Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 07:47 Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið. Flokkurinn er í brekku og ég sem landsfundarfulltrúi og almennur flokksmaður er mjög í mun að landsfundurinn velji þann frambjóðenda sem mun takast að styrkja og stækka flokkinn og fá flokksmenn til að sameinast um eina sýn. Í seinni tíð höfum við séð togstreitu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem fylkingar hafa tekist á. Sjálfur tel ég mig ekki vera bundin neinum fylkingum, þó ég hafi ætíð stutt Bjarna Benediktsson allt frá því hann var kosin formaður enda yfirburða stjórnmálamaður. Eru honum þökkuð góð störf í þá flokksins lands og þjóðar. Guðrún Hafsteinsdóttur er leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins og með sína krafta og reynslu mun henni takast að sameina mismunandi hópa sem aðhyllast stefnu flokksins og grunngildi hans. Reynsla og þátttaka Guðrúnar úr atvinnulífinu og ýmsum stjórnum þess og lífeyrissjóða er forystu Sjálfstæðisflokksins nauðsynleg og dýrmæt og þar með þjóðinni allri. Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til þess að kjósa sér formann með reynslu úr atvinnulífinu, því lítil verður velmegunin nema atvinnulífið fái að njóta frelsis á skynsamlegan hátt, blómstra og dafna um land allt. Þess vegna þarf flokkurinn formann sem skilur hversu grafalvarlegt það er að rödd atvinnulífsins á sín lítils orðið á hinu háa Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er einum flokka treystandi til að snúa þessu við og þar er Guðrún á heimavelli. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil enda okkur veitt umboð í nafni fulltrúalýðræðis. Sá háttur á að allir flokksmenn geti ekki valið sér æðstu forystu flokksins er tímaskekkja nú á tímum rafrænna samskipta. Ég vona því að þetta verði síðasta formannskjör, þar sem kosið verður með þessum hætti. Okkur landsfundarfulltrúum ber skylda til þess að hlusta á almenning og þá sem ekki eiga kost á að mæta til fundar. Skoðanakannanir sem og aðrar kannanir hafa sýnt fram á að framboð Guðrúnar nýtur velvildar og yfirburðar í stuðningi á landsvísu og fólk telur hana betur til þess fallna að byggja flokkinn upp í átt að fyrri styrk. Okkur ber að hlusta á þessar raddir ætlum við okkur að komast aftur í fremstu línu íslenskra stjórnmála. Engum er hollt að vera í eigin bermálshelli og hlusta ekkert út fyrir hann. Hvet ég því alla landsfundarfulltrúa sem ekki hafa ákveðið val sitt á næsta formanni Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, flokknum landi og þjóð til heilla. Hittumst með sól í sinni á landsfundinum um komandi helgi. Höfundur er bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið. Flokkurinn er í brekku og ég sem landsfundarfulltrúi og almennur flokksmaður er mjög í mun að landsfundurinn velji þann frambjóðenda sem mun takast að styrkja og stækka flokkinn og fá flokksmenn til að sameinast um eina sýn. Í seinni tíð höfum við séð togstreitu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem fylkingar hafa tekist á. Sjálfur tel ég mig ekki vera bundin neinum fylkingum, þó ég hafi ætíð stutt Bjarna Benediktsson allt frá því hann var kosin formaður enda yfirburða stjórnmálamaður. Eru honum þökkuð góð störf í þá flokksins lands og þjóðar. Guðrún Hafsteinsdóttur er leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins og með sína krafta og reynslu mun henni takast að sameina mismunandi hópa sem aðhyllast stefnu flokksins og grunngildi hans. Reynsla og þátttaka Guðrúnar úr atvinnulífinu og ýmsum stjórnum þess og lífeyrissjóða er forystu Sjálfstæðisflokksins nauðsynleg og dýrmæt og þar með þjóðinni allri. Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til þess að kjósa sér formann með reynslu úr atvinnulífinu, því lítil verður velmegunin nema atvinnulífið fái að njóta frelsis á skynsamlegan hátt, blómstra og dafna um land allt. Þess vegna þarf flokkurinn formann sem skilur hversu grafalvarlegt það er að rödd atvinnulífsins á sín lítils orðið á hinu háa Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er einum flokka treystandi til að snúa þessu við og þar er Guðrún á heimavelli. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil enda okkur veitt umboð í nafni fulltrúalýðræðis. Sá háttur á að allir flokksmenn geti ekki valið sér æðstu forystu flokksins er tímaskekkja nú á tímum rafrænna samskipta. Ég vona því að þetta verði síðasta formannskjör, þar sem kosið verður með þessum hætti. Okkur landsfundarfulltrúum ber skylda til þess að hlusta á almenning og þá sem ekki eiga kost á að mæta til fundar. Skoðanakannanir sem og aðrar kannanir hafa sýnt fram á að framboð Guðrúnar nýtur velvildar og yfirburðar í stuðningi á landsvísu og fólk telur hana betur til þess fallna að byggja flokkinn upp í átt að fyrri styrk. Okkur ber að hlusta á þessar raddir ætlum við okkur að komast aftur í fremstu línu íslenskra stjórnmála. Engum er hollt að vera í eigin bermálshelli og hlusta ekkert út fyrir hann. Hvet ég því alla landsfundarfulltrúa sem ekki hafa ákveðið val sitt á næsta formanni Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, flokknum landi og þjóð til heilla. Hittumst með sól í sinni á landsfundinum um komandi helgi. Höfundur er bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar