Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:15 Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. Á undanförnum árum hefur áhugi á hugvíkkandi meðferðum vaxið gríðarlega. Sá áhugi byggir ekki síst á niðurstöðum úr vönduðum vísindarannsóknum sem benda til þess að efni eins og MDMA og sílósíbín (e. psilocybin) geti veitt fólki með meðferðaþráar geðraskanir von um bata. Til að mynda er nýjasta útgáfa American Journal of Psychiatry helguð rannsóknum á þessu sviði. Tímaritið er það virtasta á sviði geðheilbrigðis og útgáfan er til marks um að málið á ekki lengur heima á jaðri umræðunnar. Það væri ábyrgðarhluti að líta framhjá því og leggja ekki við hlustir. Þátttaka stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni Heilbrigðisráðuneytinu hefur verið boðið að eiga beint og milliliðalaust samtal við þá sérfræðinga sem koma fram á ráðstefnunni um þessi mál. Ráðuneytið þekkist boðið. Það er jákvætt og til marks um að íslensk stjórnvöld ætli sér að axla ábyrgð á málinu. Það gefur tilefni til bjartsýni um upplýsta og faglega umræðu um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni á Íslandi. Samhliða hefur umræðan um siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið í kringum slíkar meðferðir orðið sífellt mikilvægari. Það er því stórt skref að heilbrigðisráðuneytið sýni vilja í verki til að hlusta á sjónarmið þeirra sem starfa á þessu sviði. Boltinn farinn að rúlla erlendis Þau okkar sem hvetjum til upplýstrar umræðu um þessi mál höfum lagt áherslu á mikilvægi þess að stefnumótun stjórnvalda byggist á staðreyndum og vísindum. Einnig er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld fylgist með þróun í öðrum löndum, en til að mynda hafa heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu þegar veitt leyfi fyrir notkun ketamíns, MDMA og sílósíbin í sértækum geðheilbrigðisúrræðum. Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) hefur einnig veitt þessum meðferðum stöðu „Breakthrough Therapy“ og því er ljóst að þær eiga sífellt meira erindi við almenna heilbrigðisþjónustu. Við berum öll ábyrgð á geðheilsunni Opið samtal þar sem allir sem tengjast heilbrigðismálum hér á landi á einn eða annan hátt eiga sæti við borðið er virkilega mikilvægt. Hingað til lands eru nú komnir erlendir sérfræðingar um hugvíkkandi meðferðir og lagasetningu því tengdri og eru þeir, ásamt innlendum sérfræðingum, fyrirlesarar á áðurnefndri ráðstefnu. Fjöldi lækna tekur einnig þátt, bæði sem fyrirlesarar og gestir. Fyrir okkur, sem þekkjum til meðferðanna og áhrifa þeirra, er augljóst að bylting í geðheilbrigðismálum er framundan. Sú fullvissa knýr okkur áfram. En það er ekki nóg að við vitum, stjórnvöld þurfa að vita og þau þurfa að undirbúa jarðveginn. Þess vegna er samtalið svo mikilvægt, því öll berum við ábyrgð á að styðja við geðheilsu okkar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Ráðstefnan Psychedelics as Medicine fer fram í Hörpu dagana 27.–28. febrúar. Höfundur er sérfræðingur í meðferð með hugvíkkandi efnum og skipuleggjandi ráðstefnunnar Psychedelics as Medicine. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. Á undanförnum árum hefur áhugi á hugvíkkandi meðferðum vaxið gríðarlega. Sá áhugi byggir ekki síst á niðurstöðum úr vönduðum vísindarannsóknum sem benda til þess að efni eins og MDMA og sílósíbín (e. psilocybin) geti veitt fólki með meðferðaþráar geðraskanir von um bata. Til að mynda er nýjasta útgáfa American Journal of Psychiatry helguð rannsóknum á þessu sviði. Tímaritið er það virtasta á sviði geðheilbrigðis og útgáfan er til marks um að málið á ekki lengur heima á jaðri umræðunnar. Það væri ábyrgðarhluti að líta framhjá því og leggja ekki við hlustir. Þátttaka stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni Heilbrigðisráðuneytinu hefur verið boðið að eiga beint og milliliðalaust samtal við þá sérfræðinga sem koma fram á ráðstefnunni um þessi mál. Ráðuneytið þekkist boðið. Það er jákvætt og til marks um að íslensk stjórnvöld ætli sér að axla ábyrgð á málinu. Það gefur tilefni til bjartsýni um upplýsta og faglega umræðu um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni á Íslandi. Samhliða hefur umræðan um siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið í kringum slíkar meðferðir orðið sífellt mikilvægari. Það er því stórt skref að heilbrigðisráðuneytið sýni vilja í verki til að hlusta á sjónarmið þeirra sem starfa á þessu sviði. Boltinn farinn að rúlla erlendis Þau okkar sem hvetjum til upplýstrar umræðu um þessi mál höfum lagt áherslu á mikilvægi þess að stefnumótun stjórnvalda byggist á staðreyndum og vísindum. Einnig er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld fylgist með þróun í öðrum löndum, en til að mynda hafa heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu þegar veitt leyfi fyrir notkun ketamíns, MDMA og sílósíbin í sértækum geðheilbrigðisúrræðum. Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) hefur einnig veitt þessum meðferðum stöðu „Breakthrough Therapy“ og því er ljóst að þær eiga sífellt meira erindi við almenna heilbrigðisþjónustu. Við berum öll ábyrgð á geðheilsunni Opið samtal þar sem allir sem tengjast heilbrigðismálum hér á landi á einn eða annan hátt eiga sæti við borðið er virkilega mikilvægt. Hingað til lands eru nú komnir erlendir sérfræðingar um hugvíkkandi meðferðir og lagasetningu því tengdri og eru þeir, ásamt innlendum sérfræðingum, fyrirlesarar á áðurnefndri ráðstefnu. Fjöldi lækna tekur einnig þátt, bæði sem fyrirlesarar og gestir. Fyrir okkur, sem þekkjum til meðferðanna og áhrifa þeirra, er augljóst að bylting í geðheilbrigðismálum er framundan. Sú fullvissa knýr okkur áfram. En það er ekki nóg að við vitum, stjórnvöld þurfa að vita og þau þurfa að undirbúa jarðveginn. Þess vegna er samtalið svo mikilvægt, því öll berum við ábyrgð á að styðja við geðheilsu okkar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Ráðstefnan Psychedelics as Medicine fer fram í Hörpu dagana 27.–28. febrúar. Höfundur er sérfræðingur í meðferð með hugvíkkandi efnum og skipuleggjandi ráðstefnunnar Psychedelics as Medicine.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun