Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2025 09:01 Í nýlegri grein heldur Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda því fram að: innflutningur á pítsuosti með íblandaðri jurtaolíu muni hafa lítil áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu og að innlendir grænmetisbændur hafi staðið sig vel í samkeppni við innfluttar vörur. Þessar fullyrðingar standast ekki nánari skoðun og gefa ranga mynd af stöðu íslenskrar matvælaframleiðslu. Innflutningur og áhrif á íslenska bændur Samkvæmt skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2021 jókst innflutningur á grænmeti um 57% á tímabilinu 2009-2019, úr 12.000 tonnum í 19.000 tonn. Á sama tíma hefur hlutfall innlendrar framleiðslu af markaðnum dregist saman, úr 56% í 43%. Þetta sýnir að innfluttar vörur taka sífellt meira pláss á markaðnum, sem hefur neikvæð áhrif á íslenska bændur og framleiðslu þeirra (stjornarradid.is). Þrátt fyrir að íslenskir grænmetisbændur hafi unnið hörðum höndum að vöruþróun og markaðssetningu, er staðreyndin sú að innflutningur hefur aukist verulega og innlend framleiðsla nær aðeins að mæta um 46% af eftirspurn (stjornarradid.is). Þetta er langt frá því að vera fullnægjandi og sýnir að innfluttar vörur hafa áhrif á markaðinn og stöðu innlendra bænda. Fæðuöryggi, byggðafesta og smáskrefakenningin Aukin áhersla á innflutning matvæla getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fæðuöryggi landsins. Við erum háð innflutningi á mörgum sviðum, þar á meðal áburði, grænmeti, fóðri og eldsneyti, sem gerir okkur viðkvæm fyrir alþjóðlegum sveiflum og áföllum. Ef innlend framleiðsla minnkar enn frekar, eykst þessi viðkvæmni og sjálfbærni okkar minnkar. Þróunin sem við sjáum í dag minnir á smáskrefakenningu fræðimannsins Charles E. Lindblom, þar sem stefnumótunarferli breytist ekki með róttækum aðgerðum heldur með hægfara, stigvaxandi skrefum sem safnast saman yfir tíma. Smávægilegar breytingar í reglugerðum, aukin undanþága á innflutningstollum og markaðsöfl sem þrýsta á frekari innflutning leiða til þess að íslensk matvælaframleiðsla verður smátt og smátt veikari, án þess að stór ákvörðun sé tekin um að veikja hana til muna. Þetta skapar þá hættu að þegar fólk áttar sig á áhrifunum, þá er staðan orðin óafturkræf. Eru verndartollar bara á Íslandi? Það er algengt að þjóðir viðurkenni mikilvægi þess að verja sína innlendu matvælaframleiðslu gegn erlendri samkeppni, líkt og sést í mörgum ríkjum sem beita verndartollum og innflutningshömlum á landbúnaðarvörur til að tryggja fæðuöryggi og stöðugleika í greininni. Evrópusambandið leggur verndartolla á innfluttar mjólkurvörur til að vernda eigin framleiðslu (bbl.is) og Kanada rekur „supply management“ kerfi sem tryggir að innlend framleiðsla mæti eftirspurn og að bændur fái sanngjarnt verð fyrir vörur sínar (canada.ca). Þetta er ekkert nýtt né sérstakt fyrir Ísland – margar þjóðir verja sína matvælaframleiðslu vegna þess að þær skilja mikilvægi fæðuöryggis og þess að viðhalda innlendri framleiðslu. Sérhagsmunagæsla á kostnað almennings Þegar kemur að umræðu um íslenskan landbúnað er vert að spyrja: Hverjir hafa hag af því að veikja innlenda framleiðslu? Svarið er augljóst: Innflutningsaðilar sækjast eftir aukinni markaðshlutdeild og hagnaði, en það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að fæðuöryggi og byggðafesta verði ekki sett til hliðar í þeirri vegferð. Þeirra markmið er ekki að styðja við neytendur, heldur að hámarka hagnað fyrirtækja sinna, óháð langtímaáhrifum á íslenska matvælaframleiðslu. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að ganga erinda þeirra sem hagnast á veikingu innlendrar framleiðslu. Þvert á móti eiga þau að gæta hagsmuna þjóðarinnar í heild sinni, þar sem byggðafesta og fæðuöryggi skipta sköpum. Að fórna þessum grunnstoðum samfélagsins fyrir skammtímagróða örfárra innflutningsaðila og stórmarkaða er ekki stefna sem ætti að líðast. Þeir sem vilja afnema stuðning við íslenska framleiðslu ættu að hafa hugrekki til að viðurkenna að þeir eru ekki að tala fyrir hagsmunum neytenda – heldur hagsmunum þeirra sem vilja fylla markaðinn af innfluttum vörum án tillits til gæða, uppruna eða langtímaafleiðinga fyrir fæðuöryggi og sjálfstæði Íslands í matvælaframleiðslu. Sjálfbær framtíð Sem ungur einstaklingur sem styður við landsbyggðina, byggðafestu og fæðuöryggi, tel ég nauðsynlegt að standa vörð um íslenska matvælaframleiðslu. Við verðum að tryggja að innlendir bændur hafi sanngjörn samkeppnisskilyrði og að neytendur hafi aðgang að heilnæmum, innlendum vörum. Aukin áhersla á innflutning og rangfærslur um stöðu innlendrar framleiðslu þjóna ekki þessum markmiðum og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélag okkar í heild. Hagsmunagæsla stórfyrirtækja og innflutningsaðila á ekki að stýra stefnu stjórnvalda – það er hagur þjóðarinnar sem á að ráða för. Höfundur er ungur Framsóknarmaður með áhuga á fæðuöryggi, byggðafestu og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein heldur Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda því fram að: innflutningur á pítsuosti með íblandaðri jurtaolíu muni hafa lítil áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu og að innlendir grænmetisbændur hafi staðið sig vel í samkeppni við innfluttar vörur. Þessar fullyrðingar standast ekki nánari skoðun og gefa ranga mynd af stöðu íslenskrar matvælaframleiðslu. Innflutningur og áhrif á íslenska bændur Samkvæmt skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2021 jókst innflutningur á grænmeti um 57% á tímabilinu 2009-2019, úr 12.000 tonnum í 19.000 tonn. Á sama tíma hefur hlutfall innlendrar framleiðslu af markaðnum dregist saman, úr 56% í 43%. Þetta sýnir að innfluttar vörur taka sífellt meira pláss á markaðnum, sem hefur neikvæð áhrif á íslenska bændur og framleiðslu þeirra (stjornarradid.is). Þrátt fyrir að íslenskir grænmetisbændur hafi unnið hörðum höndum að vöruþróun og markaðssetningu, er staðreyndin sú að innflutningur hefur aukist verulega og innlend framleiðsla nær aðeins að mæta um 46% af eftirspurn (stjornarradid.is). Þetta er langt frá því að vera fullnægjandi og sýnir að innfluttar vörur hafa áhrif á markaðinn og stöðu innlendra bænda. Fæðuöryggi, byggðafesta og smáskrefakenningin Aukin áhersla á innflutning matvæla getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fæðuöryggi landsins. Við erum háð innflutningi á mörgum sviðum, þar á meðal áburði, grænmeti, fóðri og eldsneyti, sem gerir okkur viðkvæm fyrir alþjóðlegum sveiflum og áföllum. Ef innlend framleiðsla minnkar enn frekar, eykst þessi viðkvæmni og sjálfbærni okkar minnkar. Þróunin sem við sjáum í dag minnir á smáskrefakenningu fræðimannsins Charles E. Lindblom, þar sem stefnumótunarferli breytist ekki með róttækum aðgerðum heldur með hægfara, stigvaxandi skrefum sem safnast saman yfir tíma. Smávægilegar breytingar í reglugerðum, aukin undanþága á innflutningstollum og markaðsöfl sem þrýsta á frekari innflutning leiða til þess að íslensk matvælaframleiðsla verður smátt og smátt veikari, án þess að stór ákvörðun sé tekin um að veikja hana til muna. Þetta skapar þá hættu að þegar fólk áttar sig á áhrifunum, þá er staðan orðin óafturkræf. Eru verndartollar bara á Íslandi? Það er algengt að þjóðir viðurkenni mikilvægi þess að verja sína innlendu matvælaframleiðslu gegn erlendri samkeppni, líkt og sést í mörgum ríkjum sem beita verndartollum og innflutningshömlum á landbúnaðarvörur til að tryggja fæðuöryggi og stöðugleika í greininni. Evrópusambandið leggur verndartolla á innfluttar mjólkurvörur til að vernda eigin framleiðslu (bbl.is) og Kanada rekur „supply management“ kerfi sem tryggir að innlend framleiðsla mæti eftirspurn og að bændur fái sanngjarnt verð fyrir vörur sínar (canada.ca). Þetta er ekkert nýtt né sérstakt fyrir Ísland – margar þjóðir verja sína matvælaframleiðslu vegna þess að þær skilja mikilvægi fæðuöryggis og þess að viðhalda innlendri framleiðslu. Sérhagsmunagæsla á kostnað almennings Þegar kemur að umræðu um íslenskan landbúnað er vert að spyrja: Hverjir hafa hag af því að veikja innlenda framleiðslu? Svarið er augljóst: Innflutningsaðilar sækjast eftir aukinni markaðshlutdeild og hagnaði, en það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að fæðuöryggi og byggðafesta verði ekki sett til hliðar í þeirri vegferð. Þeirra markmið er ekki að styðja við neytendur, heldur að hámarka hagnað fyrirtækja sinna, óháð langtímaáhrifum á íslenska matvælaframleiðslu. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að ganga erinda þeirra sem hagnast á veikingu innlendrar framleiðslu. Þvert á móti eiga þau að gæta hagsmuna þjóðarinnar í heild sinni, þar sem byggðafesta og fæðuöryggi skipta sköpum. Að fórna þessum grunnstoðum samfélagsins fyrir skammtímagróða örfárra innflutningsaðila og stórmarkaða er ekki stefna sem ætti að líðast. Þeir sem vilja afnema stuðning við íslenska framleiðslu ættu að hafa hugrekki til að viðurkenna að þeir eru ekki að tala fyrir hagsmunum neytenda – heldur hagsmunum þeirra sem vilja fylla markaðinn af innfluttum vörum án tillits til gæða, uppruna eða langtímaafleiðinga fyrir fæðuöryggi og sjálfstæði Íslands í matvælaframleiðslu. Sjálfbær framtíð Sem ungur einstaklingur sem styður við landsbyggðina, byggðafestu og fæðuöryggi, tel ég nauðsynlegt að standa vörð um íslenska matvælaframleiðslu. Við verðum að tryggja að innlendir bændur hafi sanngjörn samkeppnisskilyrði og að neytendur hafi aðgang að heilnæmum, innlendum vörum. Aukin áhersla á innflutning og rangfærslur um stöðu innlendrar framleiðslu þjóna ekki þessum markmiðum og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélag okkar í heild. Hagsmunagæsla stórfyrirtækja og innflutningsaðila á ekki að stýra stefnu stjórnvalda – það er hagur þjóðarinnar sem á að ráða för. Höfundur er ungur Framsóknarmaður með áhuga á fæðuöryggi, byggðafestu og sjálfbærni.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar