Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar 22. febrúar 2025 07:01 Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag. Samkvæmt kjarasamningum leggja atvinnurekendur 1% af launum launamanns í sjúkrasjóð félagsins og sjá einnig um innheimtu í félagssjóð og orlofsjóð. Í VR er hluti af framlagi í orlofssjóð og sjúkrasjóð lagt í sérstakan varasjóð sem er séreign hvers félagsmanns og er inneign í sjóðnum því í hlutfalli við laun viðkomandi. Inneign í varasjóð geta félagsmenn nýtt til að greiða t.d. fyrir orlofsþjónustu, líkamsrækt – og búnað, læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu, tannlækningar og gleraugu svo eitthvað sé nefnt. Úr varasjóðnum eru því greiddir þeir heilbrigðistengdu styrkir sem í flestum öðrum stéttarfélögum eru greiddir úr sjúkrasjóði. Auk varasjóðsins á félagsfólk svo réttindi í sjúkrasjóði sem tryggir afkomu þegar slys eða veikindi ber að höndum og veikindaréttur hjá atvinnurekenda er tæmdur. Nokkuð hefur verið rætt um það nú í aðdraganda kosninga hvort þetta tvískipta fyrirkomulag í VR sé heppilegt eða hvort taka eigi upp sambærilegar reglur og í öðrum félögum þar sem styrkjum til heilbrigðistengdra þátta er úthlutað úr sameiginlegum sjúkrasjóði byggt á ávinnslu. Það er rétt sem fram kemur í umræðunni að slíkt kerfi getur falið í sér meiri jöfnuð og hærri styrki til tiltekins hóps félagsmanna, en á sama tíma eru líkur til þess að þá þyrfti að afmarka styrki í meira mæli en nú er. Staðreyndin er eftir sem áður sú að úthlutunarreglur og skipulag sjóða breyta engu um þá heildarfjárhæð sem til skiptanna er og umræðan um varasjóðinn er því í reynd umræða um hversu víðtæk samtrygging félagsfólks á að vera og hversu langt á að ganga í að sérgreina réttindi einstaklinga til styrkja. Þetta er umræða sem fara þarf fram með félagsfólki VR. Við þurfum að tala af ábyrgð um fjármuni félagsmanna og hvernig þeim er varið án þess að setja fram innihaldslítil gylliboð. Við eigum líka að ræða hlutverk sjóðanna í stærra samhengi og hvernig ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur eru gjörn á að koma verkefnum sem eiga að vera á samfélagslegum grunni yfir á sjóði launafólks sem í grunninn eru stofnaðir til að tryggja afkomu félagsmanna í veikindum og slysum. Stuðningur sjóðanna við að standa straum af kostnaði við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og hjálpartæki á borð við gleraugu og heyrnatæki, er birtingarmynd þess að víða er pottur brotinn í aðgangi að sjálfsagðri velferðarþjónustu í landinu sem verkalýðshreyfingin hefur í gegnum sjóði sína reynt að bæta úr. Ræðum málefnalega um fyrirkomulagið hjá okkur í VR en gleymum því ekki að standa saman í því að sækja á stjórnvöld um að þau sinni þeim verkefnum sem þeim ber. Fyrir því mun ég berjast sem formaður VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Flosi Eiríksson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag. Samkvæmt kjarasamningum leggja atvinnurekendur 1% af launum launamanns í sjúkrasjóð félagsins og sjá einnig um innheimtu í félagssjóð og orlofsjóð. Í VR er hluti af framlagi í orlofssjóð og sjúkrasjóð lagt í sérstakan varasjóð sem er séreign hvers félagsmanns og er inneign í sjóðnum því í hlutfalli við laun viðkomandi. Inneign í varasjóð geta félagsmenn nýtt til að greiða t.d. fyrir orlofsþjónustu, líkamsrækt – og búnað, læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu, tannlækningar og gleraugu svo eitthvað sé nefnt. Úr varasjóðnum eru því greiddir þeir heilbrigðistengdu styrkir sem í flestum öðrum stéttarfélögum eru greiddir úr sjúkrasjóði. Auk varasjóðsins á félagsfólk svo réttindi í sjúkrasjóði sem tryggir afkomu þegar slys eða veikindi ber að höndum og veikindaréttur hjá atvinnurekenda er tæmdur. Nokkuð hefur verið rætt um það nú í aðdraganda kosninga hvort þetta tvískipta fyrirkomulag í VR sé heppilegt eða hvort taka eigi upp sambærilegar reglur og í öðrum félögum þar sem styrkjum til heilbrigðistengdra þátta er úthlutað úr sameiginlegum sjúkrasjóði byggt á ávinnslu. Það er rétt sem fram kemur í umræðunni að slíkt kerfi getur falið í sér meiri jöfnuð og hærri styrki til tiltekins hóps félagsmanna, en á sama tíma eru líkur til þess að þá þyrfti að afmarka styrki í meira mæli en nú er. Staðreyndin er eftir sem áður sú að úthlutunarreglur og skipulag sjóða breyta engu um þá heildarfjárhæð sem til skiptanna er og umræðan um varasjóðinn er því í reynd umræða um hversu víðtæk samtrygging félagsfólks á að vera og hversu langt á að ganga í að sérgreina réttindi einstaklinga til styrkja. Þetta er umræða sem fara þarf fram með félagsfólki VR. Við þurfum að tala af ábyrgð um fjármuni félagsmanna og hvernig þeim er varið án þess að setja fram innihaldslítil gylliboð. Við eigum líka að ræða hlutverk sjóðanna í stærra samhengi og hvernig ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur eru gjörn á að koma verkefnum sem eiga að vera á samfélagslegum grunni yfir á sjóði launafólks sem í grunninn eru stofnaðir til að tryggja afkomu félagsmanna í veikindum og slysum. Stuðningur sjóðanna við að standa straum af kostnaði við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og hjálpartæki á borð við gleraugu og heyrnatæki, er birtingarmynd þess að víða er pottur brotinn í aðgangi að sjálfsagðri velferðarþjónustu í landinu sem verkalýðshreyfingin hefur í gegnum sjóði sína reynt að bæta úr. Ræðum málefnalega um fyrirkomulagið hjá okkur í VR en gleymum því ekki að standa saman í því að sækja á stjórnvöld um að þau sinni þeim verkefnum sem þeim ber. Fyrir því mun ég berjast sem formaður VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun