Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar 22. febrúar 2025 07:01 Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag. Samkvæmt kjarasamningum leggja atvinnurekendur 1% af launum launamanns í sjúkrasjóð félagsins og sjá einnig um innheimtu í félagssjóð og orlofsjóð. Í VR er hluti af framlagi í orlofssjóð og sjúkrasjóð lagt í sérstakan varasjóð sem er séreign hvers félagsmanns og er inneign í sjóðnum því í hlutfalli við laun viðkomandi. Inneign í varasjóð geta félagsmenn nýtt til að greiða t.d. fyrir orlofsþjónustu, líkamsrækt – og búnað, læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu, tannlækningar og gleraugu svo eitthvað sé nefnt. Úr varasjóðnum eru því greiddir þeir heilbrigðistengdu styrkir sem í flestum öðrum stéttarfélögum eru greiddir úr sjúkrasjóði. Auk varasjóðsins á félagsfólk svo réttindi í sjúkrasjóði sem tryggir afkomu þegar slys eða veikindi ber að höndum og veikindaréttur hjá atvinnurekenda er tæmdur. Nokkuð hefur verið rætt um það nú í aðdraganda kosninga hvort þetta tvískipta fyrirkomulag í VR sé heppilegt eða hvort taka eigi upp sambærilegar reglur og í öðrum félögum þar sem styrkjum til heilbrigðistengdra þátta er úthlutað úr sameiginlegum sjúkrasjóði byggt á ávinnslu. Það er rétt sem fram kemur í umræðunni að slíkt kerfi getur falið í sér meiri jöfnuð og hærri styrki til tiltekins hóps félagsmanna, en á sama tíma eru líkur til þess að þá þyrfti að afmarka styrki í meira mæli en nú er. Staðreyndin er eftir sem áður sú að úthlutunarreglur og skipulag sjóða breyta engu um þá heildarfjárhæð sem til skiptanna er og umræðan um varasjóðinn er því í reynd umræða um hversu víðtæk samtrygging félagsfólks á að vera og hversu langt á að ganga í að sérgreina réttindi einstaklinga til styrkja. Þetta er umræða sem fara þarf fram með félagsfólki VR. Við þurfum að tala af ábyrgð um fjármuni félagsmanna og hvernig þeim er varið án þess að setja fram innihaldslítil gylliboð. Við eigum líka að ræða hlutverk sjóðanna í stærra samhengi og hvernig ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur eru gjörn á að koma verkefnum sem eiga að vera á samfélagslegum grunni yfir á sjóði launafólks sem í grunninn eru stofnaðir til að tryggja afkomu félagsmanna í veikindum og slysum. Stuðningur sjóðanna við að standa straum af kostnaði við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og hjálpartæki á borð við gleraugu og heyrnatæki, er birtingarmynd þess að víða er pottur brotinn í aðgangi að sjálfsagðri velferðarþjónustu í landinu sem verkalýðshreyfingin hefur í gegnum sjóði sína reynt að bæta úr. Ræðum málefnalega um fyrirkomulagið hjá okkur í VR en gleymum því ekki að standa saman í því að sækja á stjórnvöld um að þau sinni þeim verkefnum sem þeim ber. Fyrir því mun ég berjast sem formaður VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Flosi Eiríksson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag. Samkvæmt kjarasamningum leggja atvinnurekendur 1% af launum launamanns í sjúkrasjóð félagsins og sjá einnig um innheimtu í félagssjóð og orlofsjóð. Í VR er hluti af framlagi í orlofssjóð og sjúkrasjóð lagt í sérstakan varasjóð sem er séreign hvers félagsmanns og er inneign í sjóðnum því í hlutfalli við laun viðkomandi. Inneign í varasjóð geta félagsmenn nýtt til að greiða t.d. fyrir orlofsþjónustu, líkamsrækt – og búnað, læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu, tannlækningar og gleraugu svo eitthvað sé nefnt. Úr varasjóðnum eru því greiddir þeir heilbrigðistengdu styrkir sem í flestum öðrum stéttarfélögum eru greiddir úr sjúkrasjóði. Auk varasjóðsins á félagsfólk svo réttindi í sjúkrasjóði sem tryggir afkomu þegar slys eða veikindi ber að höndum og veikindaréttur hjá atvinnurekenda er tæmdur. Nokkuð hefur verið rætt um það nú í aðdraganda kosninga hvort þetta tvískipta fyrirkomulag í VR sé heppilegt eða hvort taka eigi upp sambærilegar reglur og í öðrum félögum þar sem styrkjum til heilbrigðistengdra þátta er úthlutað úr sameiginlegum sjúkrasjóði byggt á ávinnslu. Það er rétt sem fram kemur í umræðunni að slíkt kerfi getur falið í sér meiri jöfnuð og hærri styrki til tiltekins hóps félagsmanna, en á sama tíma eru líkur til þess að þá þyrfti að afmarka styrki í meira mæli en nú er. Staðreyndin er eftir sem áður sú að úthlutunarreglur og skipulag sjóða breyta engu um þá heildarfjárhæð sem til skiptanna er og umræðan um varasjóðinn er því í reynd umræða um hversu víðtæk samtrygging félagsfólks á að vera og hversu langt á að ganga í að sérgreina réttindi einstaklinga til styrkja. Þetta er umræða sem fara þarf fram með félagsfólki VR. Við þurfum að tala af ábyrgð um fjármuni félagsmanna og hvernig þeim er varið án þess að setja fram innihaldslítil gylliboð. Við eigum líka að ræða hlutverk sjóðanna í stærra samhengi og hvernig ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur eru gjörn á að koma verkefnum sem eiga að vera á samfélagslegum grunni yfir á sjóði launafólks sem í grunninn eru stofnaðir til að tryggja afkomu félagsmanna í veikindum og slysum. Stuðningur sjóðanna við að standa straum af kostnaði við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og hjálpartæki á borð við gleraugu og heyrnatæki, er birtingarmynd þess að víða er pottur brotinn í aðgangi að sjálfsagðri velferðarþjónustu í landinu sem verkalýðshreyfingin hefur í gegnum sjóði sína reynt að bæta úr. Ræðum málefnalega um fyrirkomulagið hjá okkur í VR en gleymum því ekki að standa saman í því að sækja á stjórnvöld um að þau sinni þeim verkefnum sem þeim ber. Fyrir því mun ég berjast sem formaður VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun