Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar 1. mars 2025 12:31 Veljum Kolbrúnu Pálsdóttur sem rektor Nú stendur fyrir dyrum rektorskjör við Háskóla Íslands og Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, er ein þeirra sem býður sig fram til embættisins. Ég styð framboð Kolbrúnar eindregið enda ætlar hún að beita sér af krafti fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands líkt og hún hefur gert með árangursríkum hætti þau sjö ár sem hún hefur verið forseti Menntavísindasviðs. Í framboði sínu hefur Kolbrún skýrt hvers vegna það skiptir höfuðmáli að styrkja fjárhag Háskólans. Í fyrsta lagi er það mikilvægt til þess að tryggja gæðamenntun í Háskóla Íslands á öllum námsstigum með fjölbreyttum námsleiðum þar sem áhersla er á margs konar námsform og hagnýt og skapandi verkefni. Í öðru lagi til þess að skapa aðlaðandi og áhugaverð starfskjör og starfsaðstæður fyrir starfsfólk Háskóla Íslands. Í þriðja lagi til þess að styðja betur við hagsmuni stúdenta, þróa námsstyrkjakerfi og aðstæður fyrir fjölbreyttan hóp stúdenta til að helga sig náminu. Í fjórða lagi til þess að efla rannsóknir, stórefla stuðning við styrkumsóknir rannsakenda, auka stuðning til doktorsnema og styðja uppbyggingu þverfræðilegrar rannsóknarmiðju í Vatnsmýri. Ég hvet ykkur til þess að skoða stefnumál Kolbrúnar og víðtæka stjórnunarreynslu hennar hjá Reykjavíkurborg og við Háskóla Íslands. Ég hef starfað með henni á Menntavísindasviði og séð hana beita sér og láta gríðarlega mikilvæg samfélagsverkefni verða að veruleika. Í samvinnu við háskólayfirvöld, stjórnvöld, stéttar- og fagfélög og aðra hagsmunaaðila hefur Kolbrún átt virkan þátt í að efla kennaramenntun, fjölga útskrifuðum kennurum, koma á raunfærnimati, bæta fjárhag Menntavísindasviðs, auka tengsl sviðins við önnur svið Háskólans m.a. með sameiginlegum kennslustöðum, og undirbúa flutning sviðsins í Sögu. Til þess að ná slíkum árangri þarf samskiptahæfni, vilja til að hlusta á raddir annarra og leikni við að komast að sameiginlegum lausnum. Þessa hæfileika hefur x-Kolbrún. Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Veljum Kolbrúnu Pálsdóttur sem rektor Nú stendur fyrir dyrum rektorskjör við Háskóla Íslands og Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, er ein þeirra sem býður sig fram til embættisins. Ég styð framboð Kolbrúnar eindregið enda ætlar hún að beita sér af krafti fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands líkt og hún hefur gert með árangursríkum hætti þau sjö ár sem hún hefur verið forseti Menntavísindasviðs. Í framboði sínu hefur Kolbrún skýrt hvers vegna það skiptir höfuðmáli að styrkja fjárhag Háskólans. Í fyrsta lagi er það mikilvægt til þess að tryggja gæðamenntun í Háskóla Íslands á öllum námsstigum með fjölbreyttum námsleiðum þar sem áhersla er á margs konar námsform og hagnýt og skapandi verkefni. Í öðru lagi til þess að skapa aðlaðandi og áhugaverð starfskjör og starfsaðstæður fyrir starfsfólk Háskóla Íslands. Í þriðja lagi til þess að styðja betur við hagsmuni stúdenta, þróa námsstyrkjakerfi og aðstæður fyrir fjölbreyttan hóp stúdenta til að helga sig náminu. Í fjórða lagi til þess að efla rannsóknir, stórefla stuðning við styrkumsóknir rannsakenda, auka stuðning til doktorsnema og styðja uppbyggingu þverfræðilegrar rannsóknarmiðju í Vatnsmýri. Ég hvet ykkur til þess að skoða stefnumál Kolbrúnar og víðtæka stjórnunarreynslu hennar hjá Reykjavíkurborg og við Háskóla Íslands. Ég hef starfað með henni á Menntavísindasviði og séð hana beita sér og láta gríðarlega mikilvæg samfélagsverkefni verða að veruleika. Í samvinnu við háskólayfirvöld, stjórnvöld, stéttar- og fagfélög og aðra hagsmunaaðila hefur Kolbrún átt virkan þátt í að efla kennaramenntun, fjölga útskrifuðum kennurum, koma á raunfærnimati, bæta fjárhag Menntavísindasviðs, auka tengsl sviðins við önnur svið Háskólans m.a. með sameiginlegum kennslustöðum, og undirbúa flutning sviðsins í Sögu. Til þess að ná slíkum árangri þarf samskiptahæfni, vilja til að hlusta á raddir annarra og leikni við að komast að sameiginlegum lausnum. Þessa hæfileika hefur x-Kolbrún. Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar