Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar 26. febrúar 2025 09:01 Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Eftir slökustu alþingiskosningar í sögu flokksins er hann nú kominn í minnihluta á tveimur áhrifamestu stöðum landsins: Alþingi og í borginni. Flokkurinn hefur líklega aldrei þurft jafn mikið á öflugri og ábyrgri forystu að halda til að endurheimta trú landsmanna. Auðvelt er að benda á aðra þegar illa gengur, en að leysa vandamálin er raunveruleg áskorun. Jens Garðar er ekki maðurinn sem hikar. Hann er blátt áfram, tekur af skarið og klárar málin. Hann hefur sýnt það í atvinnulífinu, félagsstörfum og pólitík. Jens lætur verkin tala – hann talar ekki bara um verkin. Jens Garðar, eða „Jenni frændi“ eins og ég kalla hann, er mikil fyrirmynd. Hann er ekki aðeins frábær stjórnmálamaður heldur einnig einstaklega skemmtilegur og klár . Þegar ég var yngri fórum við oft í fjölskylduferðir. Jens var á einum bíl, en mamma og pabbi á öðrum. Allir krakkarnir vildu vera með Jenna frænda því hann spilaði bestu tónlistina og sagði skemmtilegar sögur. Nú í nóvember bað Jens mig um að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Það þurfti ekki að biðja mig tvisvar um það. ,,Bíltúrinn” að þessu sinni var að vísu um allt Norð-Austur kjördæmi. Þó að keyrslan hafi verið löng, var þetta mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Þetta er kannski smá úturdúr, þá lýsir þetta Jens svo vel – og einmitt það sem við Sjálfstæðismenn þurfum í forystu flokksins. Við þurfum leiðtoga sem nær fólki með sér, er öflugur málsvari stefnunnar okkar, en líka einhvern sem getur sameinað fólk úr ólíkum hópum og á öllum aldri. Það er nákvæmlega sá Jens sem ég þekki. Kjósum Jens Garðar til varaformanns á landsfundinum. Því við þurfum leiðtoga sem lætur verkin tala, og með honum munum við byggja upp sterkari Sjálfstæðisflokk, flokknum og landsmönnum öllum til heilla! Höfundur er tvítugur húsasmiður og formaður Hávarr-félag ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Eftir slökustu alþingiskosningar í sögu flokksins er hann nú kominn í minnihluta á tveimur áhrifamestu stöðum landsins: Alþingi og í borginni. Flokkurinn hefur líklega aldrei þurft jafn mikið á öflugri og ábyrgri forystu að halda til að endurheimta trú landsmanna. Auðvelt er að benda á aðra þegar illa gengur, en að leysa vandamálin er raunveruleg áskorun. Jens Garðar er ekki maðurinn sem hikar. Hann er blátt áfram, tekur af skarið og klárar málin. Hann hefur sýnt það í atvinnulífinu, félagsstörfum og pólitík. Jens lætur verkin tala – hann talar ekki bara um verkin. Jens Garðar, eða „Jenni frændi“ eins og ég kalla hann, er mikil fyrirmynd. Hann er ekki aðeins frábær stjórnmálamaður heldur einnig einstaklega skemmtilegur og klár . Þegar ég var yngri fórum við oft í fjölskylduferðir. Jens var á einum bíl, en mamma og pabbi á öðrum. Allir krakkarnir vildu vera með Jenna frænda því hann spilaði bestu tónlistina og sagði skemmtilegar sögur. Nú í nóvember bað Jens mig um að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Það þurfti ekki að biðja mig tvisvar um það. ,,Bíltúrinn” að þessu sinni var að vísu um allt Norð-Austur kjördæmi. Þó að keyrslan hafi verið löng, var þetta mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Þetta er kannski smá úturdúr, þá lýsir þetta Jens svo vel – og einmitt það sem við Sjálfstæðismenn þurfum í forystu flokksins. Við þurfum leiðtoga sem nær fólki með sér, er öflugur málsvari stefnunnar okkar, en líka einhvern sem getur sameinað fólk úr ólíkum hópum og á öllum aldri. Það er nákvæmlega sá Jens sem ég þekki. Kjósum Jens Garðar til varaformanns á landsfundinum. Því við þurfum leiðtoga sem lætur verkin tala, og með honum munum við byggja upp sterkari Sjálfstæðisflokk, flokknum og landsmönnum öllum til heilla! Höfundur er tvítugur húsasmiður og formaður Hávarr-félag ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar