoranir til að koma í veg fyrir mistök? Trúi ég því að vinnusemi og æfingin skapi meistarann? Trúi ég því að hæfileikar séu meðfæddir og æfing skipti minna máli? Sé ég mistök sem tímabundna uppákomu og reyni aftur? Gefst ég oft upp þegar ég rekst á hindranir? Lít ég á velgengni annarra sem innblástur? Finn ég fyrir öfund þegar ég sé velgengni annarra? Tek ég gagnrýni sem tækifæri til vaxtar? Tek ég gagnrýni sem persónulega árás og hunsa hana? Teldu saman hversu oft þú valdir A eða B. Ef þú valdir fleiri A, þá ertu að tileinka þér vaxtarhugarfar. Ef B kom oftar upp, gæti verið gagnlegt að skoða hvernig þú getur opnað hugann fyrir vaxtartækifærum. Veittu því líka athygli að þú getur oft sýnt vaxtarhugarfar í ákveðnum aðstæðum, eins og heima eða í vinnu, en átt það til að festast í fastmótuðu hugarfari í sambandi við þína nánustu. Hvernig næ ég árangri? Þetta snýst um að átta sig á því að vaxtarhugarfar sé til, finna að þú getir vaxið og náð árangri með æfingu og þrautseigju. Hvað geturðu gert í dag til að þjálfa þetta hugarfar? Hér er hugmynd: Reyndu að grípa þig ef hugurinn fer að skammast í þér næst þegar þú gerir mistök. Segðu frekar: „Hvernig get ég lært af þessu?“ Þegar hugurinn er með þér í liði ertu líklegri til þess að ná árangri í öllum þínum verkefnum. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun