VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:47 Í tveimur greinum hef ég rakið mikilvægi þess að VR fjalli sérstaklega um áherslumál ungs fólks annars vegar og eldra fólks hins vegar. Síðan erum það við hin sem teljumst hvorki ung né gömul, við sem erum á miðjum aldri! Heimildum ber reyndar alls ekki saman um hvað felst nákvæmlega í því að vera á miðjum aldri, en fólk telst víst ungt allt fram til 35 ára og gjaldgengt í félög eldri borgara um sextugt. Svo líklega má miða við tímabilið þar á milli, þótt fæstir fagni 36 ára afmælisdeginum sínum sem miðaldra! Að öllu gamni slepptu þá er það svo að þegar launafólk nálgast miðjan aldur er algengt að það sé jafnframt komið á hæstu mánaðarlaun sem það hefur yfir ævina. Á þessum aldri eru VR félagar líklegri en ellegar til að flokkast sem millitekjufólk og ættu að geta haft það nokkuð gott. Svo er þó ekki alltaf raunin og í þeim fjölmörgu samtölum sem ég hef átt við VR-félaga undanfarnar vikur hef ég orðið vör við fjárhagsþrengingar hjá fólki sem ætti að vera á þeim stað í tekjustiganum að slíkar áhyggjur væri á undanhaldi. Jafnvel eru dæmi um tveggja fyrirvinnu fjölskyldur með ágæt laun sem lenda samt í erfiðleikum um mánaðamót og þau næstu ef þvottavélin bilar. Það kemur varla óvart að það sem þarna skiptir sköpum er húsnæðiskostnaður. Sú stefna sem hefur verið rekin undanfarin ár að varpa öllum byrðunum af efnahagsástandinu á lántakendur og leigjendur hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fólk. Eitt af stærstu viðfangsefnum verkalýðshreyfingarinnar er að stöðva þessa reglulegu aðför að launafólki. Skólamáltíðir mikilvægar Eitt sinn voru vaxtabætur hugsaðar sem stuðningur til fólks sem ber háar vaxtagreiðslur en eru í dag líkari fátæktaraðstoð. Reyndar hefur tekjutenging stuðningskerfa á borð við barnabætur og vaxtabætur verið svo mikil að fullvinnandi fólk nýtur sjaldnast fullra réttinda. Því var fagnaðarefni að takast skyldi að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn í tengslum við síðustu kjarasamninga, sem er aðgerð sem gagnast millitekjuhópum eins og öðrum og vinnur jafnframt gegn fátækt barna og ójöfnuði. Hefðu skólamáltíðirnar verið tekjutengdar er næsta víst að stór hluti VR-félaga hefði orðið af þeim. Fjölskyldumál eru mikilvæg kjaramál og sem formaður og áður varaformaður VR hef ég beitt mér fyrir að vakta sérstaklega auknar álögur á barnafólk, til dæmis í formi hærri leikskólagjalda og skerðinga á þjónustu við börn. Gott samfélag styður við fólk á erfiðari tímum lífsins og foreldrar þurfa stuðning svo þeir geti stutt börnin sín. Öll vorum við einu sinni börn og það er margsýnt að samfélagið á mikið undir því að foreldrar geti veitt börnum sínum umhyggju og alúð. Þar skiptir sköpum að vera frjáls undan fjárhagsáhyggjum. Jafnvægi vinnu og einkalífs Fólk á miðjum aldri er sumt í þeirri stöðu að vera með börn sem þarfnast umhyggju og aldraða foreldra sem þurfa sífellt meiri umönnun. Þetta getur valdið talsverðu álagi og sama má segja ef eitthvað kemur upp á í fjölskyldulífinu, til dæmis að börn breytast í unglinga (getur verið flókið!) eða fjölskyldumeðlimir verða fyrir veikindum eða áföllum. Góðir vinnustaðir veita svigrúm við slíkar aðstæður en það er þó því miður ekki algilt. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er krefjandi list fyrir fjölskyldufólk á miðjum aldri. Fjölmargir VR félagar vinna góð störf og njóta nauðsynlegs sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni þegar á þarf að halda. Svo er þó ekki með alla og enn fremur er það þannig hjá mörgum að aðeins lítið má út af bregða svo að jafnvægið verði að ójafnvægi. Sem dæmi má nefna breytingar á vinnustað, breytingar á fjölskylduhögum eða þegar þarf að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Mörg erum við ekki nema einu fráviki frá því að eiga erfitt með að halda öllum boltum á lofti. Ræktum sálina, jafnt sem líkamann! Innan bæði stjórnar og trúnaðarráðs VR hafa verið reifaðar tillögur um hvort nýta mætti sjúkrasjóð félagsins í forvarnaskyni í meira mæli en gert er nú þegar. Slíkar forvarnir gætu til dæmis verið rausnarlegri endurgreiðsla á sálfræðikostnaði eða frekari aðstoð til að tryggja megi gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þótt flestir geri sér grein fyrir samspili andlegrar og líkamlegrar heilsu, þá ber enn á ákveðinni tvíhyggju innan heilbrigðiskerfisins. Birtingarmyndir þessa eru til dæmis í reglum Skattsins sem rukkar félagsfólk stéttarfélaga um tekjuskatt af endurgreiðslu vegna sálfræðikostnaðar, en ekki vegna líkamsræktar. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði VR getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir hönd stjórnar VR hef ég tekið þessa umræðu upp við fjármálaráðherra, sem tók jákvætt í erindið og var opinn fyrir endurskoðun reglnanna fyrir næsta tekjuár. Miður aldur er það tímabil lífsins sem við erum hvað virkust á vinnumarkaði. Þá er mikilvægt að eiga skjól og stuðning í öflugu stéttarfélagi. Viðfangsefnið er að minnka húsnæðiskostnað þeirra sem eru í eigin húsnæði og á leigumarkaði og tryggja að félagslegu kerfin sem eiga að grípa okkur og styðja þegar á móti blæs standi undir nafni. Fyrir þessu mun ég beita mér. Starfsemi VR þarf að þjóna fólki á ólíkum aldri og á mismunandi stöðum á starfsferlinum. Af því þarf að taka mið þegar sest er við samningaborðið, enda er verkefni forystu VR fyrst og fremst að bæta hag VR-félaga. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Í tveimur greinum hef ég rakið mikilvægi þess að VR fjalli sérstaklega um áherslumál ungs fólks annars vegar og eldra fólks hins vegar. Síðan erum það við hin sem teljumst hvorki ung né gömul, við sem erum á miðjum aldri! Heimildum ber reyndar alls ekki saman um hvað felst nákvæmlega í því að vera á miðjum aldri, en fólk telst víst ungt allt fram til 35 ára og gjaldgengt í félög eldri borgara um sextugt. Svo líklega má miða við tímabilið þar á milli, þótt fæstir fagni 36 ára afmælisdeginum sínum sem miðaldra! Að öllu gamni slepptu þá er það svo að þegar launafólk nálgast miðjan aldur er algengt að það sé jafnframt komið á hæstu mánaðarlaun sem það hefur yfir ævina. Á þessum aldri eru VR félagar líklegri en ellegar til að flokkast sem millitekjufólk og ættu að geta haft það nokkuð gott. Svo er þó ekki alltaf raunin og í þeim fjölmörgu samtölum sem ég hef átt við VR-félaga undanfarnar vikur hef ég orðið vör við fjárhagsþrengingar hjá fólki sem ætti að vera á þeim stað í tekjustiganum að slíkar áhyggjur væri á undanhaldi. Jafnvel eru dæmi um tveggja fyrirvinnu fjölskyldur með ágæt laun sem lenda samt í erfiðleikum um mánaðamót og þau næstu ef þvottavélin bilar. Það kemur varla óvart að það sem þarna skiptir sköpum er húsnæðiskostnaður. Sú stefna sem hefur verið rekin undanfarin ár að varpa öllum byrðunum af efnahagsástandinu á lántakendur og leigjendur hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fólk. Eitt af stærstu viðfangsefnum verkalýðshreyfingarinnar er að stöðva þessa reglulegu aðför að launafólki. Skólamáltíðir mikilvægar Eitt sinn voru vaxtabætur hugsaðar sem stuðningur til fólks sem ber háar vaxtagreiðslur en eru í dag líkari fátæktaraðstoð. Reyndar hefur tekjutenging stuðningskerfa á borð við barnabætur og vaxtabætur verið svo mikil að fullvinnandi fólk nýtur sjaldnast fullra réttinda. Því var fagnaðarefni að takast skyldi að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn í tengslum við síðustu kjarasamninga, sem er aðgerð sem gagnast millitekjuhópum eins og öðrum og vinnur jafnframt gegn fátækt barna og ójöfnuði. Hefðu skólamáltíðirnar verið tekjutengdar er næsta víst að stór hluti VR-félaga hefði orðið af þeim. Fjölskyldumál eru mikilvæg kjaramál og sem formaður og áður varaformaður VR hef ég beitt mér fyrir að vakta sérstaklega auknar álögur á barnafólk, til dæmis í formi hærri leikskólagjalda og skerðinga á þjónustu við börn. Gott samfélag styður við fólk á erfiðari tímum lífsins og foreldrar þurfa stuðning svo þeir geti stutt börnin sín. Öll vorum við einu sinni börn og það er margsýnt að samfélagið á mikið undir því að foreldrar geti veitt börnum sínum umhyggju og alúð. Þar skiptir sköpum að vera frjáls undan fjárhagsáhyggjum. Jafnvægi vinnu og einkalífs Fólk á miðjum aldri er sumt í þeirri stöðu að vera með börn sem þarfnast umhyggju og aldraða foreldra sem þurfa sífellt meiri umönnun. Þetta getur valdið talsverðu álagi og sama má segja ef eitthvað kemur upp á í fjölskyldulífinu, til dæmis að börn breytast í unglinga (getur verið flókið!) eða fjölskyldumeðlimir verða fyrir veikindum eða áföllum. Góðir vinnustaðir veita svigrúm við slíkar aðstæður en það er þó því miður ekki algilt. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er krefjandi list fyrir fjölskyldufólk á miðjum aldri. Fjölmargir VR félagar vinna góð störf og njóta nauðsynlegs sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni þegar á þarf að halda. Svo er þó ekki með alla og enn fremur er það þannig hjá mörgum að aðeins lítið má út af bregða svo að jafnvægið verði að ójafnvægi. Sem dæmi má nefna breytingar á vinnustað, breytingar á fjölskylduhögum eða þegar þarf að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Mörg erum við ekki nema einu fráviki frá því að eiga erfitt með að halda öllum boltum á lofti. Ræktum sálina, jafnt sem líkamann! Innan bæði stjórnar og trúnaðarráðs VR hafa verið reifaðar tillögur um hvort nýta mætti sjúkrasjóð félagsins í forvarnaskyni í meira mæli en gert er nú þegar. Slíkar forvarnir gætu til dæmis verið rausnarlegri endurgreiðsla á sálfræðikostnaði eða frekari aðstoð til að tryggja megi gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þótt flestir geri sér grein fyrir samspili andlegrar og líkamlegrar heilsu, þá ber enn á ákveðinni tvíhyggju innan heilbrigðiskerfisins. Birtingarmyndir þessa eru til dæmis í reglum Skattsins sem rukkar félagsfólk stéttarfélaga um tekjuskatt af endurgreiðslu vegna sálfræðikostnaðar, en ekki vegna líkamsræktar. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði VR getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir hönd stjórnar VR hef ég tekið þessa umræðu upp við fjármálaráðherra, sem tók jákvætt í erindið og var opinn fyrir endurskoðun reglnanna fyrir næsta tekjuár. Miður aldur er það tímabil lífsins sem við erum hvað virkust á vinnumarkaði. Þá er mikilvægt að eiga skjól og stuðning í öflugu stéttarfélagi. Viðfangsefnið er að minnka húsnæðiskostnað þeirra sem eru í eigin húsnæði og á leigumarkaði og tryggja að félagslegu kerfin sem eiga að grípa okkur og styðja þegar á móti blæs standi undir nafni. Fyrir þessu mun ég beita mér. Starfsemi VR þarf að þjóna fólki á ólíkum aldri og á mismunandi stöðum á starfsferlinum. Af því þarf að taka mið þegar sest er við samningaborðið, enda er verkefni forystu VR fyrst og fremst að bæta hag VR-félaga. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun