Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. febrúar 2025 21:09 Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun. Málið er einfalt, við flytjum nú inn um 500 þúsund tonn af olíu fyrir samgöngutæki, vélar og skip. Staðan er sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Fæðuöryggið hryndi að mestu leyti á sama tíma þar sem matvælaframleiðsla og flutningur er nánast algerlega háð olíu. Öll starfsemi sem krefst einhverskonar farartækja eða flutninga myndi stöðvast. Orkuöryggið hefur skánað Staðan hefur þó verið verri og orkuöryggi landsins hefur skánað nokkuð undanfarin ár. Árið 2007 fór innanlandsnotkun olíu, þ.e. öll notkun utan millilandaflugs og millilandasiglinga, í 660 þúsund tonn. Þá var nánast ekki til samgöngutæki hér á landi sem gekk fyrir öðru en olíu og orkunýtni ekki í hávegum höfð. Síðan þá hefur orkunýtni, ekki síst í sjávarútvegi batnað verulega, orkuskipti í ýmsum iðnaði raungerst og fjöldi ökutækja skipt að hluta eða öllu leyti yfir í hreina íslenska orku. Nú eru tugir þúsunda farartækja sem keyra á íslenskri orku allt frá rafhjólum til steypubíla. Þó svo að orkuskipti skipa hafi verið umfangslítil hingað til hefur bætti orkunýtni í þeim geira skilað umtalsverðum árangri í minni olíunotkun. Árið 2023 var olíunotkun innanlands komin niður í 510 þúsund tonn. Þetta er í raun mun miklu meiri árangur en tölurnar gefa til kynna þar sem á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um tæplega 100 þúsund og ferðamönnum um tvær milljónir. Orkuöryggið í tölum Frá 2007 hefur olíunotkun innanlands sem sagt minnkað um 150 þúsund tonn. Árleg notkun er því um 180 milljón lítrum minni en hún var árið 2007. Orkuöryggið hefur því skánað um tæplega 500 þúsund lítra á dag, Á DAG! Þetta hefur tekist þrátt fyrir gríðarlegan vöxt í mannfjölda og ferðamannastraumi sem er einmitt mjög eldsneytisfrekur á ferðum sínum um landið. Gerum betur Við höfum alla burði til að gefa hratt og vel í þegar að kemur að auknu orkuöryggi og þar með matvælaöryggi hér á landi. Tæknilegar framfarir gera okkur nú kleift að fara í öflug orkuskipti á nær öllum sviðum samgangna. Orkuöryggið sem því fylgir væri í raun bara bónus þar sem nýorkutæki eru þjóðhagslega hagkvæm þegar kaup og rekstur er borin saman. Með minni olíunotkun verður líka ódýrara og umfangsminna að koma okkur upp 90 daga olíubirgðum. Drífum í þessu. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Umhverfismál Bensín og olía Orkumál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun. Málið er einfalt, við flytjum nú inn um 500 þúsund tonn af olíu fyrir samgöngutæki, vélar og skip. Staðan er sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Fæðuöryggið hryndi að mestu leyti á sama tíma þar sem matvælaframleiðsla og flutningur er nánast algerlega háð olíu. Öll starfsemi sem krefst einhverskonar farartækja eða flutninga myndi stöðvast. Orkuöryggið hefur skánað Staðan hefur þó verið verri og orkuöryggi landsins hefur skánað nokkuð undanfarin ár. Árið 2007 fór innanlandsnotkun olíu, þ.e. öll notkun utan millilandaflugs og millilandasiglinga, í 660 þúsund tonn. Þá var nánast ekki til samgöngutæki hér á landi sem gekk fyrir öðru en olíu og orkunýtni ekki í hávegum höfð. Síðan þá hefur orkunýtni, ekki síst í sjávarútvegi batnað verulega, orkuskipti í ýmsum iðnaði raungerst og fjöldi ökutækja skipt að hluta eða öllu leyti yfir í hreina íslenska orku. Nú eru tugir þúsunda farartækja sem keyra á íslenskri orku allt frá rafhjólum til steypubíla. Þó svo að orkuskipti skipa hafi verið umfangslítil hingað til hefur bætti orkunýtni í þeim geira skilað umtalsverðum árangri í minni olíunotkun. Árið 2023 var olíunotkun innanlands komin niður í 510 þúsund tonn. Þetta er í raun mun miklu meiri árangur en tölurnar gefa til kynna þar sem á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um tæplega 100 þúsund og ferðamönnum um tvær milljónir. Orkuöryggið í tölum Frá 2007 hefur olíunotkun innanlands sem sagt minnkað um 150 þúsund tonn. Árleg notkun er því um 180 milljón lítrum minni en hún var árið 2007. Orkuöryggið hefur því skánað um tæplega 500 þúsund lítra á dag, Á DAG! Þetta hefur tekist þrátt fyrir gríðarlegan vöxt í mannfjölda og ferðamannastraumi sem er einmitt mjög eldsneytisfrekur á ferðum sínum um landið. Gerum betur Við höfum alla burði til að gefa hratt og vel í þegar að kemur að auknu orkuöryggi og þar með matvælaöryggi hér á landi. Tæknilegar framfarir gera okkur nú kleift að fara í öflug orkuskipti á nær öllum sviðum samgangna. Orkuöryggið sem því fylgir væri í raun bara bónus þar sem nýorkutæki eru þjóðhagslega hagkvæm þegar kaup og rekstur er borin saman. Með minni olíunotkun verður líka ódýrara og umfangsminna að koma okkur upp 90 daga olíubirgðum. Drífum í þessu. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun