Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar 19. febrúar 2025 12:02 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er hryggjarstykkið í æðri menntun og rannsóknum á Íslandi og er ein þeirra stofnana sem Íslendingar bera mest traust til. Háskólasamfélagið er ómissandi undirstaða efnahagslífs okkar, enda stuðlar það að uppbyggingu hæfni og þekkingar sem knýja vinnumarkaðinn áfram, auk ómissandi akademískra rannsókna. Fyrir utan þetta efnahagslega undirstöðuhlutverk, gegnir Háskólinn mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem felst í því að halda uppi almennri umræðu um mikilvæg samfélagsmál, sem og að skapa grundvöll fyrir samtalið um gildi og stefnu samfélagsins á heimspekilegum og siðferðislegum grundvelli. Því er mikið í húfi að til starfsins veljist einstaklingur sem er kraftmikill og ráðagóður og sem getur reynst öflugur sporfari. Velferð Íslands er nátengd styrk háskólasamfélagsins og það er mikilvægt þjóðarhagsmunum að eiga öfluga háskóla á Íslandi - þar er Háskóli Íslands lykilstofnun. Vel þekkt er að háskólinn hefur lengi búið við þröngan kost, og það hefur verið markmið stjórnvalda að efla háskólastarf og fjármögnun háskólastigsins. Erfiður rekstrargrundvöllur háskóla minnkar samkeppnisfærni okkar og er að mínu viti eitt lykilverkefna nýs rektors að vinna með stjórnvöldum að því að færa rekstrarforsendur Háskólans til betri vegar, enda þjóðarhagur að svo verði. Þetta er eitt af lykiláherslumálum Silju Báru. Ég þekki Silju Báru aðeins af góðum verkum og er hún bæði kraftmikil og hugmyndarík. Hún hefur langa og víðtæka reynslu innan Háskólans, sem og að hafa komið að alþjóðlegu starfi skólans og þekkja mjög vel erlenda afburðaháskóla - sem ættu að vera fyrirmynd Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði og hefur því góða þekkingu á þeim verkefnum sem bíða rektors. Ég sótti mitt háskóla- og framhaldsnám erlendis og horfi því mjög á Háskóla Íslands með þeim augum og ber saman við bestu háskóla heims. Eins sinnti ég stundakennslu við skólann í haust. Margt hefur áunnist í því að efla rannsóknir og kennslu innan háskólans og færa skólann í átt til þess að vera samanburðarhæfur við bestu skóla erlendis, en þó er í því enn mikið verk óunnið. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að Háskólinn væri meðal þeirra fremstu í Evrópu, og fjárfesta í þessari lykilstofnun til að svo verði. Ég er sannfærður um að Silja Bára yrði farsæll rektor og að hennar starf yrði mikil lyftistöng fyrir háskólann og þessa stærri hagsmuni Íslands. Hún hefur lag á því að fá fólk í lið með sér til þess að takast á við verkefni og hefur því nauðsynlega hógværð leiðtoga sem er dýrmætur og sjaldgæfur eiginleiki. Ég hvet þá sem koma að kjöri rektors að veita henni sitt atkvæði. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Erlingur Erlingsson Mest lesið Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er hryggjarstykkið í æðri menntun og rannsóknum á Íslandi og er ein þeirra stofnana sem Íslendingar bera mest traust til. Háskólasamfélagið er ómissandi undirstaða efnahagslífs okkar, enda stuðlar það að uppbyggingu hæfni og þekkingar sem knýja vinnumarkaðinn áfram, auk ómissandi akademískra rannsókna. Fyrir utan þetta efnahagslega undirstöðuhlutverk, gegnir Háskólinn mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem felst í því að halda uppi almennri umræðu um mikilvæg samfélagsmál, sem og að skapa grundvöll fyrir samtalið um gildi og stefnu samfélagsins á heimspekilegum og siðferðislegum grundvelli. Því er mikið í húfi að til starfsins veljist einstaklingur sem er kraftmikill og ráðagóður og sem getur reynst öflugur sporfari. Velferð Íslands er nátengd styrk háskólasamfélagsins og það er mikilvægt þjóðarhagsmunum að eiga öfluga háskóla á Íslandi - þar er Háskóli Íslands lykilstofnun. Vel þekkt er að háskólinn hefur lengi búið við þröngan kost, og það hefur verið markmið stjórnvalda að efla háskólastarf og fjármögnun háskólastigsins. Erfiður rekstrargrundvöllur háskóla minnkar samkeppnisfærni okkar og er að mínu viti eitt lykilverkefna nýs rektors að vinna með stjórnvöldum að því að færa rekstrarforsendur Háskólans til betri vegar, enda þjóðarhagur að svo verði. Þetta er eitt af lykiláherslumálum Silju Báru. Ég þekki Silju Báru aðeins af góðum verkum og er hún bæði kraftmikil og hugmyndarík. Hún hefur langa og víðtæka reynslu innan Háskólans, sem og að hafa komið að alþjóðlegu starfi skólans og þekkja mjög vel erlenda afburðaháskóla - sem ættu að vera fyrirmynd Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði og hefur því góða þekkingu á þeim verkefnum sem bíða rektors. Ég sótti mitt háskóla- og framhaldsnám erlendis og horfi því mjög á Háskóla Íslands með þeim augum og ber saman við bestu háskóla heims. Eins sinnti ég stundakennslu við skólann í haust. Margt hefur áunnist í því að efla rannsóknir og kennslu innan háskólans og færa skólann í átt til þess að vera samanburðarhæfur við bestu skóla erlendis, en þó er í því enn mikið verk óunnið. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að Háskólinn væri meðal þeirra fremstu í Evrópu, og fjárfesta í þessari lykilstofnun til að svo verði. Ég er sannfærður um að Silja Bára yrði farsæll rektor og að hennar starf yrði mikil lyftistöng fyrir háskólann og þessa stærri hagsmuni Íslands. Hún hefur lag á því að fá fólk í lið með sér til þess að takast á við verkefni og hefur því nauðsynlega hógværð leiðtoga sem er dýrmætur og sjaldgæfur eiginleiki. Ég hvet þá sem koma að kjöri rektors að veita henni sitt atkvæði. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun