Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 15:36 Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari Vísir/Vilhelm Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa kynnt ríkissáttasemjara að þeim litist ekki á innanhússtillögu hans á fundi sem fram fór í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu, en þar segir að í fyrri tillögu sáttasemjara, sem var samþykkt af stjórn sambandsins, hafi falist 22 prósenta hækkun á samningatímanum, á meðan hækkun á öðrum samningum væri upp á 14 til 15 prósenta hækkun. Hins vegar hafi meiri hækkun falist í þessari nýju tillögu. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar sl., á þremur stjórnarfundum. M.a. kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort að hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði til,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn Sambandsins vill því koma því skýrt á framfæri að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara var ekki með samþykki stjórnar eða samninganefndar.“ Greint var frá því um hádegisleytið í dag að sambandið hafi ekki fallist á tillögu sáttasemjara. Í kjölfarið hafa kennarar víða um land lagt niður störf. Í tilkynningunni segir að stjórn sambandsins telji sér ekki fært að fallast á umrædda tillögu í núverandi mynd þar sem hún fæli í sér „hærri innáborgun á virðismat en sú miðlunartillaga sem stjórn var búin að samþykkja“. Þá væri gert ráð fyrir því að hægt væri að segja samningnum upp á samningtíma. „Stjórn Sambandsins hefur ávallt haldið þeirri afstöðu að viðræðurnar þurfi að byggja á sanngjörnum launakjörum fyrir kennara en telur að tillögur sáttasemjara eins og þær eru settar fram feli í sér óásættanlega áhættu.“ Þó sé margt í tillögunni sem hugnis sveitarfélögunum vel. „Sambandið er fullvisst um að sú virðismatsvegferð sem lögð er til muni leiða til sanngjarnrar, gagnsærrar og málefnalegrar launasetningar kennara. Sambandið getur þó ekki fallist á það að kennarasambandið hafi heimild til að segja samningnum upp fyrir lok samningstíma, án þessa að ljúka virðismatsvegferðinni,“ segir í tilkynningunni. „Hætta er á að það myndi setji alla aðra kjarasamninga á vinnumarkaði í uppnám enda hafa stöðugleikasamningar verið leiðarljós allra undirritaðra samninga opinberra launagreiðanda.“ Í tilkynningunni segist sambandið ítreka samningsvilja sinn. „Sú tillaga sáttasemjara sem var samþykkt af stjórn fól í sér að lágmarki 22% hækkun á samningstímanum á meðan aðrir samningar á markaði og við aðrar stéttir felur í sér 14-15% hækkun. Ný tillaga hljóðar uppá meiri hækkun.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu, en þar segir að í fyrri tillögu sáttasemjara, sem var samþykkt af stjórn sambandsins, hafi falist 22 prósenta hækkun á samningatímanum, á meðan hækkun á öðrum samningum væri upp á 14 til 15 prósenta hækkun. Hins vegar hafi meiri hækkun falist í þessari nýju tillögu. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar sl., á þremur stjórnarfundum. M.a. kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort að hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði til,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn Sambandsins vill því koma því skýrt á framfæri að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara var ekki með samþykki stjórnar eða samninganefndar.“ Greint var frá því um hádegisleytið í dag að sambandið hafi ekki fallist á tillögu sáttasemjara. Í kjölfarið hafa kennarar víða um land lagt niður störf. Í tilkynningunni segir að stjórn sambandsins telji sér ekki fært að fallast á umrædda tillögu í núverandi mynd þar sem hún fæli í sér „hærri innáborgun á virðismat en sú miðlunartillaga sem stjórn var búin að samþykkja“. Þá væri gert ráð fyrir því að hægt væri að segja samningnum upp á samningtíma. „Stjórn Sambandsins hefur ávallt haldið þeirri afstöðu að viðræðurnar þurfi að byggja á sanngjörnum launakjörum fyrir kennara en telur að tillögur sáttasemjara eins og þær eru settar fram feli í sér óásættanlega áhættu.“ Þó sé margt í tillögunni sem hugnis sveitarfélögunum vel. „Sambandið er fullvisst um að sú virðismatsvegferð sem lögð er til muni leiða til sanngjarnrar, gagnsærrar og málefnalegrar launasetningar kennara. Sambandið getur þó ekki fallist á það að kennarasambandið hafi heimild til að segja samningnum upp fyrir lok samningstíma, án þessa að ljúka virðismatsvegferðinni,“ segir í tilkynningunni. „Hætta er á að það myndi setji alla aðra kjarasamninga á vinnumarkaði í uppnám enda hafa stöðugleikasamningar verið leiðarljós allra undirritaðra samninga opinberra launagreiðanda.“ Í tilkynningunni segist sambandið ítreka samningsvilja sinn. „Sú tillaga sáttasemjara sem var samþykkt af stjórn fól í sér að lágmarki 22% hækkun á samningstímanum á meðan aðrir samningar á markaði og við aðrar stéttir felur í sér 14-15% hækkun. Ný tillaga hljóðar uppá meiri hækkun.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira