Skoðun

Sam­úð

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Maður er nefndur Heimir Már Pétursson. Hann mun vera framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins en að undanförnu hefur verið fjallað um ráðstöfum þess flokks á ríkisstyrkjum síðustu árin. Hann helgar mér pistil sem hann birti á Vísi í dag, 21. febrúar.

Það er eiginlega ótrúlegt að lesa rangfærslurnar og svigurmælin sem þessi piltur setur saman í tilskrifi sínu. Ruglið og rangfærslurnar eru svo magnaðar að engra svara er þörf. Hins vegar er sjálfsagt að votta Flokki fólksins samúð vegna þessa liðsmanns. Flokkur sem ræður svona talsmann til starfa er frekar illa settur. Hann veldur húsbónda sínum bara tjóni þegar hann tjáir sig.

Höfundur er lögmaður.




Skoðun

Skoðun

Sam­úð

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Sjá meira


×